Eigendur þeirra greiðslukorta fyrirtækja brutu samkeppnislög.

Það er alvarlegur hlutur að brjóta samkeppnislög með því að tryggja ef aðili sem vill hefja starfsemi á sviði korta fyrirtækja markaði þá taka mót aðilar sig saman og útilokan þann aðila með bolabrögðum. Ekki nóg með það þetta ástand er búið að vera langvarandi sem ég tel vera það alvarlegasta sem upp hefur komist á undanförnum árum. Enda var tilgangur með þessu að koma PBS kortaþjónustunni út af markaði og að það næði ekki að ná rótum hér á landi.

Það merkilegasta í dómuppkvaðninguna sem er samkvæmt ákvörðun samkeppnisstofnunar sem lítur. þetta mjög alvarlegt augum sem brot á lögum no. 10, og 11 gr. samkeppnislaga. Mér sjálfum finnst þessi dómur og sektarupphæðir vera mjög litlar og ekki traust sinnis verðar. Að þessi fyrirtæki skuli ekki fá hærri sektir er mér óskiljanlegur hlutur. Fengu aðeins 735 miljónir króna sekt  sem voru samkomulagsbætur og þar með var þetta tiltekna mál úr sögunni. Ekki voru forstjórar ákærðir fyrir brot sín á lögum sem þeir brutu að yfirlögðu ráði. Þeir sluppu og var ekki meint af því. Í kjölfarið hafa fyrirtækin breytt nöfnum sínum og heita þau nú öðrum nöfnum eins og Vísa sem heitir nú Valitor sem dæmi. Hverjir skyldu nú eiga þessi fyrirtæki jú það eru víst bankarnir auk Seðlabanka Íslands. Já það er rotið þjóðfélagið þegar lýðurinn getur ekki lengur treyst korta fyrirtækjum fyrir sínu og Seðlabanki íslands skuli ekki hafa meiri tök á þessu eru stórtíðindi fyrir lýðinn. 

Finnst fólki það réttlátt þegar drykkjumaður sem var svangur og átti ekki aur stal lifrapylsukepp að mig minnir í versluninni 10-11 sem kostaði 330 krónur og  hann skilaði síðan honum aftur. Enn var samt ákærður fyrir brot sitt fékk að mig minnir sekt og skilorðbundið fangelsi í 2 ár ef sektin væri ekki borguð innan ákveðins tíma. Það voru nefnilega ekki í gildi sömu lög sem eiga við um forstjórana og óreglumanninn sem gerði sömu hluti og forstjórar kortafyrirtækjanna þeir voru uppvísir um að brjóta lög. Enn þetta kerfi er ekki boðlegt lengur að mismuna fólki eftir hvað það starfar. Hvað skildu lifrapylsukeppirnir vera margir sem kortafyrirtækin borguðu í sektir?.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband