Þingmaður sem þorir.

Það var þingmaðurinn Ármann Kr. Ólafsson sem bar fram fyrirspurn til Samgönguráðherra um reglur leigubifreiða. Vegna vöntunar á bifreiðum um helgar þegar gestir þurfa að komast heim til sín að næturlægi þá er ekki hægt að fá leigubifreiðir. Því þær eru ekki til staðar og hvergi að finna þrátt fyrir leit fólksins. Örsök hugsanlega að leigubílstjórar þora ekki niður í miðbæ sökum ölvunar gesta.

Hugsun hans var sú að jólaglögg og vetur væru framundan. Til að sporna við slysum að fólk yrði úti sökum kulda og vosbúðar og ekki má gleyma ef ölvaður ökumaður notar bifreið sína vegna þess að hann þarf að komast heim til sín. Eða það gæti hent viðkomandi að keyra á gangandi fólk og valda þar með ómældu tjóni sem ekki er hægt að bæta.

Þingmaðurinn Ármann Kr. Ólafsson var að benda Samgönguráðherra réttilega á þessar staðreyndir og hvað væri til ráða að finna lausn fyrir neytendur og ekki væri vandþörf á. Samgönguráðherra ætlar að fara yfir þessi mál og endurskoða reglur leigubifreiða. Ármann var með hugmyndir hvort hægt væri að leysa þetta mál með að gefa út tíma bundið leyfi fyrir bílstjóra sem vildu keyra á nóttinni og um helgar og gefið yrði út tíma bundið leyfi til að koma til móts við neytendur. Ég tek undir orð þingmannsins sem þorir að hreyfa við þessum málum þau hafa lengi verið til vandræða. Þeir sem hafa þurft að bíða lengi eftir leigubifreið og ekki fengið þjónustuna hafa þurfa að ganga heim til sín í rigningu og sjókomu og það í sínu fínasta sem er ekki boðleg þjónusta. Þess vegna fagna ég þessari fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar hún á rétt á sér og ekki veitir af að bæta þjónustu leigubifreiða.

Jóhann Páll Símonarson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Þetta snýst ekkert hvort leigubílstjórar hafa mikið að gera eða ekki. Málið snýst um að þjónusta sé til staðar þegar fólk þarf á þessari þjónustu á að halda. Það sem þú bendir á hefur ekkert með málið að gera.

Varðandi ölvunarakstur þá dreg ég þær í efa að svo sé að hlutfallið sé svona hátt.Enn þrátt fyrir það. þá tel ég fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar eiga rétt á sér, og aðdáunarvert hvað þingmaðurinn hefur kjark og þor að berjast fyrir neytendur þessa lands.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 8.11.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér finnst það mjög vel athugandi að gefa út auka helgarleyfi fyrir þá sem treysta sér í miðborgina á þessum tíma. Þá er skortur á bílum því þeir sem fyrir eru anna ekki eftirspurn. Síðan finnst mér vel koma til greina að virkja almenningssamgöngurnar betur á þessum álagstímum. Vagnar sem færu td á klukkutíma fresti úr miðbænum í Hafnarfjörð, Breiðholt o.frv. Hér er þetta gert um helgar til um kl 5 að mig minnir, og er mjög mikið notað.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2007 kl. 13:03

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Helga.

Þetta er rétt skoðun hjá þér. Varðandi strætisvagnanna þá er spurning hvort ekki megi auka þessa þjónustu eins og þú bendir réttilega á. Það mætti þess vegna hafa tvöfalt gjald eftir kl 01. þetta mætti vel skoða. góð hug mynd. Borgarbúar eiga rétt á að kerfið virki eins og það á að vera.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 10.11.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband