6.12.2007 | 14:25
Stjórnendur fjármálafyrirtækisins FL Group hafa hluthafa að leiksoppum.
Það eru stór tíðindi sem berast þjóðinni til eyrna að fyrrverandi forstjóri Hannes Smárason hafi fengið 60 miljónir króna í starfslokasamning þegar hann hvarf úr stöðu forstjóra félagsins. Hannes Smárason hafði nefnilega 4 miljónir króna í laun á mánuði. Ég get ekki annað enn verið mjög ósáttur við þessa þróun mála. Að stjórnendur FL Group taki sér það leyfi og ákvarði upp á eigin spýtur að þetta eigi að vera svona. Ég hefði haldið að þetta væru mál hluthafa að samþykkja þessar greiðslur til Hannesar. Sjálfsagt munu stjórendur bera þessa tillögu upp til samþykktar á næsta hlutahafa fundi sem verður haldin þann 14 desember þá mun þetta koma í ljós hvort þessar greiðslur verða samþykktar af hluthöfum. Ég tel þessar vinnuaðferðir stjórnenda með ólíkindum að ákveða þessa hluti án þess að hluthafa sé spurðir um hvort eigi að greiða honum 60 miljónir króna í starfsloka samning.
Fyrir hvað er verið að verðlauna hann fyrir gengi félagsins? sem var þann 23.2 07. gengi 32.2. 18.7 07. gengi 30.65 6.11 07 gengi 23,40. 6.12 07 gengi 15.07. Þetta sýnir að gengi hefur lækkað um rúmlega helming síðan 23 febrúar 2007. Enda hefur verð gildi félagsins minkað um tugi miljarða. Og hefði hugsanlega verið á barmi gjaldþrots. Ef ekki hefði komið til inngrips Baugs félaga sem eiga þar mikið hlutafé og enn fremur veðsettu þeir félagar eignir sínar til að FL Group yrði ekki gjaldþrota. Síðan koma þessir sömu menn og verðlauna Hannes með starfslokasamning upp á 60 miljónir króna Er þetta boðlegt hluthöfum?.
Hvað ætlar Magnús Kristinnson úr Vestmanneyjum að segja nú þegar hans hlutafé hefur minkað um tugi miljóna króna og nú ætla Baugur að segja honum fyrir verkum og ákveða gengið 14,7 þegar gengið verður til dagskrá á hluthafafundi þann 14 desember. það vantaði ekki stóru orðinn þegar Magnús sakaði Björgólf Thor um valdníðslu þegar hann sat í stjórn Straums- Burðaás sem síðan enduð með því að Magnús seldi allt sitt hlutafé og setti það í FL Group. Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með því hvort Magnús mun taka til máls og geri athugasemdir við starfslokasamning Hannesar ákvörðunar um gengistölu, og hvernig þessi rekstur hefur gengið að undanförnu.
Það er ekkert grín þegar fólk leggur fé sitt í FL Group félag sem það hefur traust á. Sem síðan verður af engu. Ennfremur eiga lífeyrissjóðir í landinu mikla peninga lífeyrisþega sem eru lagðir í þetta félag þar er sama niður staða stórtapað fé. Sem veldur því að fólk hefur ekki lengur trú á þessum markaði og stjórnendum fyrirtækisins. Hvers vegna gripu stjórnendur fyrirtækisins ekki fyrr inn í þessa atburðarás þegar ljóst var að fyrirtækið var að renna í greiðslustöðvun vegna eignarfjárstöðu. Ég spyr hvers vegna hefur fjármálaeftirlitið ekki gripið inn í þetta mál fyrr? Ætlar fjármálaeftirlitið ekkert að aðhafast út af tugamiljóna tapi hluthafa? þessu verður fjármálaeftirlitið að svara hvor þeir munu ekki athugamálið. Það mun ekki ganga upp að fyrrverandi forstjóri og stjórnendur geri það sem þeim sýnist án þess að láta hluthafa vita um stöðu mála. Eða kalla saman hluthafa fund og kynna fyrir hluthöfum stöðu fyrirtækissins og hvernig þeir munu bregðast við. Það tel ég vera góð stjórnun.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.