Varaflugvöllur verði staðsettur á Álftarnesi

Dagfinnur Stefánsson er einn virtasti og reyndasti flugstjóri sem við Íslendingar höfum átt hann vil og bendir á með rökum að það eigi að byggja nýjan varaflugvöll á Álftarnesi. Við flugáætlunargerð ber flugfélögum að tilgreina varaflugvöll sem notast yrði við ef fyrirhugaður lendingarflugvöllur aðalflugvöllur skyldi lokast af einhverjum ástæðum. Dæmi að veðurfarslegum ástæðum. Varaflugvöllur þarf að geta tekið á móti stórum sem smáum flugvélum. Stóru vélarnar eru þungar og mikið hlaðnar. Til að þær geti hafið sig til flugs verða flugbrautir að vera gerðar af þörfum þeirra.

Enginn flugvöllur á Íslandi sem getur verið varaflugvöllur fyrir stærri vélar. Reykjavíkurflugvöllur getur aðeins verið varaflugvöllur fyrir minnivélar. Þess vegna hafa flugfélög þurft í auknum mæli að velja sér varaflugvöll fyrir allar stæri vélar utan Íslands í Skotlandi. Þetta gerir það að verkum að flugvélar þurfa að hafa mun meira af aukaeldsneyti ef varaflugvöllur væri staðsettur hér á landi væri þetta úr sögunni. Í þessu felst gífurlegur aukakostnaður fyrir flugfélögin. Bæði vegna meiri eldneytisnotkunar sem eykur óþarfa þyngd flugvélanna og verður þess valdandi að vélarnar eyða mun meira eldsneyti. jafnframt minkar burðageta flugvélanna bæði varandi farþega og fragtflutninga.

Að hafa ekki varaflugvöll fyrir Keflavík hefur kostað Íslensku flugfélögin gífurlegar fjárhæðir í aukakostnaði auk tekju missi fyrir flugfélög og ríkið. Hver hefur ekki heyrt það áður að flugvél sem var að koma erlendis frá gat ekki lent í Keflavík. Millilandavélar íslensku flugfélaganna, hafa sem dæmi þurft að hafa mikið magn af aukaeldneyti þar sem næsti varaflugvöllur er í Skotlandi. Það voru nefnilega skipaðar nefndir og þar voru valinn kunnir menn sem sátu í þeirri nefnd Dagfinnur Stefánsson var nefnilega einn þeirra og James C Buckley Inc frá bandaríska verkfræði fyrirtækisins sem hann gerði fyrir Bandaríkjaher enda var þessi skýrsla mjög vönduð og mikil vinna var lögð í hana og var mjög ítarleg þar sem tekið var tillit til aðflugsskilyrða og staðsetningar. Þessi skýrsla er upp á 142 síður með greinagerð og nákvæmum teikningum af nokkrum stöðum fyrir flugvallarsvæði innan marka höfuðborgasvæðisins. Niðurstaða verkfræðistofurnar var sú að besti staðsetningarkosturinn fyrir flugvöll væri á Álftarnesi. 

Það hafa verið skipaðar fleiri nefndir af hinu opinbera og allar hafa skilað sömu niðurstöðu að Álftarnesið sé besti kosturinn. Þrátt fyrir allt hafa yfirvöld hvers tíma hafa hins vegar aldrei borið gæfu til að fylgja þessu eftir og ekki má gleyma allri vinnu sem liggur að baki þessum niðurstöðum nefndarmanna með rannsóknum og könnunum varandi staðsetningarmöguleika. Álftarnes sem er kosturinn myndi kalla á í leiðinni endurskoðun á gildandi aðalskipulagi og breytingar á landnotkun og myndu ýmsar athugasemdir verða gerðar. Þetta væri góður kostur fyrir Bessastaði að hafa flugvöll í hlaðvarpanum og Álftarnesingar gætu verið vissir um að ekki yrðu reistar háar blokkir eða önnur háhýsi sem myndu taka útsýnið frá þeim. Það er komin tími til þess að við tökum mark á okkar reynda og virta flugstjóra Dagfinni Stefánssyni sem hefur reynslu og þekkingu á flugmálum.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Sæll Jóhann

Hérna fyrir neðan sérðu loftmynd, þar sem búið er að draga 3000 metra strik. Sem er jafn langt og flugbrautirnar í Keflavík. Þá þarf að bæta við 300 metrum við báða enda brautarinnar sem eru öryggissvæði.

Er það ekki svolítið bratt að troða alþjóðaflugvelli þarna? Nema það eigi að fjarlægja bygginarnar sem eru næst vellinum.

Júlíus Sigurþórsson, 9.12.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Júlíus Sigþórsson.

Ég vil byrja á því að þakka þér góð rök í þessu máli þínu.

Samkvæmt tillögu sem James C. Buckley lagði til ætti að hafa aðal- og blindflugsbrautina til að byrja með 2.134 metra að lengt. 7,000 fet með möguleika til lendingar í 3.048 metrum ( 10.000 fet og þverbraut sem til að byrja með væri 1.951 metri ( 6.400 fet) með möguleika til lendingar í 2.749 metra ( 9.000 fet) með þessu taldi hann að allar kröfur sem  gera skal til flugvallar vera uppfylltar.

Sjálfsagt í dag yrði að kaupa nokkur hús ég tek undir það. Það versta er það er langt síðan að þessi tilaga kom fram og hefði verið hægt að framkvæma enn stjórnvöld hafa ekkert aðhafst í þessu máli og hafa ekki hug á því að breyta því.

Ég tel ekkert sé verið að troða varaflugvelli þarna enn ég veit að það eru margir sem myndu taka sig saman og mótmæla þessum gjörningi ef það kæmi til greina mér er það ljóst. Enn skipulagsyfirvöld og fólkið verður að fá að segja sínar skoðanir áður enn af þessu verður.

Við verðum að fá varaflugvöll í nágreni Reykjavíkur til að lækka kostnað okkar flugfélaga sem gæti lækkað miðaverð til okkar og skapað miklar tekjur og atvinnu í kringum þetta verkefni þetta eru staðreyndir sem munu koma okkur við hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 9.12.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég er sammála þér um að öflugan varaflugvöll verðum við að fá á SV hornið. Mér líst ágætlega á Hólmsheiði, þó vissulega gæti orðið nokkur snjómoksturskostnaður af honum. Þá kom nýlega fram hugmynd um flugvöll á Suðurlandi, sem ég teldi raunhæfan kost ef ekki á að flytja Reykjavíkurflugvöll, en báðir verða ekki byggðir.

Þá væri líka möguleiki á að lengja brautina á Egilsstöðum og gera þann flugvöll að raunhæfan kost sem varaflugvöll.

En ég held að það sé of seint að fara út í flugvöll á Álftanesi, bæði er búið að byggja of mikið þar, auk þess sem almenningsálitið væri gegn því. En Álftanesið ætti að hýsa einhverja  menningarstarfsemi. Eða að það hefði verið mikið flottara að sjá Háskólan í Reykjavík verið settan þarna.

Mér lýst best á það í dag að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði og láta nýja sjúkrahúsið þangað líka. Svo mætti selja ríkisbubbunum landið undan vellinum og gömlu sjúkrahúsbyggingarnar undir háhýsi og hótelstarfsemi. "Miðbær" Reykjavíkur er að verða úthverfi, enda er miðja höfuðborgarsvæðisins að færast upp í Smáralind.

Júlíus Sigurþórsson, 9.12.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Júlíus.

Hólmsheiði mun aldrei ganga eftir því sem fræðimenn segja. Egilsstaðir eru of langt í burtu.

Reykjavíkurflugvöllur á að standa til 2016 og er mjög góður fyrir innanlandsflug og smærri vélar.

Við verðum að finna stað fyrir varaflugvöll sem fyrst gamlir og reyndir menn taka undir með mér. Síðan er það fólkið sem hefur síðasta orðið í þeim efnum. Best væri að hafa þá saman.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 9.12.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband