Ætla Íslendingar að vera öðrum þjóðum háðir með kaupskipaflota ?

Varla hefur það farið fram hjá nokkrum manni sem á annað borð hefur fylgst með þróun íslenskrar kaupskipaútgerðar hve erlendum leiguskipum hefur  fjölgað í þjónustu þeirra. Erlendu leiguskipin eru flest mönnuð sjómönnum. Fyrir 20 árum síðan var notað orðið Navigare necesse það er nauðsynlegt að sigla. Þessi orð var sett framan á kápu aðalfundargagna Eimskips á þeim tímum. Hún kemur upp í huga mér nú þegar íslensk farmanna stétt stendur frammi fyrir alvarlegustu aðför sem nokkurri stétt hefur verið frá upphafi íslenskrar verkalýðhreyfingar. Það er kaldhæðni örlagana að á tímum fækkandi íslenskrar kaupskipa og farmanna. Skuli kaupskipaútgerðir notast við sultarlýð frá fjörrum heimshornum til að sigla á leiguskipum sem hingað koma á vegum íslenskra kaupskipaútgerða. Eingöngu til að útríma íslenskum farmönnum. Nevigare necesse est, vivere non est necesse, Það er nauðsyn að sigla en engin nauðsyn að lifa! jú hvort tveggja er nú nauðsynlegt fyrir íslenska þjóð. Þótt tímar hafi breyst og Ísland sé orðið hluti af heimsviðskiptum.

Ekki eru mörg ár í tímatalinu síðan þjóðernisvakning var fyrir stofnun Eimskips 1914. það vantaði ekki þjóðin fann þá hvar hún var stödd án kaupskipaflota sem í seinni heimstyrjöldinni. Nokkuð djúpt er kafað í rökin enn sagan hefur endurtekið sig og eflaust hafa stofnendur Eimskips minnst forfeðranna og lífsbaráttu þeirra og síðan glötunar sjálfstæðisins þar sem íslendingar áttu engin kaupskip. Það er með öllu óútskýrt hvers vegna ekki er hægt að reka jafn dýr og fullkomin skip og þau sem Eimskip og Samskip eiga með áhöfnum sem eru svo þurfta frekar að þær þurfi meira en kjaftfylli af hrísgrjónum fyrir vinnuframlag sitt.

Samt eru til nægir peningar til að fjárfesta út og suður hjá skipafélögunum í öllum fjandanum öðrum enn skipum og vel hæfum starfskrafti. Svo eru menn að röfla um að framtak, dugnaður þjóðarinnar sé mesta auðlindin og menntun besta fjárfestingin. Hver man ekki þessi orð. Nú eru þeir hinu sömu að undirbúa að hvorki skipin né skipshafnirnar hlýti íslenskum lögum heldur þeim færeysku því lögin eru svo góð þar fyrir Íslenskar útgerðir. Undir því yfirskini að samkeppni sé að harna og sömu aðilar þykjast vera málsvarar frjálsrar samkeppni.

Þeir eru burðugir þessir eða hitt og heldur ef þeir ætla að taka þátt í trylltri samkeppni innan Evrópusambandsins um markaði og þjónustu, en hafa svo ekki efni á því að hafa evrópskar áhafnir á skipum sínum. Enn í stað þess segjast þeir ekki fá Íslenska farmenn til starfa þetta eru rök kaupskipaútgerða sem halda ekki. Ef kaupskipaútgerðir vilja algert frjálsræði á siglingum þá yrði að gera alla vöruafgreiðslu óháðri Íslenskri kaupskipaútgerð. Með því kæmi sérstakir aðilar óháðir skipafélögunum sem mundur sjá um alla afgreiðslu skipa eins og þekkist víða erlendis. Með því gætu allar heimsins útgerðir farið að sigla til Íslands og lækkað flutningskostnað í leiðinn

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband