2.1.2008 | 22:47
Hvar er nýa flokkunarstöðin fyrir Sorpu í Grafarvogi.
Fyrir borgarstjórnakosningar árið 2005 lofaði Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn okkur Grafarvogs búum flokkunarstöð fyrir sorp í okkar hverfi. Það vantaði ekki loforðalistann sem hann auglýsti í dagblöðum að það myndi vera hans fyrsta verk að úthluta okkur stað og auðvelda íbúum að koma sorpi frá okkur. Árið 2008 er gengið í garð ekkert hefur bólað á þessum loforðalista Björns Inga tóm svik segi ég. það skal tekið fram það var flokksfélagi Björns Inga Alfreð Þorsteinsson sem úthlutaði vini sínum lóðina við Gylfaflöt undir atvinnustarfsemi sem Sorpa var og hét, enda voru við íbúar mjög sáttir við staðsetninguna sem var miðsvæðis í hverfinu okkar.
Síðan var hún flutt niður á Sævarhöfða þar er aðstaða mjög þröng og miklar biðraðir myndast vegna þess að öllum er stefnt saman á einn stað. Það er ekki mannsæmandi að bjóða íbúum í bryggjuhverfi upp á sífelda keyrslu í gengnum hverfið sitt með rusl úr Grafarvogi daginn út og inn. Mér hefur fundist nóg fyrir íbúana að hafa sandhauga frá Björgun til fjölda ára þrátt fyrir athugarsemdir hefur ekkert gerst í þeim málum, formaður Faxaflóahafna er nefnilega Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarmaður. Það er ekki líðandi þegar fulltrúar sem bjóða sig fram með loforðalista með stefnuskrá hvar þeir ætla að gera ef þeir komast til valda? skuli síðan ekki hlusta á sína kjósendur sem hafa kosið hann til standa við sín kosningarloforð. Það er dapurlegur málflutningur að hans hálfu. Eitt skulu borgarbúar hafa í huga það eru ekki langt í næstu kosningar, þegar kosið verður aftur þá munu borgarbúar ekki gleyma loforðalista Björns Inga Hrafnssonar sem hann hefur ekki staðið við sín loforð. Sem kallast á manna máli svik við kjósendur.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður Jóhann, alltaf frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálum þá hefur mér fundist stjórnmálamenn vera flokkur fólks sem stendur ekki við orðin sín, ég hef það á tilfinningunni að stjórnmálamenn stjórni landinu ekki í raun, heldur eru það auðmenn íslands, og það sem meira er að ég trúi þessu eins og nýju neti. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 3.1.2008 kl. 22:23
Heill og sæll Helgi.
Það er rétt hjá þér þetta vill loða við menn að þeir standa ekki við loforð sín eftir kosningar eins og í þessu dæmi. Ég tel að fólkið verði að mótmæla þessu með því að kjósa þessa menn ekki aftur.
Vararandi auðmennina að þeir stjórni landinu það má vel vera að þeir hafi árhrif á ýmis mál. Ef svo er eins og þú bendir réttilega á þá tel ég lýðræðinu stafi hætta.
Þá spyr ég til hvers erum við þá með Alþingi og Alþingismenn á launum ef þeir geta ekki myndað sér sjálfstæðar skoðanir eru við þá ekki komnir út á braut sem enginn veit hvert endar.
Með Kveðju til suðurhafs eyja
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 4.1.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.