13.11.2007 | 21:01
Eru auðjöfrar með tak á Samfylkingarmönnum.
Það voru blendnar hugsanir sem komu upp í huga mínum þegar Landsvirkjun og stjórnarformaður sem er haltur undir auðvaldið neitaði Alcan í Straumsvík um meiri orku til að geta bætt sína aðstöðu og annað sínum kaupendum sem bíða eftir hágæða framleiðslu frá Alcan. hefur í áratugi veit hundruð manna atvinnu við sitt fyrirtæki og borgað miljarða króna í greiðslur til ríkisins og bæjarfélags Hafnarfjarðar. Hver mann ekki eftir þegar Hafnarfjarðarbær var nær gjaldþrota og tekjur voru af skornum skammti. Þá kom fyrirtæki sem nú heitir Alcan og breyttu þessum málum á betri veg með því að veita hundruð manna atvinnu og tekjur til framfæris og hjólin fóru að snúast á ný til betri vegar fyrir íbúanna.
Sl vetur var boðaði bæjarstjóri Samfylkingar Lúðvík Geirsson til kosningar um stækkun álvers Alcan í Straumsvík eins og maðurinn sagði að beðni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur? Vegna yfirvofandi stöðu formanns Samfylkingar og taugatitrings á meðal manna. Bæjarstjórnar meirihluta þorði ekki að taka afstöðu í málinu. Heldur var þessari ábyrgð velt á íbúa Hafnarfjarðar sem voru á kjörskrá 16,648 íbúar. Mikill áróðu var í gangi menn gengu svo langt að láta skrá sitt heimilisfang í Hafnarfirði. Fólk úr stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu voru þarna daglegir gestir með áróður á hendur þessu ágæta fyrirtækis Alcan með öllum brögðum sem þeir gátu veit viðnám við þessari stækkun. Að lokum fóru kosningar fram meiri hluti kjósenda hafnaði stækkuninni með aðeins 88 atkvæða mun Sem sýndi að ekki var martækur munur á milli íbúa.
Í kjölfarið fóru eigendur Alcan að hugsa sinn gang um framtíð fyrirtækisins enda er það skiljanlegt að hálfu eigenda sem voru með loforð um aukið rafmagn frá Landsvirkjun í sínum samningi 20 næstu árin. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hafði miklar áhyggjur af niðurstöðu kosninga um álverið. Samt gat hann lofað Alcan lóð með uppfyllingu út í sjó. Síðan hafa verið hægfara farmfarir í þessum málum. Nema að Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur ætla að ganga á bak orða sinna eins og samningar kveða á um aukna orku. Það er eins og einn blogg vinur okkar Ágúst Dalkvist talaði um á sínum tíma " Að mínu mati er Samfylkingin rúinn öllu heiðri eftir þessa aðför að atvinnulífinu" Undir orð Ágúst Dalkvist tek ég..
Hvers vegna ræður Samfylking allri stefnumótun í þessum orkumálum er hún á spenanum hjá auðvaldinu sem ætlar að halla sér völd hér með ýmsum verkefnum sem standa yfir. Hvar eru Sjálfstæðismenn? eru þeir tíndir ? eða hvað eru þeir ég spyr. Það er mín skoðun að Samfylkingarfólk hefur vaðið á skýtugum skónum yfir okkur Sjálfstæðismenn ég get nefnt sem dæmi Evrópu málin sem viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson er með á vörunum dag eftir dag um inngöngu í Evrópubandalagið segir svo það er ekki í stjórnarsáttamálanum heldur eigi að skoða málið.
Ég vil benda ráðherranum á eitt lögmál lífsins ef hann telur þetta vera best fyrir okkar þjóð þá ber honum skilda til að koma með frumvarp að ganga í Evrópubandalagið og láta á það reyna hvort vilji sé til þess á hinu háa Alþingi. Geti hann það ekki verður hann að afsala sér ráðherra embættinu og fela það öðru sem getur gert betur og verða þar með óbreyttur þingmaður sem getur rifið kjaft.
Eftir stendur hvað munu stjórnendur Alcan gera í framhaldinu þegar þeir hafa verið sviknir? Ég spái að á næstu árum muni þeir draga starfsemi sína saman og hverfa burtu frá svikum og loforðum sem þeim var lofað. Það getur ekkert fyrirtæki starfað undir þessum formerkjum, því viðskiptamenn Alcan hafa haft traust á framleiðslu sem þar fer fram. Því miður er þetta sorgleg niðurstaða Alcan. Þá tala ég ekki um starfsmennina sem hafa haft lifibrauð að þessari starfsemi og þeim miljörðum sem munu hverfa á braut. Góðir Íslendingar munum að kjósa ekki Samfylkinguna þegar kosið verður næst.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt,málið of flókið fyrir mig,ég get ekki tjáð mig um þetta.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.