Hvað er að gerast á málefnum íslenskra farmanna.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í áhöfnum á íslenska kaupskipaflotanum á undanförnum árum. Nú er svo komið að búið er að útríma alveg nokkrum stéttum um borð. sem dæmi. Lofskeytamönnum. þernum. messadrengjum og viðvaningum Síðan hefur verið fækkað í áhöfn skipa úr 30 manns niður 11 áhafnarmeðlimi um borð. Enda hefur vinnuálagið stóraukist, þessi þróun er orðinn staðreynt mála sama hvað hefur verið reynt að koma í veg fyrir þetta. Meira að segja eru skipin skráð undir póstkassa fyrirtæki víða um heim til að komast hjá því að borga skatta og skyldur til samfélagsins. Tryggingarmál áhafna og önnur mál eru í algerum ólestri eins og fram kom nýlega þegar ungur maður slasaðist illa og var frá vinnu í 9 mánuði, þegar hann hugðist sækja sér sinn rétt í formi bóta var honum hafnað að hálfu Tryggingarstofnunar Ríkisins vegna þess að útgerðafyrirtækið sem hét Fossar í Færeyjum hafði ekki borgað launatengt gjöld til íslands þess vegna var hann ekki lengur íslenskur Ríkisborgari eins og hann trúði stakt og stöðugt á heldur var hann orðinn erlendur ríkisborgari í öðru landi sem veit ekki hvert hann á að leita til að fá sinn skaða bættan.

Svo eru menn að röfla um að framtak dugnaðar þjóðarinnar sé mesta auðlindin og menntun besta fjárfestingin. Hvar er öll þessi þekking og fjárfesting sem menn töluðu um hér áður fyrr? Var þetta blekkingar vefur íslenskra kaupskipaútgerða eða hvað meintu þeir með þessum orðum? Frekar vilja þeir hafa áhafnir frá malajalöndum eða frá öðrum láglaunasvæðum til að sigla íslenskum skipum skráð undir erlendan þjóðfána ( þrælafána) eins og hann er kallaður og er þar gilda engar reglur nema fyrir útgerðamanninn sem hefur sínar reglur hvað sem það kostar. Enda sína það dæmin í dag.

Mig minnir hér fyrir nokkrum árum þegar stjórnarformaður fjölskyldnanna og hlutabréfa Háskólans boðaði mikla samkeppni á höfunum og að stríðið sé tapað ef skipin verða skráð á íslandi og íslenskar áhafnir eiga að sigla þeim. Þetta sýnir hvernig útgerðamenn hafa aðhaft í gegnum árin. Það er mín skoðun í þessari frelsis umræðu að aðstaða skipafélagana þá er átt við einokunarstöðu í formi Vöruhúsaþjónustu, Tækja. skipaafgreiðslu, Og aðalatriðið er að öll aðstaða í höfnum landsins verði gefin frjáls svo önnur skipafélög sem vilja sigla hingað geti siglt hingað með vörur og annað í reglubundum siglingum. Til þess verða Faxaflóahafnir að kaupa upp vöruhús og leigja þau síðan á hæsta verði sem hægt er að fá, svona á þetta kerfi að virka hvað sem hver segir.

Þess vegna hvet ég alla sem eiga hlut af máli að láta þetta mál til sín taka. Það gengur ekki upp lengur að kaupskipaútgerðir stundi einokunarstarfsemi og reyni að drepa annan samkeppnisaðilann með undirboðun á töxtum sem bjóðast ekki öllum viðskiptaaðilum. Faxaflóahafnir verða að afnema einkarétt íslensku skipafélagana í formi hafnaraðstöðu sem þau hafa. Skipafélögin hafa verið hægt og sígandi að innleiða hér erlenda þræla, sem þekkja varla hvað er að lifa mannsæmandi lífi.

það er skömm fyrir íslenska þjóð að láta ákveðna þrýstihópa reyna að brjóta niður íslenska farmannastétt með erlendu vinnuafli. Þar á ég við útgerðamenn kaupskipa. Ekki eru ráðherrar ásamt alþingismönnum barnanna bestir  í þessum málum, sem allir eru sammála um að erlent vinnuafl sé flutt til landsins. meðan þjóðverjar hafa fengið sig fullsadda á erlendu vinnuafli í þeirra landi. þeir hafa borgað því stórfé til að losa sig við fólkið úr landi. Aftur á móti er ég á móti því að reynt sé að brjóta íslenska verkalýðsstétt niður með innflutningi á þrælum í leyfi stjórnvalda.

Gleðilegt ár tökum höndum saman og spornum við þessari þróun mála. Á næsta ári

Jóhann Páll Símonarson.

 


mbl.is Ekki hægt að keppa við laun útlendra sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jóhann Páll!Ég hef nú ekki fylgst svo mikið með íslenskri farmannastétt nú seinni ár.Bjó eins og þú kannske veist erlendist í nokkuð mörg á en reyndi þó að fylgast með úr fjarlægð.Ég hef það á tilfinningunni að þetta væri mikið verra ef þú og fl hefðuð ekki verið óþreytandi í skrifum ykkar um mönnunar,kjara og öryggismál sjómanna hjá Sjómannafélaginu.Ég man ekki betur en þegar fór að bera á þessum ráðningu útlendinga í ykkra störf á skipunum hafi þið leitað fullþingis hjá ASI mönnum en þeir daufheyrst við bónum ykkar um samstöðu í málinu.En nú finnst mér það blasa við að þeir skutu sig illilega í fótinn og eru nú að súpa seyðið af því.Þú leiðréttir mig fari ég rangt mál.Nú hef ég frétt að senda þurfi"kranamenn"út og suður til hægt sé að lesta/losa skipin á ströndinni.Ég veit að við erum ekki sammála í pólitík en ég vona að við látum ekki svo ómerkilegan hlut aftra okkur frá að snúa bökum saman í málefnum sem varðar mönnunar,kjara og öryggimál sjómanna.Að ég tali nú ekki um að lög um Sjómannadaginn verði í heiðri höfð.Svo þarf að útrýma þeim ríg sem var allavega í "en"á milli farmanna og fiskimann.Sjómenn eru að mínu áliti menn sem þurfa að berjast og við grimm náttúruöfl.Hvort það er gert um borð í farskipi eða fiskiskipi finnst mér ekki skifta máli.Taka flutningaskipsvélstjórafrúainnar í Hull skips vélstjórafrúnni"sem fór fyrir hópi kynsystra sinna sem voru ekkjur eftir fiskimenn.Munið eftir Lilian Biloca.Vona að þú hafir haft nennu til að lesa þessa langloku alla.Ávallt kært kvaddur!

Ólafur Ragnarsson, 3.1.2008 kl. 04:44

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Ég vil byrja á því að þakka þér sérstaklega fyrir greina góða lýsingu á stöðu mála og fyrir þínar athugasemdir. Varðandi pólitík þá kemur hún þessu ekkert við menn verða að hafa skoðun og get sagt sínar meiningar og hlusta á hvern annan og að geta miðlað til annarra upplýsingum sem ég tel vera mjög áhugavert. Ég hef ætíð sagt mína meiningu eins og þú og fleiri enn það eru ennfremur til fólk sem er ekki sammála mér í mínum skoðunum frá minni hálfur er ég ekkert sár eða reiður.

Varandi skrif mín þá hef ég haft sjómanastéttina að leiðarljósi ásamt fleiru sem ég get ekki þolað þegar illa er farið með fólk sem er of langt að telja hér upp. Ég tel mig hafa verið baráttumann sem hefur gert ýmsar athugasemdir við Siglingarstofnun Ríkisins og skipafélöginn hvernig þau haga sér og koma fram. Það eru ekki mörg ár síðan ég skrifaði bréf til Bandaríkjanna út af skipum sem sigldu hingað með varning fyrir bandaríska herinn sem var hér á landi og nú er farinn burtu. Þar var fyrirtæki sem heitir Atlandsskip sem notaði dráttabát sem hét Sly Foxskrásettur í Wimington.Dl var að flytja hingað gáma í þremur hæðum þegar ég skrifaði bréfið var þessum flutningum hætt vegna ógnar við áhafnarmeðlimi sem voru dauðskelkaðir eftir ferðina á hættulegasta hafsvæði heims.

Síðan var það annað dæmi skipið sem kom í staðinn það hét Panavitota það var að flytja gáma og annað fyrir bandaríska herinn gáma og meira segja þyrlur til heræfingar mér er það svo minnistætt þegar á einni þyrlunni stóð By Randy Good Luck. Hope ship dont sink. Disco. Það var ekki mikið traustið sem þessi aðili hafði á skipinu. Sem endaði eftir að ég hafði sent bréf til Bandaríkjanna að skipið kom ekki meira hingað. Síðan skrifaði ég bréf til Siglingarmálastofnunar vegna þess að Atlandskip komu með þriðja skipið Geysir eftir ýtarlega úttekt á skipinu var skipið kyrrsett í Hafnarfirði vegna vanbúnaðar á skipinu. Þetta er smá saga ég gæti sagt fleiri enn sleppi því.

Varðandi ASÍ og Sjómannasambandið hafa þessi tvö félög reynt að beita okkur þvingunaraðgerðum síðan Sjómannafélag Íslands sagði sig úr þessum aðildarfélögum og síðan hafa aðildarfélöginn reynt að sverta orstír Sjómannafélag Íslands eins og þeir geta. Ég get nefnt þér lítið dæmi með greiðslur varandi sjómennt Sjómannafélag Íslands verður að greiða þann hluta enn Sjómannasamband Íslands hirðir tekjuhlutann þetta mál er í ákveðnum farvegi eins og dóms mál kveða um. 

Varandi að senda kranamenn það er rétt hjá þér skipafélöginn verða að notast við íslenska kranamenn því útlendingar hafa ekki þekkingu og eru ekki eins vanir og þeir íslensku. Enn þegar að starfinu kemur þá er það ekki lengur hægt vegna þess að útgerðamenn kaupskipa verða að notast við þræla frá þróunarlöndum ömurleg staða útgerðamanna kaupskipa.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 4.1.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband