Munum fæla æðstu embættismenn borgarinnar úr starfi.

Enn og aftur eru ummæli stjórnmálamanna til umfjöllunar og umræðu vegna fyrirheita sem þeir gera til að afla sér vinsælda. Enn reynsla mín er ekki sú að hægt sé að treysta þeim sem vilja standa fyrir sínu eins og fyrirsögnin segir. Þessi orð voru sögð fyrir 21 ári síðan árið 1986 á kosningarfundi DV í Háskólabíói.

Mér er alveg sama hvert við sendum þá í öskuna eða látum þá sópa götur eða við rekum þá". Hann hafði verið spurður hvernig hans flokkur Alþýðubandalagið hygðist stjórna borginni.: Við ætlum að byrja á því að koma okkur saman um stefnuskrá með samstarfsflokkunum" svaraði Össur.

Síðan ætlum við að koma okkur saman um sameiginlegan borgarstjóra sem verður úr hópi borgarfulltrúa. Og svo ætlum við að byrja á því. Sem við gerðum ekki illu heilli síðast þegar við náðum borgarstjórnarmeirihluta, og það er að fæla alla æðstu embættismenn borgarkerfisins úr starfi. Þeir unnu skemmdarverká kjörtímabili vinstri meirihlutans og burt skulu þeir" sagði Össur.

Þetta eru hugleiðingar hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að vinna. Enn minnir mig samt á hvernig núverandi borgarstjórnarmeirihluti var stofnaður á ekki neinu samkomulagi. Heldur byggist samkomulagið á vasabókhaldi sem mun ekki ganga upp til lengdar. Enda hefur Orkuveitu málið klúðrast í höndum þeirra sem voru með stóru orðinn á hendur okkar góða fyrrverandi borgarstjóra Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni það vantaði ekki gífurmæli á hendur honum. Nú vilja menn sátt í málinu. Þetta er ekki boðlegt framkoma þegar borgarfulltrúar villa fyrir borgarbúum um stöðu mála.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband