22.11.2007 | 15:03
Íbúum í Reykjavík stefnt í hættu.
Nú er svo komið að íbúar í Reykjavík þora ekki lengur að ganga um götur í Reykjavík vegna ótta að verða fyrir barðinu á glæpagengjum sem virðist hafa tekið völdin. Nýlegt dæmi þegar konu var nauðgað á hrottafengin hátt dregin á afturlöppunum inn í húsa sund og nauðgað engin var á ferð þar ?. Ekki einn einasti gat veit henni hjálp?. þetta ástand virðist færast í aukana. Enda er svo komið að ekki nokkur maður þorir niður í bæ að næturlagi við ótta að vera barin eða nauðgað af glæpa mönnum , sem bera enga virðingu fyrir íbúum eða öðrum.
Hvað er til ráða ég tel að það eigi að fækka skrifborðum hjá sem þeim sem ráða og senda lögreglumenn á götur borgarinnar til eftirlits. Taka mætti upp hundasveit ( sheffer hunda ) sem væru til taks í eftirlitinu til þess að verja lögreglumenn í sínum störfum gagnvart ofbeltismönnum. Einnig þarf að vera til staðar sérhólfaðir stórir bílar fyrir óeirðaseggi. Þar væru þeir látnir dúsa þar til yfir líkur í stað þess að vera keyra einn og einn í einu. Þetta þekkist víða erlendis ég nefni Þýskaland, Bretland, Frakkland sem dæmi.
Lögreglan verður að vera sýnilegri alla daga vikunnar. Ekki bara um helgar þegar fjölmiðlar eru þar á ferð til að mynda lýðinn sem er að skemmta sér. Sumir hverjir eru hrópandi, hendandi plastílátum og allskonar drasli á götur borgarinnar. Þetta er sóðaskapur af verstu gerð sem þessir villimenn gera og komast upp með. Ég var vitni að því í sumar að kvöldlagi þegar ég og konan mín keyrðu niður Laugaveg í miðri viku mættum við stórum hópum af útlendingar gangandi með myndavélar sem voru að kynna sér hvernig þetta væri hjá okkur. Því miður sá ég ekki einn einasta gangandi lögreglumann á gangi. Sumir voru skelkaðir þegar nokkrir einstaklingar hrópuðu og hentu pitsu leyfum þar sem þeir stóðu. Ég verð að viðurkenna mér var ekki sama þegar ég keyri niður Laugaveg í miðri viku þegar ölvaðir einstaklingar gengu þvers og kruss hrópandi og kallandi innan um erlenda ferðamenn. Ég átti eins von að fá eina flösku í bílinn.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Man einhver eftir því þegar Castro á Kúbu opnaði fangelsin og hleypti öllum hættulegustu glæpamönnunum út? Glæponarnir fengu landvist á Florida... Bandarísk yfirvöld höfðu haldið uppi ádeilu á stjórn Castros að hann leifði ekki Kúbverjum að flytja til Bandaríkjanna. Glæpagengið nýtti sér frelsið til að fremja fleiri glæpi, þá í nýjum heimakynnum.
Er eitthvað sem mælir á móti því að við gerum kröfur að innflytjendur sýni í það minnsta læknisvottorð og hreint sakavottorð?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 16:28
Heil og sæl Guðrún.
Mér finnst þessi glæpaþróun sem nú á sér stað vera ógnvekjandi fyrir Íslenska þjóð eins og hún hefur verið að undan förnu. Varðandi það sem þú talar um að fá læknisvottorð og hreint sakavotorð. Ég tek undir það það á að vera skilda að svo sé.
Flott hjá þér að minnast á þessa hluti ekki veitir af að fólk fari að athuga þessi alvarlegu glæpamál framtíðarinnar sem blasa við okkur. eins og staðan er í dag.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 22.11.2007 kl. 18:04
Í ársbyrjun 1969 átti ég von á frumburði mínum sem ég fæddi á fæðingardeild Landsspítalans þann 29. júní 1969. Þetta er ekki það sem ég vil koma á framfæri það sem ég vil fjalla um er hvernig við....Fólkið í landinu... Konurnar... höfum tapað þeirri sjálfsögðu öryggiskennd að geta gengið um"Laugaveginn", sama hvað klukkan er...
Á meðgöngunni heimsótti ég mína bestu vinkonu sem bjó á Laugalæknum. Á þriðjudögum eftir vinnu þar sem eiginmaður minn sótti þá Kivanisfundi en ég bjó í næsta nágrenni við vinkonuna á Langholtsveginum.
Upp úr miðnætti gekk ég heim á Langholtsveginn... Aldrei varð ég áreitt eða neitt sem gat valdið ótta um að öryggi mitt gæti verið í hættu bankaði uppá. Ef ég lít í gamla geymslubankann og horfi frá honum til nútímans þá er án alls efa skollið á hérna ógnaröld innfluttra glæpamanna sem svífast einskis og stjórnvöld láta sér fátt um finnast!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 18:30
Heil og sæl Guðrún Magnea Helgadóttir.
Þessi orð þín eru rétt og nákvæmlega eins og ég hugsa dæmið. Það ríkir orðið hér ógnaröld gagnvart þeim sem minna mega sín. það er ráðist orðið á konur í hverri viku og henni nauðgað án þess að nokkur gerir sér grein hvaða afleiðingar þetta hefur för með sér.
Það er mín skoðun að það á að taka hart á þessum málum. Verði útlendingur uppvís að þessum hrottaskap þá á að vísa honum strax úr landi án refjar. Og meina honum aðgang að landinu fyrir líftíð.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 23.11.2007 kl. 01:52
Það er sorglegt að vita til þess að ekki sé hægt lengur að ganga u götur bæjarins að kvöld og næturlagi án þess að eiga það á hættu að verða fyrir árás.Sorglegt.
María Anna P Kristjánsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:20
Heil og sæl María.
Ég tek undir með þér María. Er það ekki tími til þess að borgarfulltrúar okkar fari nú og sýni sitt rétta andlit í þessum málum og taki með festu á þessum málum. Ég sat nefnilega fund um þessi mál þegar okkar góði borgarstjóri var við völd hann Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson stuttu síðar sprakk þessi meirihluti síðan hefur ekkert gerst í þessum málum. Enn og aftur þörf umræða.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 25.11.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.