Hvar er afnám tekjutengingar ?.

Kosningarloforð ríkistjórnarinnar um breytingar á tekjutengingar hafa brugðist fram að þessu. Ekkert hefur gert í þeim málum, þrátt fyrir loforð um bætt kjör bótaþega sem lifa við kröpp kjör. Hvernig stendur á því að félagmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir skuli ekki koma þessum málaflokki í viðunandi horf, ætlar félagsmálaráðherra að sofa á þessu máli til loka kjörtímabilsins. Á meðan lifa þeir bótaþegar á kjörum sem enginn getur búið við

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ávarpi sínu á þingi LÍV á föstudag að : leita þyrfti allra leiða" til að nokkrir lífeyrissjóðir hættu við skerðingu örorkulífeyris. Skerðingar lífeyrissjóðanna munu að óbreyttu hafa tvennt í för með sér, verri kjör þeirra öryrkja sem fyrir þeim verða og tilfærslu útgjalda frá lífeyrissjóðum yfir á ríkissjóð, " sagði Jóhanna Sigurðardóttir á þingi LÍV á föstudag. Í frétt; mbl á laugardag segir Jóhanna Sigurðardóttir Niðurstaða mín eftir ítarlega skoðun á þessu máli er eindregið sú að ríkisvaldið og lífeyrissjóðirnir verði í sameiningu að leysa þessi mál, annars vegar tímabundið og hinsvegar til langframa og koma í veg fyrir þá víxlverkun milli almannatryggingar og lífeyrissjóða sem bæði skerða lífeyrisgreiðslur og rýra kjarabætur öryrkja"

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband