Ríkir ekki málfrelsi í fjölmiðlum.?

Ég varð mikið hissa þegar ég frétti nýlega að ekki væti hægt að koma ályktunum á framfæri við fjölmiðla þessa lands. Þegar ég fór að hugsa aftur í tíman þá minnti þetta á svipaða stöðu þegar ég var að sigla til Rússlands og austur Þýskalands þar voru allar fréttir voru ritskoðaðar áður enn þær fóru í loftið. Aðeins fréttir sem voru hliðhollar stjórnvöldum fóru í loftið aðrar ekki. Ég hélt að þessu  kúgunartímabilinu væri lokið. Getur það verið að svipaðar reglur gilda á Íslandi hjá fjölmiðlum þegar verkalýðfélög ætla að koma á framfæri ályktunum til þjóðarinnar þá er það ekki hægt. Hvers vegna veit ég ekki? enn þrátt fyrir það þá minnir þetta illilega á sömu stöðu og fólkið býr við í Rússlandi.

Þetta er ályktun sem fékkst ekki birt þrátt fyrir að Sjómannafélag Íslands hafi óskað eftir skýringum.

Ályktun Sjómannafélags Íslands

Á stjórnarfundi Sjómannafélags Íslands sem haldin var þann 6 júlí síðastliðin var samþykkt eftirfarandi ályktun og hún send til alla ljósvakamiðla landsins. Tekið skal fram að þeir hafa ekki séð fært að birta þessa ályktun.

Sjómannafélag Íslands harmar niðurstöðu sjávarútvegsráðherra með því að fara að einu og öllu eftir ráðgjöf hafrannsóknarstofnunar. Í áratugi höfum við búið við sóknarstýringu á Íslandsmiðum með það markmið að leiðarljósi að byggja upp fiskistofnana. Miðað við niðurstöður Hafrannsóknarstofnunarinnar hefur uppbygging fiskistofna mistekist.

Aðferðir stofnunarinnar eru í það minnsta mjög umdeildar, telur Sjómannafélag Íslands að oft djúpt í árina sé tekið með þeim afleiðingum að aðkoma sjómanna, útgerð og fiskvinnslu sé stefnt í voða. Þetta bætist við getuleysi ráðamanna til að hafa stjórn á hávaxtá og hágengisstefnu sem rýrt hefur aðkomu sjómanna. Fari stjórnvöld út í sérstakar stuðningsaðgerðir við þá sem missa þorskveiðiheimildir verði tekið fullt tillit til launaskerðingar sjómanna.

Sjómannafélag Íslands fer fram á að stjórnvöld komist til botns í sögusögnum um kvótasvindl og brottkast og komi í veg fyrir þennan verknað ef satt reynist. Jafnframt verði veiðiskilda skipa aukin stórlega.

Sjómannafélag Íslands hvetur til áframhaldandi og aukinna hvalveiða, enda eru hvalastofnar í hámarki samkvæmt upplýsingum Hafró. Ef marka má upplýsingar um stofnstærð hvala er stutt í að hvalirnir kyngi restinni af kvótanum. 

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jóhann! Útvarp Saga 99,4 er ekki ritskoðaður fjölmiðill...Sama hvað þú vilt tala um þá geturðu hringt inn á Sögu í innhringjendatímum stöðvarinnar á morgnana og tjáð þig....Síminn er-588-1994

Arnþrúður Karlsdóttir stýrir eigin útvarpsstöð með miklum ágætum...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.11.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Guðrún.

Þessi ályktun var send til fjölmiðla hvort hún hefur borist útvarpi Sögu veit ég ekki.

Varðandi að hringja inn á útvarp Sögu þá er líka hægt að hringja inn á Bylgjuna. Málið er þetta ályktun sem lesin er upp af fréttamönnum á viðkomandi stöðvum og einnig um birtingar í blöðum. Þrátt fyrir allt var þessi ályktun ekki birt eða komið til skila með eðlilegum hætti.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.11.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þú getur hringt inn á Útvarp sögu og sagt frá þessari ályktun og að hún hafi ekki verið birt í fjölmiðlum...Og rætt um það... En, Bylgjan spyr hlustendur ákveðinna spurninga sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um...ekkert annað....Þegar þáttarstjórnandi vill ekki heyra meira þá lokar hann á viðkomandi innhringjenda.

Ef til vill heyri ég í þér á Sögu á morgun milli klukkan 11 og 12, þá verður Arnþrúður sjálf við símann. 588-1994

Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Guðrún.

Ég endurtek það við þig þú getur haft samband við bylgjuna með því að hringja til þeirra eða að senda þeim mail með skriflegu efni ég veit til þess að það hefur verið gert. Eins hef ég hringt og auglýst á útvarpi Sögu og fengið þar góða umfjöllun um mig og mjög ódýrar auglýsingar.

Varðandi þessa ályktun sem ég bloggaði um með því var ég að sýna framá hvernig þessu er háttað. Því miður er ég í vinnu og hef ekki tíma að bíða eftir að komast að í símatíma á Útvarpi Sögu. Aftur á móti get ég sent útvarpstjóranum á Útvarpi Sögu þessar athugasemdir og skrif mín. Þar getur Arnþrúður Karlsdóttir svarað því sjálf hvort hún hafi fengið ályktunina senda frá Sjómannafélagi Íslands.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.11.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband