Sjóræningja togari tekinn af Normönnum.

Ríkisfanglaus togari Nemanskiy með fölsk skjöl umborð sigldi úr höfninni í Kirkines í Norður Noregi sl sunnudagkvöld án þess að greiða hafnargjöld og aðrar skuldir sem höfðu ekki verið greiddar. Togarinn slökkti siglingarljósin sigldi burtu í skjóli myrkurs með illa brenndan sjómann um borð sem hafði fengið heitt vatn yfir sig á nýársdag . Nemanskiy hafði verið á veiðum í Barentshafi 1-2 mánuði og enginn veit hvað hann hefur verið veiða. Þetta upplýsti Steve Olsen í Norður Noregi í samtali við VG Nett.

Það hefur verið upplýst að togarinn var Rússneskur með rússneskt ríkisfang enn skipstjóri vildu ekki kannast við það. Undrun vekur að Nemanskiy var ekki í skipaskrá þeirra. ? Um leið og Nemanskiy sigldi úr höfn í Kirkines hóf norska strandgæslan eftirför á eftir togaranum og elti hann það var ekki fyrr enn á föstudagsmorgun í annarri eða þriðju tilraun er tókst að stöðva togarann vegna rigningar og veðurs er þeim loks tókst að stöðva Nemanskiy. Björgunarþyrla og læknar fluttu síðan slasaðan sjómanninn á sjúkrahúsið í Kirkines. Nemanskiy var síðan færður til hafnar í Vado sem hann liggur nú. Og er málið í rannsókn hjá Lögreglu í Vado.

Það skal tekið fram að að fjöldin af stórum og gömlum rússneskum togurum liggja liggja nú í höfninni Kirkenes sum af skipunum sem liggja þar eru með sjómenn um borð. Þau sem eru ekki með sjómenn um borð eru mjög léleg og hafa hafnaryfirvöld þurft að taka til sinna ráð og setja dælur um borð í skipin vegna lekavandamála og eru til vandræða fyrir norsk yfirvöld.  

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband