Meirihluti borgarstjórnar hangir á bláþræði.

Það er mjög undarlegt til þess að vita að samstarf 4 flokka sem er í meirihluta hangir nú á bláþræði og þarf ekki mikið til þess að hann falli. Vegna taugatitrings og vankunnáttu í því að stjórna, það hljóta allir að vita þetta samstarf mun ekki ganga upp. Fjórar mismunandi skoðanir eru í gangi og sumar skoðanir ganga þvert á aðra. Þetta lýsir sér best með því að ekki er búið að gera málefna samning á milli flokkanna sem sýnir það á svart á hvítu það er mjög stutt í þessa hluti. Endurkoma Ólafs Magnússonar á eftir að vera þessum flokkum umhugsunarefni Ólafur mun ekki sætta sig við margt sem hefur verið sagt svo það sé á hreinu. Ólafur lætur ekki jafna sig við jörðu með því þegja þvert á móti mun hann berjast með kjafti og klóm fyrir sínu lífi. Annars er hann búin að vera.

Það vantaði ekki stóru orðin og upphrópunar merkin að borgarsjóður væri rekin með halla og allt væri ómögulegt í stjórnun Reykjavíkurborgar. Sama hvert er litið sögðu stjórnar andstaðan í Reykjavík með allskonar yfirlýsingum. Enn þegar fjárlög voru lögð fram var staða Reykjavíkurborgar allt önnur enn haldið var fram gríðarlega sterk staða Reykjavíkurborgar kom Degi B Eggertssyni á óvart honum grunaði ekki að borgin væri rekinn með hagnaði. Þetta er gríðlegur viðsnúningur frá því að Sjálfstæðismenn tóku við völdunum af  R listanum í Reykjavík.

 það vantaði ekki þegar Dagur B Eggertsson þurfti að koma sínu á framfæri þá voru Sjálfstæðismenn óverjandi og óalandi. Ég veit ekki betur enn að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri hafi stjórnað Reykjavíkurborg með árvekni og faglegri stjórnun á öllum sviðum það var tekið eftir því. Enda var hann gríðlega vinsæll á meðal borgarbúa sem hafði ekki undan að taka á móti fólki sem hafði þörf að koma sínum málefnum á framfæri  hafi stjórnað Reykjavíkurborg mjög vel á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völd.

Þeir flokkar sem nú standa að meiri hluta í Reykjavíkurborg eru Samfylking, Framsóknarflokkur, Vinstri grænir, og frjálslyndiflokkurinn sem nú heldur þessu samstarfi á floti eins og er ?. þessir flokkar samþykktu nýlega að auka álögur á íbúa Reykjavíkur í formi fasteignaskatta. Enda gagnrýndi Vilhjálmur þ Vilhjálmsson þær tilögugur harkalega og taldi þetta aðför að íbúum Reykjavíkur á sama tíma vildu borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna í Reykjavík lækka stórlega álögur á íbúa í Reykjavík. Enn nýi meirihlutinn vil nú hækka álögur þarna er um greina munur að ræða á milli flokka Þetta mun koma í ljós í vor þegar álagningarseðlar berast íbúum í Reykjavík. Þá er ég hræddur um að þeir sem greiða fasteignagjöld og annað munu sjá þetta betur.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það kæmi mér ekkert á óvart þó kominn sé ágreiningur um ýmis málefni hjá meirihlutanum,og eins og þú segir,Ólafur mun ekki þegja,hann hefur aldrei gert það,hann segir sína skoðun.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.11.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Það þarf ekki að fara lengra þegar borgarstjóri Dagur B Eggertsson var spurður út í málefnasamninginn í viðtali sem haft var við hann. Mér fannst borgastjóri ekki koma vel út í því viðtali. Hinsvegar er rétt hjá þér Ólafur mun ekki þegja. Það má líka vera að þessi meiri hluti átti sig ekki á stöðu mála.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.11.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband