25.11.2007 | 22:48
Lífsgæði Baráttumál Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara.
Þetta var framan á kápu á kosningarloforðum til landsmanna fyrir síðustu kosningar. Tökum loforða listann sem þau lofuðu í Reykjavík norður. Við munum leysa hjúkrunarvandan. Mikilvægasta verkefnið næstu ríkistjórnar verður að leysa hjúkrunarvandann þannig að allir hjúkrunarsjúklingar sem þess þurfa geti fengið inni á hjúkrunarheimili. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að byggt verði allt að 400 ný hjúkrunarheimili á næstu tveimur árum. Samfylkingin leggur líka áherslu á að auka heimahjúkrun og tryggja næg framboð sérbýla á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Hvar eru þessi loforð ekkert bólar á þeim?!
Reykjavík suður.
Við munum nýta allan Framkvæmdarsjóð aldraða í uppbyggingu.
Samfylkingin vill að Framkvæmdasjóður aldraða renni að fullu til uppbyggingar í þágu aldraða, en ekki aðeins að hluta eins og nú er. Framkvæmdarsjóður aldraða er fjármagnaður með sérstöku skatti sem lagður er á almenning og var til hans stofnað í þeim tilgangi að standa fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila. Það er skammarlegt hvernig ríkistjórnin hefur misnotað sjóðinn með því að veita fé úr honum í ýmis önnur óskýld verkefni. Hvar eru þessi loforð ekkert bólar á þeim ?!
Við viljum að eldri borgarar fái lífeyri sem dugar til framfærslu
Í tíð núverandi ríkistjórnar hefur ójöfnuður aukist verulega í samfélaginu og eldri borgarar hafa ekki farið varhluta af þeirri óheilaþróun. Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu. Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar.
Samfylkingin ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði lífeyrisþega eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum og mun koma þeim best sem hafa lægstan lífeyrir. Skildi þetta hafa verið í stjórnarsáttmálanum á milli flokkana þegar þeir sömdu á þingvöllum?!
Þrátt fyrir fögur loforð og efndir hef ég ekki séð neina tillögu eða frumvarp sem snýr að þessum málum. Það er með ólíkindum að ekki neinn einasti þingmaður skuli taka þessi mál upp. Þetta eru brýn verkefni að laga og á að vera búið að laga fyrir löngu. Sjáum hvað setur í þessum málum og hvað verður gert þegar Samfylkingarfólk verður spurt spjörunum út í kosningarloforðinn og efndir.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.