Hundasveitir verði á vegum lögreglunar.

það er dapurleg tíðindi þegar lögreglumaður við skildu störf er skallaður í andlitið af aula sem reyndi síðan allt til að komast undan handtöku. þetta gerðist fyrir stuttu þegar viðkomandi lögreglumaður í starfi slasaðist frekar illa og þurfti síðan að leita læknishjálpar eftir áverka sem hann hlaut við að reyna að koma á sáttum á milli manna. Ég er þeirra skoðunar að lögreglumenn eiga að bera hjálma til að forðast höfðuð högg og annað sem getur hent lögreglumenn í átökum við fólk sem er undir áhrifum lyfja, vínanda eða eiturlyfja. Það tíðkast víða erlendis að lögreglan beitir hundum fyrir sér til að verja sig fyrir meiðslum ef menn reyna að ráðast á þá. Þá skal einnig bent á að til er óeirðalögregla sem er brynvarinn og með stóra bíla sem þeir henda óeirða seggunnum inní svokallað hólf á þessum stóra bíl. Honum er síðan ekið burtu þegar tími gefst til og lögreglan telur tímabært að fara burtu og óeirðir hafa lognast útaf. Munur á erlendum lögum og þeim íslensku eru allt önnur. Þar hefur lögreglan heimild að kalla út óeirða lögreglu sem beitir öllum þeim tiltækum tækjum til að upprædda óeirðir eða ef menn ætla að standa fyrir ofbeldi á hendur lögreglumönnum.

Við þurfum ekki annað enn að sjá óeirðalögreglu í sjónvarpi þegar hún bregst við ólátum fólks það eru enginn vettlinga tök sem þeir beita. þeir hreinlega berja fólk með kylfum og sprauta vatni til að splundra mannfjöldanum og hópurinn síðan flýr í burtu til að forðast handtöku. Enda skil ég það vel vegna ef menn gerast brotlegir þá eru dómar harðari og sektir meiri enn hér á landi því þeim er sleppt að loknu skýrslutöku og málið upplýst í leiðinni. Það er nefnilega lögreglan sem ræður þegar hún er kölluð til enn ekki þjóðfélagsþegnar sem reyna sumir að standa upp í hárinu á lögreglunni og brúka kjaft og með ósmaklegan munsöfnuð á hendur þeim. Það vantar nefnilega aga í okkar þjóðfélag ef menn fara ekki að lögum í útlöndum þá eru þeir hreinlega barðir án þess að spyrja þá um leyfi. Þar gildir agi og reglur sem fólk verður að fara eftir. þess vegna styð ég Björn Bjarnason að koma á fót óeirða lögreglumönnum sem myndu takast á við slagsmál og óspektir á almanna færi. Það er ekki hægt að láta þetta ganga lengra þegar konum á förnum vegi er nauðgað af obeldimönnum sem draga þær síðan inn í húsasund og koma sínum vilja fram og enginn kemur þeim til hjálpar. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum ofbeldis hugleiðingum og tel orðið tímabært að bregðast eins fljótt við þessum ófögnuði eins og hægt er og með öllum tiltækum ráðum sem hentar.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Svo ég tali nú um hætturnar sem þetta fólk er í, launin ættu að vera svipuð og hjá þingmanni og sjómanni.Kær kveðja úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Þrymur.

Ég get tekið undir með þér varandi þessi launamál og líkamlegt álag þessa manna enda er svo komið að menn eru að flýja starfið.

Það sem ég er að tala um er að lögreglumenn vantar hjálma og nota hunda til að varna þeim fyrir höggum frá rugluðu fólki sem lögreglan þarf að fást við í sínum útköllum sem getur valdið heilaskemmdum það er mjög alvarleg staða sem þeir eru í. Það gengur ekki upp að fólkið sem býr í landinu standi upp í hárinu á lögreglunni á því þarf að taka sem fyrst.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.12.2007 kl. 13:27

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

það er rétt hjá þér og Þrymi launamál lögreglunar eru mjög léleg og ekki manni bjóðandi. þetta starf krefst líkamlega burði og andlegt álag undir það tek ég. Lögreglumenn eiga að hafa góðlaun það er enginn spurning.

Með bestu kveðju til Suðurhafseyja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.12.2007 kl. 13:35

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Ástand í okkar þjóðfélagi er að versna það er ekki nokkur spurning. Nýlegt dæmi ungir menn rændu verslun í Reykjavík. þjófagengi stela, og ræna fólk á gangi.  Nauðgun á konum fer vaxandi enginn gerir neitt. þetta er smá brot af þessu.

Fólk á að hlýða lögreglumönnum og þeim til varnar eiga þeir að hafa stóra hunda ef menn ætla að óhlýðnast fyrir mælum lögreglunar. Síðan eigum við að nota þau tæki sem þarf til að bæla niður mótlætið hvort það sé með kylfum eða ekki.

Það er ekkert verið að æsa fólkið upp með hundum. Það sem vantar er að hlýða fyrirmælum lögreglu ef hún kemur á staðinn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.12.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband