Blikur og Lómur undir Hentifána.

Nýjustu kaupskip Faroe Ship munu verða undir hentifána. Það er helvíti hart þegar 32 mönnum sem höfðu haft atvinnu á gömlu skipunum sem hétu sömu nöfnum verður nú breytt. Eimskip á Íslandi á nú Faroe Ship nú ætlar Eimskip að auka siglingar til og frá Færeyjum. Nýu skipin, Polfoss og Hólmafoss sigla til og frá Færeyja og eru skrásett  Færeyjum á þessum skipum verða yfirmenn Færeyingar á meðan restin er mönnuð með útlendingum þessi ummæli voru höfð eftir forstjóra Faroe Ship, Jóhanna á Bergi, i samtali við Kringvarpið. Nýju skipin Lómur og Blikur sem munu leysa þau gömlu af verða nú skráð undir fána Limassol og munu hefja reglubundnar siglingar til Íslands.

Ég spyr hvert eru kaupskipaútgerðir að stefna ætlar almenningur ekkert að segja um þessi mál? Er fólki sama að aðrir taki vinnuna af þeim sjálfum og sporni að lækkun launa ég sjálfur segi nei. Nú standa kjarasamningar yfir mér hrís hugur hvernig máttlaus verkalýðhreyfing ætlar að taka á málunum ekki er hún burðug nema að röfla úti í horni við sjálfan sig vegna þess að verkalýðsforkólfar eru útbrunnir í sínum embættum. Til þess að bæta úr því verður verkalýðstétt að taka höndum saman og mótmæla harðlega fyrirætlunum stjórnvalda og atvinnurekaenda. Ég hef oft spurt mig eru atvinnurekendur að reka sitt fólk úr landi og þar með er Ísland orðið eitt af þrælalöndum heimsins er það sem fólkið vill. Til að það gerist ekki verður fólkið að rísa nú upp ég segi nú ekki seinna og taki höndum saman og segjum stopp við þessari þróun mála.

Það verður ekki glæsilegt á mánudaginn þegar eitt af þessum skipum fara nú að sigla undir þægindafána með reglulegri viðkomu í Reykjavík og kjörin eru ekki boðleg neinum. Ekki lækkar vöruverið í landinu eða flutningskostnaður með þessum skipum hvað ætla farmflytjendur að segja við því munu þeir ekki krefjast lækkunar á flutingskosnaði? það væri gott að vita um það. Nú er spurningin hvað gera fjölmiðlar þessa lands í þessum málum þegar skipin koma og hvernig verður umfjöllunin um skipin þetta eru spurningar og svör sem væri gott að fá svör við.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann. þetta er hræðilegt, maður fær hroll við að lesa þessa grein hjá þér Jóhann. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.1.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Mig skal ekki undra að þú fáir hroll innra með þér. Þessi þróun mála er að vaða yfir okkar vinnumarkað ef ekki verður brugðist við því munum við Íslendingar sitja uppi atvinnulausir.

Síðan er það hnefarétturinn það er spurning hvenær hann verður tekin upp. þetta eru atriði sem fólk skal hugsa um áður enn það verður of seint.

Varandi þessi skip þá eru þau með fánaríki þar sem hægt er að fara með fólk eins og útgerðamenn vilja og gera án þess að spyrja að því. Nefni lítið dæmi með fólk frá Rúmeníu sem er samningsbundið um borð í 9 mánuði án þess að geta farið heim í frí með sultarlaun og fæði sem er ekki manni bjóðandi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Ég tek undir þín orð þetta atriði sem þú bendir réttilega á er alveg með ólíkindum hvernig þetta félag hagar sér. Mig minnir að formaður Eflingar hafi fengið verðlaun frá Forseta Íslands nýlega fyrir hvað hann var góður og lipur í þágu erlendra verkamanna á sama tíma og hans fól býr við kröpp kjör. Nú ætlar hin sami að fara í kjara viðræður við atvinnurekendur ekki hef ég mikla trú á þeim.?

Aðalsteinn ég óttast að fólk frá láglaunasvæðum taki atvinnu frá fólki á næstu árum og íslendingar sitji uppi með sárt ennið. Ég veit til þess að Alþjóðasamband Flutningaverkamanna ITF mun grípa inn í málið eins og þeir gerðu með flugmenn þegar þeim var sagt upp hjá Flugleiðum. þegar sambandið greip inn í málið þá leystist þetta mál strax.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn Jóhann, Ég bíð bara eftir því að manni verði sagt upp og boðið að fara í pláss á pólverjakjörum! Með kæri þrettándakveðju frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 5.1.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Ég ætla rétt að vona að þér verði ekki sagt upp störfum fyrir pólverja á pólverjakjörum. Ég var að lesa það í færeyskum blöðum að nú vilja Færeyingar eiga landið fyrir sig ekki fyrir aðra enn lifa þar og eiga þar heima. þetta er orðið grundvallakrafa þeirra í dag enda vilja þeir ekki þessa þróun mála.

Með helgar og þrettándakveðju.

Til ykkar á suðurhafseyjum

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband