Líttu þér nær.

Er íslenska þjóðfélagið á réttri braut spyr sá sem ekki veit?. Nú eru fréttir um að það eigi að taka lækna úr sjúkrabifreiðum vegna sparnaðar Heilbrigðisráðuneytisins. Læknar hafa veit ómetanlega aðstoð þegar fólk hefur slasast illa í ýmsum slysum. Þá sérstaklega þegar fólk fær hjartaáfall eða hjartastopp heima hjá sér og hringt er strax í sjúkrabíll sem bregðast við með undraverðum hætti og læknir hefur komið með í bílunum og veitt aðstoð og fyrstu hjálp með hjálp sjúkraflutningsmanna. þetta hefur skipt sköpum í lífi fólks mjög oft hafa læknar bjargað lífi fólk með ótúrlegum hætti. Nýlega kom það fram í fréttu að læknar í sjúkrabifreiðum hafa bjargað 7 manns lífum með því að læknar veitu fyrstu hjálp í sjúkrabifreiðum á leið á spítala. Enda gott til þess að vita að fólk sé í öruggum höndum.

Á sama tíma þegar Heilbrigðisráðuneytið sker niður fé til heilbrigðisþjónustu, þá sérstaklega þar sem líf manna er í höndum lækna. Þá er í lagi að menn drepist á leið á sjúkrahús það skipir ekki máli,eða að fólk verði örkumla. Er það sem við viljum? Ég held ekki. Við getum rekið sendiráð út um allan heim. Við rekum embætti forseta Íslands. Við sendum fé úr landi til Afríku til að auka neyð fólks og gera fólkið þar með ósjálfbjarga og taka í leiðinni af þeim frumkvæðið. Sem gerir fólkið í leiðinni háðara Vesturlöndum. Við höfum nægt fjármagn að halda þessu úti, þá vantar ekki peninga til að ausa í gælu verkefni á vegum ríkissins sem skila engu nema að takmörkuðu leiti. Enn þegar kemur að því að sinna fólki í neyð þá er það ekki hægt vegna vitlausar forgangsröðunar stjórnenda Ríkisspítalana. Ég veit ekki annað enn að Heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson sé æðsti stjórnandi þessarar stofnunar og hafi yfir umsjón með þessum málaflokki. Nú er spurningin var hann með í ráðum að fækka læknum í sjúkrabifreiðum?.

Situr sveltandi kráka fljúgandi fær.

Jóhann Páll Símonarson. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn Jóhann, það er furulegt að ríkið skuli haga sér svona, er þetta vilji fólksins í landinu? Svo er nú svakaleg skítalykt að byrgjamálinu hjá ríkisspítölum, allavega finnst mér það með ólíkindum að láta sjúkrahúsin skulda þeim svona mikið og svo fitna birgjarnir eins og púkar á fjósbita! Með Eyjakveðju.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Ég verð að segja mér finnst þetta mál varðandi læknana alveg með ólíkindum og eins og fólki sé sama um allt nema sjálfan sig. Þegar kemur af því sjálfu þá ætlar allt vitlaust að verða.

Varandi þessa skuldasöfnun spítalana já hún er undarleg frá mínu sjónarhorni og spurning eins og þú bendir réttilega á. Hvort ákveðnir menn séu undir hæl á lyfjafyrirtækjum sem hafa þetta fólk í gíslingu.

Ég veit um gamalt mál þar sem starfsmaður spítala var á spenanum hjá lyfjafyrirtæki hér í bæ með allskonar boðferðum og veislum sem lyfjafyrirtækið borgaði. Það skal tekið fram að það mátti aðeins kaupa inn lyf frá ákveðnu fyrirtæki þær vörur sem eru á boðstólnum þótt það væri dýrara að kaupa frá þeim.

Bið að heilsa til Suðurhafseyja

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Jóhann, við erum greinilega sammála um þessi mál, takk fyrir kveðjuna. Kær kveðja frá Eyjunni fögru.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Ég tek undir með þér. Það er mikið að í þessu kerfi okkar. Við eigum góða lækna enn einhvern veginn eru við ekki með réttu stjórnendur sem hafa ekki burði að taka á þessum málunum.

Enn og aftur bestu kveðjur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband