Fjandskapur.

Það er ekki boðlegt lengur fyrir okkur sjónvarpsáhorfendur sem fram kom í Silfri Egils í dag sem átti að vera umræða um uppgjör ársins. Þar var mættur hin hálfþreytandi Hallgrímur Helgason hann gat ekki einu sinni tekið þátt í umræðunni. Jón Hauksson blaðamaður þurfti að segja honum muninn á milli neysluskatta og virðisaukaskatt hvað það væri í raun og veru. Hallgrímur tók til dæmis að fylla tankinn á bílnum væri það sama og fargjaldið í flugi 8,000 kr. að fylla ísskápinn kostaði það sama og kaupa nýjan ca 40 þúsund krónur, hann keypti osta sem kostuðu 1,000kr í búð það væri það sama og kaupa 1 gramm af heróvín. Bullið sem kom frá honum var alveg með ólíkindum það var engin að tala um þetta heldu var umræðuefni allt annað. Mér hefur fundist að undanförnu að hausinn á honum sé mauk soðinn menn sem ekki geta tekið þátt í umræðum eiga að vera í burtu og það langt eins og hægt er.

Þessi sami Hallgrímur hefur notað fjandskap á hendur Davíð Oddsyni og hans fjölskyldu ef honum hefur verið boðið að taka þátt í umræðum þá hefur sá sami notað öll tækifæri sem hann hefur getað til að sverta þessa fjölskyldu eða aðra Sjálfstæðismenn sem hafa ekkert gert honum. Mér finnst þetta ekki boðlegt sjónvarpsefni sem Ríkissjónvarpið býður okkur uppá að hlusta sífellt á óábyrga menn bulla daginn út og inn. Ég geri alvarlega athugasemd við mann eins og Hallgrím og þáttastjórnenda Silfur Egils honum bera að aðvara menn þegar menn fara úr fyrir strykið í fjandskap á hendur fólki sem hefur ekkert gert honum né öðrum.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ég sendi þér og fjölskyldu þinni bestu óskir um gleðilegt ár. Kærar þakkir fyrir áhugaverðar bloggfærslur á árinu.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.12.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Ragnheiður.

Þakka þér hlýjar kveðjur. Megi guð og gæfa vera með þér og fjölskyldu þinni á nýu ári.

Kærar kveðjur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 31.12.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband