Sjóminjasafnið fékk óvæntan glaðning.

Á 90 ára afmælisdegi Faxaflóahafna þann 16 nóvember 2007 þegar stjórnarformaður Faxaflóahafna Björn Ingi Hrafnsson og hafnarstjóri Gísli Gíslason færðu Sjóminjasafninu í Reykjavík óvæntan glaðning. Gjöfin sem þeir afhentu er húseignina að grandavegi 8 í Reykjavík sem Sjómannasafnið hefur aðsetur í. Húsið verður allt klætt að utan og framkvæmdum mun ljúka árið 2008. Þessi stórkostlega gjöf frá Faxaflóahöfnum munu tryggja safninu aðstöðu og framtíðar sýn í varðveislu sjóminja og þegar aðstaða verður tilbúinn fyrir gamla varskipið Óðinn sem bíður þess að honum verði lagt fyrir utan Sjóminjasafnið til vörslu um ókominn ár.

Enn fremur lagði Margrétt Sverrisdóttir fram tillögu í borgarstjórn að Sjóminjasafninu í Reykjavík yrðu tryggðar 7 miljónir króna til rekstur þess.Var tilaga Margrétar samþykkt í borgarstjórn. Varðandi þessa upphæð þá tel ég hana mjög litla ef eigi að reka safn með góðum árangri. Ég hef farið víða um heim og skoðað sjóminjasöfn ég nefni dæmi um safn þar eru gömul skip gamlir síðutogarar sem eru á floti og gufuskip sem er innréttað sem veitingarhús og fólk getur fengið sér sæti og rifjað upp eldri tíma hvernig þetta var. Þetta umrædda safn er í Englandi Þjóðverjar eiga sinn flota af skipum sem þeir varveita farskip, dráttarbáta, gufuskip, og margar tegundir skipa og sjóminja. Fólk sem á leið til Hamborgar getur séð þetta.

Þess vegna þarf fé til að geta rekið sjóminjasafn með reisn. Það er búið að vera draumur hjá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni að stofnað verði Sjóminjasafn enda komin af sjómönnum. Sigrún Magnúsdóttir hefur stjórnað og hefur veit sjóminja safninu forstöðu síðan það var stofnað. Sigrún Magnúsdóttir hefur staðið sig með prýði þau ár sem hún hefur veitt safninu forstöðu. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og Sigrún Magnúsdóttir eiga þakkir fyrir gott starf fyrir varveislu sjóminja í þágu allra borgarbúa það orð verður ekki tekið frá þeim. Þess vegna vantar meira fé til að geta rekið Sjóminjasafnið í Reykjavík með fyrirmynd að leiðarljósi eins og gerist í okkar nágranna löndum.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Þrymur.

Ég tek undir með þér að þessi gjöf er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi sjóminjasafnsins að safnið geti staðið á eigin fótum. Þess vegna er þessi gjöf mjög rausnarleg að hálfu Faxaflóahafna eins og þú bendir á.

Ennfremur verður að tryggja þessu safni fjármagn til að starfað. Enn þetta er byrjun á góðu verki sem þegar er hafið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband