Mikill þörf fyrir sjúkrahótel.

Miklar umræður hafa verið um byggingu hátæknisjúkrahús við Hringbraut. Þar á að ausa fé úr vösum  skattborgara þessa lands sem nemur miljörðum króna. Á sama tíma er ekki hægt að styðja við þá sem minna mega sín ég nefni Sjálfsbjörg sem fær ekki fé til reksturs og Aldraðir sem fá ekki gott húsaskjól eins og þeim ber. Og allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir kosningar ekki stóð á loforðum en lítið hefur farið fyrir þeim efndum. Margir hafa skrifað um þessi mál ég nefni Ólaf Örn Arnarsson læknir sem skrifar grein í mbl sunnudaginn 11 Nóvember 2007 undir fyrirsögninni Byggingar Landspítala þar gerir hann athugasemdir sínar. Það er fleiri sem taka undir orð Ólafs sem telur þetta bruðl.

Það þarf nefnilega ekkert að byggja nýja spítala eða hátækni rugl það er nóg til af því. Við eigum nefnilega of mikið af spítölum enn við verðum að nýta spítalanna betur. Vandinn er nefnilega sá að okkur vantar sjúkrahótel fyrir innlögn fyrir 3 - 7 daga sem væri staðsett við Borgaspítalann eins og við kölluðum hann hér áður fyrr. Þar er nægt rými fyrir byggingu sjúkrahótels það væri þannig hagað að þar væru lagðir inn sjúklingar sem væru á biðlistum eftir aðgerð sem dæmi mjaðma aðgerðum og hnjáliðsaðgerðum og ýmsum aðgerðum og þessum biðlistum væri eitt. Sumt af þessu fólki er búið að bíða lengi og dæmi er um að fólk hefur þurft að bíða sem mánuði skipti eftir að komast að. Þetta fólk koðnar niður og fer jafnvel ekki út sökum verkja. Fær síðan jafnvell aðra kvilla í framhaldinu. Þetta ástand er ekki fólki bjóðandi og illa farið með fé þjóðarinnar. 

Margar af þessum aðgerðum taka ekki lengri tíma enn frá 30 mínútum til 1 klst ef þetta væri gert myndi sparast hundraði miljóna króna ef ekki miljarðar fyrir þjóðina með því að eyða öllum biðlistum og um leið væri fólkið fljótar að jafna sig og komast fyrr í umferð það hlýtur að vera hagur allra. Eitt vil ég benda fólki á sem hefur beðið lengi eftir aðgerð það á rétt að krefja ríkið um þjónustu eftir 3 mánuði hvort sem aðgerðin er gerð hérlendis eða erlendis og  ríkið getur ekki komið sér undan að greiða fyrir læknishjálp. þetta er samkvæmt ESB reglum sem þið skuluð kynna ykkur vel. Fréttamenn sem lesa þetta hjólið í Heilbrigðisráðherra og spyrjið hann spjörunum út í þessum málum og af hverju þetta sé ekki lausn sem þjóðinni sé boðið uppá.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Varðandi hátæknisjúkrahús eins og þú talar um. Því til að svara orðið hátæknisjúkrahús er tískuorð eins og með útrás og því um slíkt. það er nóg komið af þessum orðum. tækninn er til staðar.

Það er bruðl að byggja nýtt sjúkrahús nóg er til af þeim. Eins og ég sagði í upphafsorðum mínum vantar okkur sjúkrahótel til að minnka biðlista.

Það er rétt hjá þér við gætum tekið á móti sjúklingum frá öðrum löndum það er ekki málið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.11.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband