Tryggingarstofnun Ríkisins bregst þeim sem þurfa aðstoð.

Mikið var ég undrandi þegar ég horfði á Kastljósþátt í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Þar var viðtal við móður og föður tvíeggja tvíbura Ísak og Úlf sem eru fæddir með Skarð í vör, Tanngarði, og  í Gómi. Þrátt fyrir að vera aðeins 9 mánaða gamlir þegar aðgerðin var framkvæmd af lýtalækninum Ólafi Einarssyni sem framkvæmdi sína 3 aðgerð á þeim. Úlfur og Ísak eru einu tvíeggja tvíburar sem hafa fæðst hér á landi. það er mikið lagt á lítill börn eins og í þessu tilfelli og ekki síst unga foreldra sem eru að eiga börn í fyrsta sinn. Það er ekki glæsileg framtíð sem þessum tveimur drengjum er boðið uppá. Því Tryggingarstofnun Ríkisins neitar nefnilega að standa með þeim í greiðslu tannréttinga sem þeir eiga yfir höfði sér jafnvel um ókommana tíð. Nú eiga nefnilega ungu foreldrarnir að standa straum að öllum tannaðgerðum sem eru framundan.

Síðan er það Tryggingarstofnun Ríkisins sem bregst skyldum sínum eina ferðina enn. það var viðtalið við formann heilbrigðisnefndar  Ástu Möller mér fannst eins og henni kæmi þetta ekkert við. Eina sem hún sagði að þau gætu skrifað bréf til Tryggingarstofnunar Ríkisins henni hefði verið nær að benda ungu pörunum á að hafa samband við sig. Og sjá hvort ekki væri hægt að leysa þetta mál. þetta voru ekki skýr skilaboð sem ungu pörin fengu af hálfu Ástu Möller. Sama bullið sem líðst í þessu þjóðfélagi að hálfu alþingismanna sem lofa öllu fögru fyrir kosningar. Þá stendur ekki á því að lofa og svíkja svo í leiðinni.

Mér finnst þetta kerfi fjandsamlegt fólki sem þarf á aðstoð að halda. Ég nefni dæmi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem ferðast til útlanda í ýmsum erindagjörðum þar á meðal að koma peningum til vangþróaðar landa til að sýna sig á alþjóðlegum grundvelli. Frekar rífast alþingismenn um hvort þeir mega kaupa sér mellur í útlöndum. Enn að styðja við bakið á þeim sem eiga við sárt að binda. Það vantar nefnilega ekki pening því þeir eru til staðar það vantar nefnilega efndir.

Að lokum vil ég þakka Ríkisútvarpinu og starfsmönnum Kastljóssins sérstaklega Ragnhildi Steinunni fyrir frábæra umfjöllun um hluti sem skipa máli. Ragnhildur Steinunn það er gott að eiga hlýa konu sem skilur þema lífsins. 

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalstein.

Þakka þér þínar athugasemdir. Enn þetta mál frá mínu sjónarhorni er með ólíkindum að ungt fólk sem er að eiga sín börn njóta ekki mannlegra réttinda.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Helga Jóhannsdóttir

Já pabbi ég er sko sammála þér.  Ég held að það þurfi að fara endurskoða forgangröðunina hjá þessum ræðri mönnum... Góð grein hjá þér

hafðu það gott elskan..

Þín dóttir.. 

Helga Jóhannsdóttir, 18.12.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband