10.11.2007 | 16:03
Sjálfsbjörg þarf að selja húseign sína.
Það eru dapurleg tíðindi sem fram komu á félagsfundi þann 23 október 2007. Þar kom fram að félagið þurfi að selja húseign sína vegna sífelldan hallareksturs. Félagið getur ekki lengur veitt þá þjónustu sem félagsmenn þurfa vegna skort á fé til reksturs. Þetta hefur gengið svo langt að fé sem félaginu hefur verið gefið af ættingjum í formi arðs er að vera uppurinn. Meira að segja Ríkisstjórinn hefur ekki séð sér fært að styrkja þessi samtök. Ekki gengið að fá meiri styrk af fjárlögum í framhaldi á Sambandstjórnarfundi þann 13. október s.l. heimilaði framkvæmdarstjórn að setja á sölu en að uppfylltu ákveðnum og ströngum skilyrðum.
Hvað verður um fólkið sem hefur haft þetta húsnæði til leigu í áratugi fólk sem á við erfiðleika að etja getur ekki farið eins og við sem ekkert er að. Er þetta boðlegt í íslensku samfélagi? Nei þetta er til skammar fyrir okkar þjóð að samfélagið sé ekki meira virkt enn það er. Hver vill vera í hjólastól alla sína ævi sem dæmi. Þess vegna verður ríkistjórnin að veita meiri fjármagni í þennan lið.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Erlingur.
Það er rétt hjá þér enn ég að ég sé Sjálfstæðismaður. Ég er heldur ekki sáttur við samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðismanna. Enn það sem skiptir máli í þessari umræðu sem ég nefndi varðandi Sjálfsbjörg finnst mér ömurleg niðurstaða fyrir fólk sem á við örðuleika að etja.
Ég tala ekki um það sem fólkið þarf að berjast fyrir sínu án þess að hlustað sé á þessar raddir. Það má vel vera að þjóðin gerir ekki sér grein fyrir þessum ástæðum að Sjálfbjörg vantar fjármagn til að geta veit þjónustu fyrir sína félaga.
Enn það er nöturlegt að hugsa til þess að Sjálfsbjörg þurfi að ganga með betlistaf til að geta aflað fjármagn til að halda starfseminni í góðum gír. Ég sætti mig ekki við þessa niðurstöðu minna félaga þótt ég sé Sjálfstæðismaður það kemur ekki þessu máli við.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.11.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.