TR synjar beiðni mænuskaðarar konu.

Það eru dapurleg tíðindi þegar fötluð kona færi ekki stuðning að kaupa hjálpartæki við hjólastól sinn. Ég varð undrandi að lesa þetta á bls 9 Morgunblaðið í dag þar er viðtal við Aðalbjörgu þar segir hún.

.. Þó Ég sé svo heppin að hafa fullan mátt í höndunum, þá kemst ég ekki mikið út,.. segir Aðalbjörg Guðgeirsdóttir sem hlaut mænuskaða í bílslysi fyrir rúmum tuttugu árum. Aðalbjörg hefur staðið í baráttu við heilbrigðiskerfið í nokkur ár í von um að fá greitt viðbótartæki við hjólastól sinn svokallað .. Speedy - Duo2"tæki sem er fest er framan á stólinn. Á þann hátt að knýja stólinn áfram handvirkt eða með mótor, auk þess sem hann yrði mun stöðugri.

Hjálpartækjamiðstöð Tryggingarstofnunar synjaði umsókn Aðalbjargar, þar sem sem fötlun hennar væri ekki af réttum toga; ,, Ef ég væri með blóðrásarvandamál, hormónabreytingar, blóðþynningu eða veik vegna of þyngdar, gæti ég fengið afgreitt án vandræða, " segir Aðalbjörg. Tækið kostar hjá Hjálpartækjamiðstöð Tryggingarstofnunar 750 þúsund krónur enn í Noregi 400 þúsund krónur.,,

Það biður enginn um fötlun þess vegna er þetta réttlætismál frá mínum sjónarhornum. Við sem búum í velmegun og eigum allt sem hugsast getur. Getum við ekki séð á eftir hjálpartæki handa konu sem þarf að komast leiðar sinnar. Hvers vegna er kerfið svona vitlaust að ekki er hægt að veita þessari konu hjálpartæki? Er þetta mannvonska? illgirni? Hvað eru stjórnendur heilbrigðiskerfissins að hugsa?. Eru þetta kannski kerfisfulltrúar sem þykkjast ráða og koma kerfinu í bobba fyrir hluti sem eiga að vera sjálfsagður hlutur í lífi hvers manns? þetta eru spurningar sem kerfið verður að svara. Guðlaugur Þór Þórðarson Heilbrigðisráðherra verður að leysa þetta leiðindamál tafarlaust. Aðalbjörg verður að fá sömu réttindi og við annað er ekki viðunandi.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, það er ótrúlegt hvað búið er að skerða allan rétt öryrkja og þeirra sem minst hafa í okkar þjóðfélagi, þetta er aðeins eitt dæmi. Þetta er góð grein hjá þér og gott að fá fólk til að hugsa um þetta. Maður veit aldrei hver er næstur til að missa heilsuna eða verða öryrki.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.12.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Já maður trúir ekki að svona sé komið fram við fólk með þessum hætti. Ég hélt að svona mannvonska væri ekki til og ég hélt að þetta fólk væri búið að fá nóg af sínum veikindum. Þurfa síðan að berjast við kerfið til að ná sínum rétti fram er ekkert annað fantaskapur að hálfu manna sem ekkert vit hafa í kollinum fyrirgefðu orðbragðið.

Það vantar umræðu um þetta mál. Það vantar nefnilega að veita þessu fólki hjálparhönd í sinni baráttu gegn óréttlættu kerfi. þakka hlý orð.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.12.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Þrymur.

Já Þrymur þetta er með þeim ógeðslegum fréttum sem ég hef heyrt. Við getum ekki látið þá komast upp með þetta. Ég veit líka að þú ert baráttu maður.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.12.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband