Hver lak trúnaðarupplýsingum til Fjölmiðla.

Það er undarleg staða Ólafs F Magnússona þegar borgarráð sem er skipað fulltrúum frá öllum flokkum skuli leka upplýsingum frá fundi borgarráðs 1 klst síðar í alla fjölmiðla. þetta kom fram í Silfri Egils í dag.  Mér finnst þetta aðfarir að borgarfulltrúanum Ólafi G Magnússyni sem hefur ekki unnið til þess að notaðar eru niðurlægjandi aðfarir á hendur honum. Sem íbúi Reykjavíkur krefst ég þess að borgarstjóri Dagur B Eggertsson láti rannsaka málið. ofna í kjölinn. Það er ekki hægt að menn vinni níðingsverk á hendur mönnum sem ekkert hafa gert á hendur neinum. Þar fyrir var Ólafur í löglegu veikindaleyfi og þarf að skila inn veikindavottorði. Ég tel þetta heldur óheppilega stöðu sem borgarstjóri er í og alla borgarfulltrúa sem sitja í borgarráði því þeir liggja allir undir grun á meðan málið er ekki upplýst

Þeir borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði eru. Björk Vilhelmsdóttir. Svandís Svavarsdóttir. varaformaður. Björn Ingi Hrafnsson formaður. Margrét k. Sverrisdóttir. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson. Hanna Birna Kristjánsdóttir. Gísli Marteinn Baldursson. þetta eru aðalfulltrúar. fyrir utan Dag B Eggertsson sem borgarstjóra. Nú verða menn að spá hver er svikarinn.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það kom glöggt fram í bloggfærslu Önnu Kristinsdóttur þar sem hún vitnaði beint í reglur borgarstjórnar að Ólafi F. bar ekki skylda til að skila inn vottorði. Auðvitað mátti hann gera það ef hann vildi og var að sjálfsögðu ekkert mál og engan veginn fréttaefni.

Ekki á að útiloka að "lekinn" um þetta hafi verið af slysni en samt skrýtið hve fljótt þetta var komið hringinn í fjölmiðlum.

Ég á í vandræðum í augnablikinu með að komast inn í bloggið mitt til að segja að mér finnst Ólafur F. koma sterkur inn og að full þörf sé á manni eins og honum í íslensk stjórnmál, - manni sem hefur þurft að sæta ofsóknum fyrir að standa á sannfæringu sinni.

Ég kann ekkert annað orð en ofsóknir yfir það þegar hann úthrópaður á landsfundi flokks síns sem hryðjuverkamaður og hrakinn úr ræðustóli.

En þvert ofan í það sem ætlast var til, að niðurlægja hann sem mest, þá var þetta að mínum dómi stærsta stund Ólafs F. Magnússonar þegar til lengri tíma er litið.

Ómar Ragnarsson, 2.12.2007 kl. 14:36

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það þjónar a.m.k ekki hagsmunum sjálfstæðisflokkins að leka þessu til fjölmiðla.

sammála það verður að upplýsa þetta mál og það sem allra fyrst.

Óðinn Þórisson, 2.12.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Framsóknarflokkurinn hefur í ca. 5 - 6 ár átt við "lekanda" að stríða!  Ekki hefur verið komist fyrir vandann á þeim bænum og nú hefur þessi "sjúkdómur" færst yfir á svæði, sem viss framsóknarmaður hefur "sölsað undir sig" !  En með með 2 lækna á svæðinu, ætti að vera hægt að komast fyrir vandann!

Sigrún Jónsdóttir, 2.12.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ómar.

Ég er sammála þér í mörgu sem þú segir. Ég segi mér ofbauð þessi framkoma borgarfulltrúa í borgarráði og finnst þetta ekki sæmandi ekki neinum einasta manni í hvaða flokki sem hann er í og við verðum að fá þessa skýringu og ég krefst þess að borgarstjóri Dagur B Eggertsson upplýsi okkur borgarbúa hver er labbakúturinn í málinu.

Ólafur Magnússon hefur verið í mínu huga baráttu maður fyrir sínum hugsjónum og hann hefur staðið sína stöðu með ágættu þótt ég eða aðrir séu ekki altaf sanmála um málin.

Mér er nákvæmlega sama hver og hvernig álit menn hafa á hinum eða þessum. Þá er það lögmáls lífins að vera heiðarlegur og standa við það sem maður segir.

Síðan eru það aular sem eru með upphrópunar merki um náungan Ólaf G Magnússon sem var hrakin úr ræðu stól eins og þú bendir á. Ég tel þessar aðfarir valníðslu á hendur honum. Og ekki sæmandi neinum.

Varandi að Ólafur komi inn í íslensk stjórnmál það er ekkert að því hann á framtíðina fyrir sér eins og allir. Því sem menn lofa verða menn að standa við . Ég nefni flugvöllinn í Vatnsmýrinni sem Ólafur var með í sínu kosningarloforðum að flugvöllurinn ætti að vera á sínum stað. Enn minn flokkur hafnaði þeirri hugmynd og flokkurinn minn tapaði stórlegu fylgi fyrir tóma þvælu í þeim málum.

þess vegna verður Ólafur F Magnússon að standa og falla með sínum loforðum fólkið hafði trú á honum fyrir stefnu í ýmsum málum að verja þau. Hann má alls ekki láta Björn Inga Hrafnsson beygja sig af leið í flugvallamálinu. Því hans tilaga var algjör steypa heldur var Björn Ingi að vinna fyrir gróðrar punga sem eru að sölsa undir sig öll byggingarsvæði í höfuðborgini Reykjavík. Sem er yndislegur staður til að búa og vera.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.12.2007 kl. 15:23

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óðinn.

Ég get ekki verið að ásaka neinn flokk. Enn ég tel þetta mál vera þess eðlis að málið verði upplýst og borgarstjóri beitti sér í málinu,

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.12.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Sigrún.

Það má vel vera að málið verði læknað með 2 læknum. Það sem ég vill og svaraði Óðinn á sömu lund við borgarbúar verðum að fá upplýsingar um málið. borgarbúar geta ekki setið með skúrka í borgarráði hver sem hann er.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.12.2007 kl. 15:37

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Erlingur.

Já það er rétt hjá þér ég feitletraði hann því hann er formaður borgarráðs þess vegna setti ég svart yfir hans nafn. Vegna stöðu hans.

Hins vegar veit ég ekki hver hefur brotið trúnaðartraust manna á milli. En ég krefst að vita það.

Ég gæti ekki trúað Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni að vinna þessi skítverk vegna þess að Vilhjálmur er góður og virtur maður og getur unnið með fólki og hefur mjög góða lund. Enda eru Ólafur F Magnússon og Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson mjög góðir vinir og hafa starfað lengi að málefnum borgarbúa fyrir Sjálfstæðismenn síðan fór Ólafur í frjálslyndaflokkinn síðan íslandshreyfinguna.

Það má vel vera að þú trúir Gísla Marteini að gera þessa hluti það eru þín orð. Ekki veit ég hver gerði þennan verknað það mun koma í ljós.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.12.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband