1.12.2007 | 10:00
m/s Dettifoss hefur verið í átakaveðri.
m/s Dettifoss er nú á siglingu til Eskifjarðar siglingin hefur ekki gengið vel vegna átakaveður sem hefur mætt skipinu á leiðinni sinni austur um land á leið sinni til erlendra hafna. Dettifoss fór frá Reykjavík fimmtudag 29 nóvember kl 19 þegar skipið ætlaði að sigla fyrir Reykjanes var komið afspyrnu veður þá ákvað skipstjórinn að halda sjó vegna veðursins. Að þetta stóra og mikla skip þurfi að halda sjó segir mér um það hvernig veðrið hefur verið á þessum slóðum og undanfarna daga. Dettifoss er nú rétt komin suður fyrir land á 11 millna hraða sem bendir að mikill mótvindur sé á þessu svæði. Skipið er væntanlegt í dag til Eskifjarðar eftir um tæpa tveggja sólahringa siglingu. Þetta sýnir hvað Íslenskir farmenn búa við líf sem ekki nokkur maður vill búa við í dag. Að stíga ölduna og geta ekki hvílt sig eðlilega eins og þeir sem sofa heima hjá þér í rólegheitunum.
Þetta sama á við alla íslenska fiskimenn sem eru í sömu stöðu hendast fram og aftur sem hlýtur að vera þreytandi. Enn það lygnir um síðir og lífið verður skemmtilegra og betra. Það sem tekur mest á eru eiginkonan sem er ekki róleg sefur illa vegna hugsunar um allt og ekkert. Þá koma blessuð börnin sem eru með áhyggjur af sínu föður. Enn hetjur hafsins eru krafta menn sem gefa ekkert eftir þótt móti blási það hefur sýnt sig í gegnum árin.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.