Við munnnar reglur lífeyrissjóða ekki í takt við tímann.

Ég er einn af þeim sem er ekki sáttur við lífeyrissjóðinn minn sem heitir Lífeyrissjóður Gildi og hét áður lífeyrissjóður sjómanna enn hann var sameinaður lífeyrissjóði framsýnar. Sjóðurinn tók til starfa árið 2005 enn sameiningin byggði á uppgjöri árið 2004. Samkvæmt tryggingarfræðilegum útreikningum er miðað við 3,5 prósent vexti sem er viðmiðunarprósenta með þessari tölu tel ég verið sé að hlunnfæra fólk sem þarf á sjóðnum að halda hvað þá heldur þeir bótaþegar sem fá greiðslur úr sjóðnum. Þessar greiðslur hafa þau áhrif að greiðslur verða of lágar.Ef hins vegar viðmiðunartalan væri hærri myndu lífeyrisþegar fá hærri greiðslur úr sjóðnum sínum.

Mér finnst tekjutengingar þáttur Lífeyrissjóðs Gildis vera þjófnaður af stjórnendum sjálfum sem móta þessar reglur. Enda er málaferli í gangi af sjóðsfélaga sem er ekki sáttur við niðurstöðunnar. Mér finnst þessir stjórendur lífeyrissjóðsins misskilja hlutverk sitt með því að minnka greiðslur til sjóðsfélaga. Enn þess í stað safna þeir peningum sjóðsfélaga í stóran pott og greiða ekki það sem þeim ber að gera. Enn þegar kemur að þeim sjálfum þá er í lagi að þiggja laun sem þeir ákveða sjálfir.

Tökum dæmi framkvæmdarstjóri lífeyrissjóðsins hafði í laun árið 2006 19,miljónir 662 þúsund krónur. Annað dæmi formaður stjórnar 1miljón og 400 þúsund krónur í vinnu tímanum. Varaformaður stjórnar 780 þúsund í vinnutímanum,aðrir frá 1 miljón króna í vinnutímanum til 760 þúsund krónur. Rekstrarkostnaður Sjóðsins var 179 miljónir 095 krónur. Laun stjórnarmanna og framkvæmdarstjóra voru 27 miljónir, 385 þúsund krónur.                

Það verður að segjast mér blöskra þessi framkoma stjórnarmanna á sama tíma er ekki hægt að borga mannsæmandi greiðslur til sjóðsfélaga sem hafa rétt til töku lífeyris. Hrein ávöxtun sjóðsins var 9,6 prósent sem ég tel ekki gott á sama tíma þarf fólk að borga vexti frá 17-20 prósent

Enn því miður geta sjóðfélag ekkert gert þeir geta ekki einu sinni boðið sig fram til setu í stjórn sjóðsins þetta er mikið óréttlæddi mál sem sjóðsfélagar þurfa að búa við á þessari öld. Það hefur gengið svo langt þegar sjómaður sem hættur var til sjós ætlaði að taka til máls á sl aðalfundi. Þá sagði fundastjóri þegiðu þú kemur ekkert upp. Sestu bara í þínu sæti. Ég kom upp undir öðrum lið og gerði alvarlegar athugasemdir við störf fundarstjóra sem baðst að lokum afsökunar á framferði sínu. Annað dæmi ég gerði athugasemdir við stjórnarlaun í lífeyrissjóðnum athugasemdir stjórnarmanns voru á þá leið að ég væri neikvæður ég ætti frekar að þakka stjórnarmönnum hvað sjóðurinn væri vel rekin. Ég svaraði honum og sagði að hann væri veruleika fyrtur maður.

Lýðræðið virkar þannig að sjóðfélagar eiga að sitja í stjórnum lífeyrissjóða og ákveða hverjir sitja fyrir þeirra hönd þannig virkar lýðræðið. Til þess verður að afnema að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða. Burtu með atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða, þeir eiga ekkert að ráðskast með okkar eigið fé. Það er nefnilega sjóðsfélaga að ákveða framhaldið.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini V

Sæll Jóhann. Þetta er eins og talað úr mínum munni, vegna þess að fyrir nokkrum árum lagði ég til á aðalfundi lífeyrissjóði mínum að breyta reglum sjóðsins i þá lund að vinnuveitandi ætti ekki meirihluta í stjórn heldur við eigendurnir, en ég vissi ekki hvert þessir ágætu menn ætluðu að fara, ég var sagður skrítinn og þetta væru ekki orðnir okkar peningar ennþá og við lá að sagt væri að við værum svo vitlaus að við hefðum ekkert vit á peningum, að vit ættum að láta aðra skarpari aðila um þessi mál!! takk fyrir. Þessi ágætu herramenn skammta sér eigin laun og leyfa sér hreinlega að lækka greiðslur úr sjóðnum en breytingar á eigin launum kemur aldrei til greina, þetta er hneisa. Þessu þarf að breyta, og það getum við gert á aðalfundum sjóðanna.  Mbkv.

Steini V, 4.11.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigursteinn.

'Eg tek undir með þér það sama sem gerðist á þessum aðalfundi þeir ætluðu sumir að gera lítið úr mér enn ég svaraði þeim og gaf ekkert eftir. Það virðist ganga að sjóðsfélagar eru ekki nógu virkir um sína sjóði og fylgjast þar af leiðandi ekkert með. Síðan koma menn eins og ég þá verður allt vitlaust. Þessir menn þola ekki einu sinni að það sé gert athugasemd við sjálftökulaunin þeirra sem stjórna sjálfir hvaða laun þeir hafa.

Varandi stjórnarsetu ég get ekkert séð mun á mér sem dæmi og þessum mönnum. þetta er klíkugengi sem verður að upprædda og henda þessum atvinnurekendum út úr þessum sjóðum. Af hverju halda menn að atvinnurekendur séu þarna er það góðvild við sjóðsfélaga þvert á móti. Einungis til að hafa áhrif og geta hjálpað sínum vinum nægt aðgengi að fjármagni.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.11.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þetta er goð grein hjá þér jóhann um þessa blesuðu lífeyrissjóði. Ég hef alltaf verið hlintur lífeyrissjóðum og þeirra starfsemi, en það er líkt með stjórnum lífeyrissjóðana og Ríkisstjórunum að þeir sem stjórna þeim, raka að sjálfum sér peningum og réttindum en gleyma þeim sem virkilega á þeim þurfa að halda. Þetta er örugglega vegna þess að það er búið að útiloka eigendur sjóðana til að koma sínum skoðunum á framfæri. Gæti skrifað hér sanna sögu um það. Svona skrif eins og þín eru af því góða, og það ættu fleiri að tjá sig um lífeyrissjóðina.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Það er rétt hjá þér varðandi þessa lífeyrissjóði það er með ólíkindum hvernig þessi stjórnendur haga sér þeir gera það sem þeim sýnist og við getum ekkert gert. Því lög um lífeyrissjóði heimila það ekki.

Varðandi að fleiri taki þátt í þessari umræðu er svo annað mál enn þegar kemur að því að fólk þurfi að leita hjálpar um greiðslur þá vaknar þetta fólk upp af vondum draumi hvað kerfið er óréttlát við okkur. Því það eru stjórnarmenn sem ákveða um lögin ekki Alþingismennirnir.

Allar tölur um laun eru réttar og teknar upp úr aðalfundargögnum til staðfestingar.

Það hafa orðið miklar umræður um þetta og fleira sem ég hef bent á nýlega varðandi skrif mín á ýmsum málum í útvarpi og þegar fólk hefur hringt inn á útvarpstöðvar. Gott mál

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.11.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband