Stjórmálamenn hegna öldruðum.

Fimmtudag 4 október 2007 var fyrirsögn í Mbl á bls 8 með fyrirsögninni " Óhæfa að fólki sé refsað fyrir ráðdeildarsemi og sparnað" : Kerfið er þannig að nánast er sama hvert litið er í í heilbrigðis og tryggingarmálum: það þarf að taka til hendinni" segir Helgi Hjálmarsson. formaður landssambands eldri borgarar.

Helgi segir að bæta þurfi kjör eldri borgara og afnema þurfi óhóflega tekjutengingar. Það þarf að laga til í búsetumálum og byggja hjúkrunarheimili. Til dæmis var árið 2005 ákveðið að byggja hjúkrunarheimili og allt tilbúið til þess en ekki hefur tekin ein einasta skóflustunga" segir Helgi.

Þessi orð Helga er ekki neinum stjórmálamanni sæmandi að komið sé fram við þetta fólk sem getur ekki varið hendur sínar. Ég hitti vinn minn á förnum vegi fyrir stuttu þessi maður var ofsalega reiður vegna þess honum beitt þessi tekjutengingar rugl kerfi sem stjórnmálamenn hafa engan áhuga á að laga. Í stað þess krjúpa þeir fyrir kjósendum á meðan þeir standa í prófkjörum eða fyrir alþingiskosningar með loforðalista að bætta kjör. Þegar kosningar eru afstaðnar þá er öllu gleymt. Er þetta boðlegt að koma svona fram ég segi nei. Það mun koma tími að stjórnmálamenn munu þurfa að standa fyrir kosningarloforðum sínum á því liggur enginn vafi.

Tekjutengingar óréttlæddi kemur víða við í þessu þjóðfélagi. Eldra fólk sem getur ekki lifað á sínum eftirlaunum, og meira segja að borga skatt af tekjum sem við mundum ekki lifa af sjálf. Síðan taka stjórnendur lífeyrisjóða þátt í þessu rugli með skerðingum. Til hvers er fólk að borga í þessa lífeyrissjóði ég hefði haldið að það ætti að duga fyrir framfærslu enn ekki að stunda skerðingar á sínum félögum. Stjórnendum lífeyrisjóða og Stjórnmálamenn væri nær að hugsa sér nær og laga þetta óréttlætið sem hefur verið við líði í ára tugi.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Ég verð að segja ég skil ekki þessa spurningu þína. Snýst ekki þetta mál um fólk sem getur ekki framfleytt sér vegna tekjuskerðingar. það væri gaman að heyra sjónarmið þitt á þessum málum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.11.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Jóhanna,svo vill stundum bregða við, að hægrimenn mega ekki hafa sínar eigin skoðanir,þá eru þeir allt í einu orðnir VG.

Húrra fyrir þér að hafa skoðanir.

En hvað varðar eldriborgara þá er skömm að vita af því að margri hverjir geti ekki framfleytt sér,tekjuengin ætti ekki að eiga sér stað.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Þakka þér fyrir hlýjar kveðjur. Ég bið afsökunar að ég hef ekki svarað þér fyrr. Enn því miður hef ég þurft mikið að vinna undanfarið á nóttinni þess vegna hef ég ekki getað bloggað eða svarað þér.

Enn og aftur kærra þakkir ég vona að ég getið verið með í þessari umræðu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.11.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband