Slæm staða gúmmíbáta hylkja.

Mikill pressa er á skoðunarmönnum gúmmíbátahylkja þegar gúmmíbátar koma til skoðunar á árs fresti og í sumum tilfellum þarf að gera þetta jafnvel með 36 tíma fyrirvara. Á meðan bíður hylkið sem er úr járni eftir því það sé sett á sinn stað. Vegna þess að skip og bátar stoppa stutt í höfnum. Hér á Norður slóðum eru hylkin hlaðin með köfunarefni og kolsýru vegna frosthættu frá árinu 1991, hafa engar breytingar átt sér stað. Enda vantar töflu  fyrir skoðunarmenn varandi hleðslu hylkja þrátt fyrir ábendingar standa þessi mál í sömu sporum enginn breyting hefur átt sér stað. Það getur líka verið erfitt með krók loppnar hendur að opna gúmmíbátinn það átak getur verið frá 8 - 17 kg sem er töluvert átak til þess að gúmmíbátur blæs upp.

Gúmmíbáta hylki eiga að standa í það minnsta kosti 2- 3 mánuði til að koma í veg fyrir að hylkið leki. Komið hefur fyrir þegar gúmmíbátar koma til skoðunar eftir ár þá hefur hylkið ekki staðist kröfur um vigt sökum leka. Hvað er til ráða?

1. Það þarf að koma upp flöskubanka þar sem hylkið stæði í nokkra mánuði og yrði síðan viktað aftur til að ganga úr skugga að hylkið leki ekki.

2. Lagt verði flokkunargjald sem renni í sjóð til kaupa á nýjum hylkjum og við halda hylkjunum þá er átt við að þrífa og mála hylkin aftur og yfirfara þau í leiðinni. Komið hefur fyrir að tæringar göt eru á þessum hylkjum þá er lítið not af gúmmíbátnum ef svo skildi henta. Yfir leit eru þetta nálargöt.

3. Hverjir eiga að borga?. Innflytjendur, Ríkið, og Gúmmíbátaþjónustur.

Það skal tekið fram að nokkrar tegundir gúmmíbáta eru til og eru um borð í skipum dæmi DSL, Víking, Lifeguard. Enn skoðunarstöð Vikning í Hafnarfirði virðist vera að ná yfirhöndina vegna þess að þessi skoðunarstöð hefur keypt upp flestar skoðunarstöðvar að undanförnu. Sem er slæm staða að mínu áliti.

Jóhann Páll Símonarson.                                                                                                             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill g sæll Sigríður.

Það er einmitt kjarni málsins eins og þú segir. Ég sem áhugamaður og sjómaður og margir sjómenn eru sammála þér. Enn það virðist enginn skylda þegar óhöpp eiga sér stað og þau alvarleg. Þegar menn verða fyrir áföllum þá ætlar allt þjóðfélagið að verða vitlaust. Hvers vegna veit ég ekki?. þess vegna væri gott að heyra skoðanir þínar og annarra. Eftir sem fleiri hafa sína skoðanir er hægt að mynda sér skoðanir.

Þakka þér hlý hug og þínar skoðanir. Enn ég hef verið í þessum málum um áratuga skeið og mitt hugarefni hefur verið öryggismál sjómanna og hef reynt með mínum skrifum að bæta þau mál. Enn ég held að það hafi skilað því til sjómanna að of margir hlutir í öryggismálum eru ekki í lagi.

Sigríður þakka þér sérstaklega að minnast á þennan þátt okkar sjómanna

Kærar Þakkir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 10.1.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband