11.11.2007 | 00:54
Mannleg samskipti og stéttarsátt.
Mannúð og mildi er stéttarsátt. Skylt er skeggið hökunni segir í málshættinum. það er eins með skeggið og hökuna og slagorðið stétt með stétt og mannúð og mildi. Hvoru tveggja er samofið sögu og hugmyndafræð Sjálfstæðisflokksins. Í slagorðinu felst skuldbinding okkar gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þeim hafa ekki ástæður til að vera sinnar gæfu smiðir.
Þeim þurfum við að rétta hjálpar hönd af því sem saga okkar og flokksmenning kennir okkur að við eigum að bera virðingu fyrir þessum hugsjónum. Við eigum hins vegar ekki að hjálpa þeim sem geta hjálpað sér sjálfir. þetta staðfestir félagi minn og vinur þegar við settumst niður og ræddum málin.
Sú hjálp sá skerfur, er oft tekin frá þeim sem sannarlega þurfa á hjálpinni að halda. Þetta gildir gagnvart ákveðnum öryrkjum hvað sem hver segir. Þessir hópar eru efnahagslega jafn misjafnir og aðrir hópar samfélagsins en það eru líka til hópar innanum sem hafa það verulega skítt.
Við eigum að einbeitta okkur að þeim til að gera vel við þá. þetta rökstyð ég með því að ekkert þjóðfélag getur gengið út frá því að geta tryggt öllum sama rétt til dæmis frá Tryggingarstofnun.
Við Íslendingar eigum að taka höndum saman og styðja þá sem standa höllum fæti. Grettistak í þeirra þágu þarf ekki að auka útgjöld úr almennatryggingum sem dæmi? Enn alþingismenn og ráðherra hafa önnur sjónarmið enn ég og þú.
sem dæmi. Við flytjum fjármagn til innan kerfisins frá efnuðum eignarmönnum til þeirra sem ekkert eiga. Menn þurfa að hafa kjark og þora að taka á málinu strax - vilji er allt sem þarf, sagði ástsæll leiðtogi okkar og það á svo sannarlega í þessu máli.
Það er söguleg skilda okkar Sjálfstæðismanna að fara þess leið, því okkar er ábyrðin að hér verði ekki slitinn sundur friðurinn um mannúð og mildi eða stétt með stétt.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er góður pistill hjá þér Jóhann, en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki á þessari línu í dag, alla vega ekki þeir sem ráða ferðinni í. Ég held samt að formaður flokksins sé hin vænsti maður.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2007 kl. 22:20
Heill og sæll Sigmar.
Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins og ég styð hana. Hvort sem aðrir styðja mig í minni sannfæringu. Eins og þú veist sjálfur verður stefna flokks að höfða til þjóðarinnar. Ef menn gera það ekki eru menn ekki með.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.11.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.