11.12.2007 | 13:22
Félagslegir Fjötrar
Það voru undarleg skilaboð sem láglaunafólkið fékk þann 8 Desember þegar Fréttablaðið var með fyrirsögn. " Vilja húsnæðiskerfi fyrir láglaunafólk.: Ég spyr mig ætla verkalýðfélögin að berjast nú fyrir því að byggðar verði íbúðir fyrir láglaunafólk. Það hefur nefnilega Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur viljað byggja þessar íbúðir. Það var nefnilega hún sjálf sem eyðilagði þetta kerfi með sífeldum breytingum á kerfinu. Eignamyndun var enginn vegna fyrirkomulags um fyrningar. Ef fólk vildi fara út úr kerfinu eftir mörg ár þá átti fólkið ekki fyrir útborgun í íbúð. Þrátt fyrir að fólkið hafði sett hundruð þúsunda króna í viðhald á sinni íbúð. Vegna þess að þetta var talið eðlilegt viðhald og ákveðin hópur manna á vegum húsnæðismálastjórnar sá um að verðmeta eignir og ákveða síðar verðið sem fólkið fékk.
Ég kalla þetta félaglega fjötra þegar fólk er njörvað niður og ákveðnir menn sem eru kallaðir matsmenn ákveða hvar þú stendur. Það hlýtur að vera dapurlegt að geta aldrei skipt um íbúð og ef vilji er til að fara á almennan markað. Svo kemur Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ sem er í sama flokki og ráðherra og vil endurreisa kerfið sem var lagt niður fyrir nokkrum árum ég segi sem betur fer var kerfið lagt niður og fólkið gat ákveðið sína framtíð.
Það er mín skoðun að Gylfi og Jóhanna eigi að beita sér fyrir leiðréttingum launa fyrst þau hafa svo miklar áhyggjur af þróun verkafólks. Ég sjálfur hef miklar áhyggjur af þróun mála hvernig er hægt að komast upp með að borga sultarlaun sem duga ekki til framfærslu þá er talað um laun 120 - 140 þúsund krónur á mánuði. Verkalýðsfélöginn verða að segja stopp þetta ástand er ekki hægt að líða til lengdar. það er mín skoðun að verkalýðsforkólfar sem sitja í stjórn ASÍ þurfi nú að færa sig um sett því við höfum ekki þörf fyrir menn sem gera ekkert í málunum ár eftir ár.
Varðandi félagslega kerfið það mun ekki ganga upp. Frekar ætti að benda þessu fólki á Búseta sem rekur kerfi fyrir þá sem vilja. Sem dæmi borgar þú 1 miljón út og síðan leigugjald fyrir hvern mánuð sem fer eftir stærð íbúðar. Ef þú vildir fara út úr því kerfi færðu þá þína miljón og ræður síðan hvað viðkomandi vil gera. Síðan eru til aðilar sem eru veikir og geta ekki staðið undir greiðslum þeim aðilum verður að koma til hjálpar það er samfélagsskylda. Þeir eru ekki svo margir þeim ber að hjálpa sem fyrst. Við eigum ekki að ala fólk upp í aumingjaskap það er engum holt að lifa þannig. Fólkið er búið að fá nóg af kosningarloforðum og upphrópunum frá Jóhönnu Sigurðardóttur sem notar Gylfa Arnbjörnsson sem kallar sig hliðholum verkalýðnum að koma á framfæri skoðunum Samfylkingar sem hefur svikið nokkur kosningarloforð. Það er ekkert að marka slíkan flokk.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Aðalsteinn.
Ég er ekki sammála þér að húsnæðiskerfið sé í rúst. Heldur hafa atvinnurekendur þessa lands flutt inn fólk sem ég kalla þrælahald og látið fólkið búa í húsnæði sem er ekki manni bjóðandi eins og þú bendir réttilega á. Þetta ástand sem atvinnurekendur hafa skapað sjálfir hafa valdið því.
þetta ástand hefur valdið því að laust húsnæði er ekki til á viðunandi verði. heldur eru settir 10-15 einstaklingar inn í 3-4 herbergja íbúð á þessu þurfa yfirvöld að taka á. Enn því miður hefur það ekki verið gert í þeim málum enn þá.
Síðsumars 1940 hóf breski herinn að byggja bragga 1944 bjuggu níuhundruð manns í bröggum um 1970 hafði meginþorri Reykvískra braggabúa sem hafði yfirgefið þetta bráðabirgðahúsnæði sem var byggt á þeim tíma. Ég nefni Royal Navy Camp austan Melaskóla. Skálahverfið nefndist einnig H.M.S. Camp Tripolí. New Mercur Camp í Blesugróf. Skipton Camp á Skólavörðuholti. Lauganeskamp Hálogaland sem dæmi. ég gæti talið fleiri staði.
Eitt af þessum bráðabirgðahúsum voru líka. Pólarnir, Blesugróf, Höfðaboginn Múlakampur þessi hús voru byggð á kreppuárunum og þóttu mjög góð því fólkið þekkti ekki annað.
Enn aðrir tímar eru í dag og ekki hægt að bera þessa hluti saman. Því 2007 búa flestir í steinhúsum sem eru hituð upp með hitaveitu og öllum þægindum. Enn á tímum hafta og atvinnuleysis þegar húsin voru hituð upp með kolum og fleirri sem voru saman með fjölda manns í heimili. Læt þetta nægja.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 12.12.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.