30.11.2007 | 23:36
Sóðaskapur og slóðaskapur í höfnum Faxaflóahafna.
Í þau 2 ár sem ég var kjörinn varamaður í stjórn Faxaflóahafna hef ég talað fyrir bættri umgengni um hafnarsvæði faxaflóahafna sem hefur verið mjög slæm og ekki manni bjóðandi að svo sé. Ef við byrjum í Vesturhöfninni þá er nóg að byrja á að keyra út í Örfisey þar er allskonar drasl frá Skeljungi á rúi og stúi ekkert gert til að laga þrifnað. Gömlu lýsistankar ekkert gert þrátt fyrir ábendingar að taka þá niður þarna eru líka sandhaugar og stutt frá er fiskvinnsla og markaður fyrir fisk. Þarna eru líka sett gömul hús og allt eins og í rusla haug og ef menn keyra bakvið verbúðir þá blasir við manni ruslahaugar af gömlu drasli.
Síðan getur maður keyrt út á Ægisgarð þá er þar sama sagan allskonar drasl á vetfangi. Umgegni ábótavant. Síðan getum við keyrt inn í Sundahöfn þar er stór sandhaugur og matvæla útflutningur rétt hjá það hefur komið fyrir að sandur hefur fokið um alla borg sem dæmi Grafarvog í vissum áttum. Þetta hefur gengið svo langt að sandfokið hefur farið inn um bíla sem er lagt nálægt Sundahafnarsvæðinu og nálægðar götur og getur valdi skemmdum. Það væri fróðleg að athuga þetta á morgun eftir allt rokið sem hefur verið að undanförnu. Ekki má gleyma rusla kistu Faxaflóahafna undir berginu á Kleppi þar er einn haugurinn. Þrátt fyrir ábendingar hefur ekkert gerst til að fara með þetta burt.
Tilefnið var að ég var að keyra fyrir rúmu ári síðan að sumarlagi og skemmtiferðaskip við bryggju og mjög stutt var fyrir farþega að ganga um hafnarsvæðið og skoða það. Mér hreinlega ofbauð þetta þegar farþegarnir fóru að taka myndir. Fyrir mína parta var ég ekki sáttur við þetta og kvartaði yfir þessum sóðaskap og framkvæmdarleysi Faxaflóahafna. Sumt var lagað annað ekki eins og ég nefni hér að ofan.
Það er eins með minjar Reykjavíkurhafnar stóru Grandagarðana varnagarðanna sem voru byggðir árið 1913-1917 og eru þarna enn. Enn nú er búið að sturta allskonar grjóti yfir þessa garða sem voru byggðir hér áður fyrr. Þá voru járnbrautalestir og Eimreiðin notaðar til að flytja grjót frá Öskju hlíð og niður á hafnarbakka. Þetta gjót var höggvið með meitlum og hömrum af mönnum sem kunnu til verka. Nú er þetta handverk farið og minjanefnd hefur ekkert aðhafst í málinu. Ég hef oft spurt mig hvenær tekst þessum ráðamönnum Faxaflóahafna að eyðileggja útgerð frá Reykjavík. Þá mun jafnvel vera fyllt upp í Reykjavíkurhöfn og innsiglingarvitar sem voru nýttir fyrir skipaumferð verða nú umferðaljós í stað þess að vera vitar sem voru notaðir til að vísa skipum réttu leiðina og valda ekki árekstrum skipa við komu til Reykjavíkur og hver mann ekki eftir Gullfossi þegar hann sigli inn í hafnarminnið og hundriði manna biðu á hafnarbakkanum komu sinna ættingja og vina með tárin í augunum. Nú eru horfur á því að þetta heyri sögunni til. Það er nefnilega engin virðing borin fyrir sögu Reykjavíkurhafnar.
Jóhann Páll Símonarson. fyrrverandi varamaður í stjórn Faxaflóahafna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2007 kl. 00:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.