Hvernig geta launþegar treyst Alþýðusambandi Íslands.

Það var Alþýðusamband Íslands með Gylfa Arnbjörnsson í fararbroddi sem kom í veg fyrir að alþjóðleg skipaskrá yrði til með þeim hætti að íslenskir kjarasamingar og samningar alþjóðaflutningaverkamanna sambandsins sem eru lámarkskjör manna tækju gildi á íslandi. Það er með ólíkindum að Gylfi skildi skipa sér af þessum málum og barðist með óbilgirni gegn lögunum að þau yrðu samþykkt. Enda fór þetta svo að lagarammi um kaup og kjör var feldur út úr lögunum. Og löginn eru þar af leiðandi gagnlaus ( ónýtt). fyrir íslenska fiskimenn og farmenn og þar af leiðandi hafa útgerða menn skráningu skipa undir þrælafánum í hendi sér.

Ný lög um skráningu farskipa hér á landi var samþykkt í vor rétt fyrir þinglok. með breytingum þar voru launamál ekki inn í myndinni vegna andstöðu Gylfa Arnbjörnssonar við löginn. Með því að hafa laun alþjóðaverkamanna sambands inn í lögunum það var tilgangur lagana til að koma í veg fyrir það að mismuna ekki fólki að erlendum upprunna og ná utan um skráninguna. Vegna undirboða fólks frá þriðja heiminum þá er átt við þrælalaun og ótakmarkaðan vinnutíma sem atvinnurekendur farskipa nýta sér um 1 USA dollar á tíman.

Meiningin á bak við þetta var að skattaívilnanir væru eins og gerðist erlendis og opið kerfi fyrir íslenskar og erlendar kaupskipaútgerðir að skrá skip sín hér á landi með þeim skilmálum eins og lögin kveða um enda var búist við að 160 skipakomur kæmu til Grundartanga og 160 skipakomur kæmu til Reyðarfjarðar. þá hefði verið meiri tekjur af þessum hlutum fyrir utan að skráningin hefði komið öll til Íslands.

Það sem vekur mig til umhugsunar hvers vegna létu kjörnir Alþingismenn snúa sig niður fyrir manni frá Alþýðusambandi Íslands í þessu máli.? Er það  Alþýðusamband sem ræður yfir Alþingi og Alþingismönnum ég spyr?. Það verður að segjast ég er ekki sáttur við þessi vinnubrögð Alþýðusambands Íslands. Sjómannafélag Íslands sagði sig úr Alþýðusambandi Íslands fyrir stuttu er ekki lengur þáttakandi í þeim aula samtökum sem ekki hafa gert neitt fyrir samtök launafólks nema að hafa af launafólki tekjur sem hlutfall af skráðum félögum. Frekar hafa samtökin dregið þau niður verkalýðsfélöginn um kaup og kjör og vert að skoða hvort ekki sé tími að skipta þeim út. Það er mín skoðun á þessu máli. Eitt vil ég benda Gylfa Arnbjörnssyni á þú skalt minnast þess það verður ekki tekið mark á þér lengur. Fólk sem býr við smánarlaun og kröpp kjör þarf ekkert á manni eins og þér að halda.

Jóhann Páll Símonarson.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Jóhann Páll !

Er þetta satt ? Er Gylfi Arnbjörnsson sá ódrengur farmanna; og annars vinnandi fólks, að vera þeim byrði, en ekki til framdráttar ?

Mbk., úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar Helgi Helgason.

Þetta er rétt ég er ekki vanur að venja mig á rógburð á hendur mönnum. Það mjög alvarlegt mál þegar Gylfi Arnbjörnsson vinnur gegn launþegum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.11.2007 kl. 00:05

3 identicon

Heill og  sæll, að nýju Jóhann Páll !

Helvítis ódráttur er Gylfi. Dæmigerður Samfylkingarmaður; þar á ferð. Full ástæða til, að ég skrifi um ódáminn, og ASÍ blending Samfylkingarinnar, á minni síðu, þá hafi ég tóm til.

Fjandinn hafi það, Jóhann Páll !

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Í mínum augum er Gylfi Arnbjörnsson auli. Enda er það ekki að ástæðu lausu þegar fulltrúar verkalýðssambanda vinna gegn sínum fyrverandi félögum. Þetta er ekki hægt að verja. Mér hefur aldrei litist á þennan mann og skil ekki hvernig framan potari kemst þarna inn.

Mér er sama hvar menn eru í pólitík og hvaða skoðanir þeir hafa á þeim. Aðalatriðið er að vinna að málefnum verkafólks með bættum kjörum launafólks það er skoðun mín.

Hitt er svo annað mál erlend vinnuafl flæðir inn í landið án þess að ASÍ sé að varveita íslenska launþega. Nú er þessi stóra spurning eru þessir forkólfar Alþýðusambands Íslands barns síns tíma. Þarf ekki að stokka þetta kerfi upp.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.11.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef lítið getað fylgst með en mér sýnist að það þurfi að taka til hendinni.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2007 kl. 16:17

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Ég tek undir með þér þetta ástand er mjög alvarlegt og þörf umræða.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.11.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband