Erfiðleikar að lensa úr m/s Axel.

Það leit ekki vel út þegar flutningaskipið Axel steytti á skeri úti fyrir Hornafjörð. þegar skipið sigldi á skerið þá drapst á aðalvél skipsins nema ljósavél við höggið. við það að aðalvél skipsins stöðvaðist rak skipið nær landi og var aðeins um hálfa sjómílu frá landi þegar tókst með ótrúlegum hætti að koma taugum í skipið og draga það frá landi. Sem betur fór heppnaðist að draga skipið burtu enda var skipið þung lestað þegar þetta óhapp skeði. Þegar átti að reyna að koma aðalvél skipsins í gang þá neitaði yfirvélstjóri skipsins að fara eftir fyrirmælum skipstjóra skipsins sem er mjög sérstakt mál ég held að þetta sé eitt af þeim málum sem enginn vill taka þátt í. Skipstjóri er sá maður sem ber ábyrgð á skipi og öllum áhafnar meðlimum. Þess vegna ber öllum að fara að fyrirmælum hans meðan viðkomandi er skráður í skipsrúm.

Við það að yfirvélstjóri neitaði að fara að fyrirmælum skapaðist ófremdarástand um borð. Sem endaði með því að skipstjóri varð að óska aðstoð Landhelgisgæsluna um að handtaka vélstjórann sem ekki fór eftir fyrirmælum skipstjórans. Sem er einsdæmi í sögu siglinga. þess skal getið að nýlega voru samþykkt lög frá Alþingi sem heimila Landhelgisgæslu að grípa til aðgerða þegar hættuástand skapast eins og í þessu tilfelli. Landhelgisgæslan er búinn að fá sig fullsaddan af svona málum ég nefni dæmi Vikatind sem fór ekki að fyrirmælum og ábendingum frá Lanhelgisgæslu sem endaði að skipið rak upp í fjöru og sem betur fer bjargaðist áhöfnin með þyrlu gæslunnar.

Það sem vekur upp spurningar og svör eru hvers vegna gat yfirvélstjóri ekki dæld með aðaldælu frá skipinu sjó sem hafði lekið inn í skipið? Var lensidæla ekki í lagi? Er hún hreinlega biluð? Er ekki varadæla um borð sem heitir brunadæla? Þetta eru spurningar sem verður að svara.Síðan eru aðrar kenningar þegar pappa öskjur blotna þá fara pappírs leifar í dælu skipsins og erfitt getur verið að dæla frá. Enn samt sem áður er hægt að dæla með því að vakta dælur og taka upp keilur og hreina óhreinindi sem þar safnast saman. Þetta eru allt spurningar sem munu koma í ljós þegar skipið kemur til Akureyra laust eftir miðnætti. Samkvæmt fréttum Stöðvar er yfirvélstjórinn grunaður um að vera valdur að frekari leka að skipinu og í leiðinni stofnað lífi og manna í hættu?

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jóhann Páll.Það segir mér svo hugur að útgerð þessa skips sé búið að tapa (þó þeir viðirkenni það aldrei)stórum peningun á því að vera ekki með íslanske sjómenn á skipinu.Þeir byrjuðu víst með útlending sem skipstj.er gugnuðu á því og nú vélstjórinn.Ég sigldi á ströndinni nokkuð mörg ár og nokkur sem skipstjóri var t.d með"Esju"4 og "Heklu"3,með úrvalsmannskap í hverju rúmi.Sérstakir voru vélstjórarnir sem ég sigldi lengst með draumur hvers skipstjóra ef maður má vera svolítið háfleygur í orðum.Þessir henn heita Einar Ingi Einarsson og Magnús Helgason.Eru báðit hjá"Sambó" núna Einar á skrifstofunni en Magnús yfrivéstjóri á "Arnarfelli"Faðir Einars Inga var líka vélstjóri og sigldi í mörg ár hjá Eimskip,eins og mig minnir að þeir félagar Einar og Magnús hafi gert líka.Íslenska ströndin er ekkert barn að leika sé við og þá er stondum eins gott að vélstjórinn klikki ekki á því.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 29.11.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Ég tek undir með þér varðandi þessa útgerð. Ég veit líka að þeir hafa auglýst eftir Skipstjóra, Stýrimanni síðan hef ég heyrt að hann hafi viljað hafa íslenskan bátsmann og síðan alla á þræla launum ég hef ekki neina samúð með þessari útgerð.

Varandi gömlu Skipaútgerðina þá rifjar þú upp góða þjónustu sem fyrirtækið veiti landsbyggðarfólki. fyrstu skipin Esja 1, Súðin, Esja, 2 þyrill, Herðubreið, Hekla 1, Skjaldbreið, Herjólfur, Blikur, Hekla 2, Esja 3, Coaster Emmy , Vela/ Hekla3, Askja, Esja 4.

Ég mann líka eftir Skipstjórum Tryggva Blöndal, Boga Einarssyni, Hilmari Snorrasyni, Jóni  Arnórssyni, Jóni Ingólfssyni,

Ég mann eftir Vélstjórunum Magnúsi Helgasyni sem er búinn að eyða sinni allri sinni æfi til sjós fyrst kynnist ég Magnúsi þegar við voru saman í skóla síðan aftur þegar hann var að sigla á m/s Brúarfossi til USA. Magnús er toppmaður enda er hann eftir sóttur hvar sem hann stingur niður fæti. 

Einar heitin við sigldum saman á m/s Úðafossi á ströndinni með Skipstjóranum Kristjáni Guðmundsyni við vorum þar skipfélagar þar til skipið var selt og við skiluðum því í Hamborg. Við áttum líka samleið á ferðum okkar til útlanda.

Það er rétt hjá þér að Einar Ingi Einarsson sér um ráðningar á skip hjá Samskipum og var vélstjóri hjá Ríkisskipum og síðar Samskipum. Það er rétt hjá þér að Íslenskir vélstjórar eru best menntaðir á sínu sviði enda er leitað eftir þeirra kröftum hvar sem er leitað.

Ég man eftir Rafni Konráðssyni þeim heiðursmanni og félagi með mér í Sjómannafélagi Íslands sem er talna glöggur maður sem er með reiknistölur á hreinu.

Kæri félagi hafðu það sem best þetta eru fróðlegar um ræður sem þú bendir á og gaman að taka þátt í þeim.

Jóhann Páll Símonarson, 30.11.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband