14.11.2007 | 14:46
Guðlaugur Þór næsti borgarstjóri Sjálfstæðismanna.
Ýmsar vangaveltur eru uppi á meðal Sjálfstæðismanna hver muni vera arftaki Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar Vilhjálmur lætur af störfum vegna aldurs. miklar umræður hafa skapast um þessa hluti eins og vera ber. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa haldið fundi í hverfafélögum og sumir borgarfulltrúar hafa tekið til máls á þeim fundum til að skýra afstöðu sína í borgarmálum og stöðu mála. Þessir fundir hafa verið góðir enn miklar umræður hafa skapast um hverjir munu leiða listann. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur oftast komið upp í þessari umræðu sem oddviti. Ennfremur hafa menn viljað breytingar á lista uppröðuninni það nafn sem fólk vill sjá er Marta Guðjónsdóttir formaður Varðar síðan hafa komið upp nafn Bolla Thoroddsen, Kjartans Magnússonar sem dæmi. Fólkið sem hér umræðir hefur haft góðan þokka og er mjög frambærilegt til að fylgja málum eftir.
Ennfremur hafa margir vinir verið með fundi úti í bæ um stöðu mála. Allavega er mikill titringur meðal ýmsa manna sem þola ekki þessa stöðu og finnast borgarstjórnarflokkurinn vera mátlaus í sínum skoðana skiptum hafa lítið fram að færa að undanförnu sem skiljanlegt er að svo sé. Enda hafa þeir borgastjórnar fulltrúar sem staðið hafa fyrir fundum í hverfa félögum stoppað stutt og horfið síðan burtu án þess að eftir þeim var tekið. Margir sjálfstæðismenn hafa tekið eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson sé með puttana á sumum félögum okkar þótt hann neiti þessu allfarið. Hann hefur verið spurður opinberlega hvort hann muni verða næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna enn hann svaraði ekki þessari spurningu fréttamannsins sem spurði hann spjörunum út.
Síðan hafa verið miklar vangaveltur um þessi mál og framhaldið. Ýmis nöfn hafa verið nefnd ég veit um einn sérstakleg sem þessi hópur mun berjast við að þurrka út ef skildi? að hann myndi voga sér að bjóða sig fram í próf kjöri fyrir Sjálfstæðismenn ég veit líka að þessi einstaklingur er mjög harður og mun beita sér á fullu gegn því óréttlætti sem sumir félagar mínir hafa gert að undan förnu. Þessir sömu aðilar hafa líkað viljað hafa þetta í hendi sér og vilja uppröðun á listann án þess að Sjálfstæðismenn fái um það ráðið. Fari svo að ekki verði prófkjör mun Sjálfstæðiflokkurinn verða fyrir miklum skaða ef réttur þeirra Sjálfstæðismanna sem hafa kosningarrétt verður skertur með valboði. Fárra minnihlutahópa sem þykkjast ráða öllum hverir eru hvar eða ekki.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Athugasemdir
Veistu nokkuð nema að þeir sem nefna nafn Guðlaugs Þórs í þessu samhengi, séu aðrir en þeir sem vilja hann pólitískt feigan? Kanntu að rekja þessa hugmynd?
Gústaf Níelsson, 14.11.2007 kl. 23:07
Heill og sæll Gústaf Níelsson.
Gaman er að sjá öfluga menn sem gera athugasemdir hjá mér. það er af hinu góða.
Varðandi ummæli um næsta tilvonandi borgarstjórnar efni Sjálfstæðismanna. Þú talar um að þetta sé menn sem vilja hann pólitískan feigan.
Ekki er ég sammál þér Guðlaugur Þór hefur staðið sig mjög vel í borgarmálum fyrir Sjálfstæðismenn ekki veit ég annað. Þess vegna held ég að þessi umræða sé af hinu góða sem hefur verið á milli manna hvor sem mönnum líkar það eða ekki. Enn þetta eru staðreyndir.
Hitt er svo annað mál það er ekki alltaf sem menn vilja menn pólitískt feigan þótt menn séu ekki sammála um skoðanir manna.
Guðlaugur Þór er okkar reyndasti borgarfulltrúi sem Sjálfstæðismenn eiga ásamt Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni þessi 2 menn hafa starfað lengi saman þess vegna er ekkert óeðlilegt að Guðlaugur Þór takið við af Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni þegar hann verður kominn á aldur. Enda er það lögmál lífsins að yngri menn taka við af hinum sem eru eldri.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 15.11.2007 kl. 11:44
Heldur þú að Guðlaugur vilji gefa ráðherrastól eftir til að verða borgarstjóri,ég efast um það.
Mér líst ágætlega á Mörtu og sérstaklega á Kjartan Magnússon,Bolli er of ungur og hefur ekki mikla reynslu af stjórnmálum.
María Anna P Kristjánsdóttir, 16.11.2007 kl. 22:10
Sæll aftur Jóhann,við megum ekki gleyma Guðfinnu og Ástu Möller þær væru fínar sem borgastjóraefni,hvað finnst þér.?
María Anna P Kristjánsdóttir, 16.11.2007 kl. 22:12
Heill og sæl María.
Ég tek undir með þér með Kjartan Magnússon er sannkallaður heiðursmaður er mjög öflugur í sínum verkum þótt hann sé ekki alltaf í fjölmiðlum að tilkynna hvað hann sé að gera.
Það er rétt hjá þér að Bolli sé of ungur til að verða borgarstjóri. Enn ég tel hann vera mjög öflugan og fylginn sér mun verða í farabroddi þegar hugsað er fram í tímann.
María. Marta er mög öflug kona sem konur og flokksmenn verða að standa með henni í næsta prófkjöri flokksins til að tryggja henni öruggt sæti á listanum. Hún hefur viðtaka reynslu í málefnum borgarinnar traustur fulltrúi kvenna.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2007 kl. 13:08
Sæl aftur María fyrirgefðu ég gleymdi að svara þér hvort Guðlaugur myndi gefa eftir sitt ráðherra sæti.
Því til að svara Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er ekkert að hætta sem oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hann hefur frekar sótt í sér veðrið eftir að hans félagar unnu gegn honum. Ég bendi á lítið dæmi sem var í fréttum í gær. Þar kom fram að nýi meiri hlutinn í Reykjavík sem nýlega tók til starfa byrjaði að stórhækka álögur á okkur íbúa sem búa í Reykjavík í formi fasteignaskatt. Það var nefnilega gamli góði Villi sem barði í borðið og sagði nei. Við viljum lækka álögur á borgarbúa eins og hann var að vinna að sem borgarstjóri. Enn því miður tókst honum ekki að vinna ætlunar verk sitt. Áður enn hann lét af störfum.
Þetta eru framtíðar hugmyndir sem ég varpa hér fram varandi Guðlaug Þór Þórðarson sem gjör þekkir borgarkerfið.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2007 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.