Það á að reisa fleiri hljóðmúra.

Á kynningar fundum fyrir nær 4 árum þá voru okkur Grafavogsbúum kynntar tilögur um að reisa veggi til að bæta hljóðvist á eftirtöldum stöðum Vegna lagningu Sundabrautar. Og eru þær deilur enn í gangi og ekki sér fyrir endanum á þeim..

Samkvæmt heimildum" mbl.is þann 13 janúar 2008." er haft eftir Ólafi Bjarnasyni aðstoðarsviðstjóra Framkvæmdarsviðs Reykjavíkur. " þar segir Ólafur Hann taldi að íbúar væru bærilega sáttir við þessi áform. enda mundu veggirnir bæta mjög hljóðvist þeirra... Til að svara þessu þá er það ekki rétt hjá Ólafi að íbúar séu sáttir með aðkomu Reykjavíkurborgar að málinu og eins Vegagerðina sem virðist ætla að fótum troða lýðræðið. Það hefur aldrei verið hlustað á ábendingar íbúa. Þótt íbúar í Hamrahverfi hafi gert athugasemdir og fengið sér lögmann í málið þá hefur ekkert verið tekið mark á neinum nema Vegagerðinni og Reykjavíkurborg. þetta er kallað valdníðsla á manna máli. Það er lámarks krafa að Ólafur Bjarnason upplýsi okkur íbúa nánar hvernig þessu verður háttað og menn fari rétt með. Alla vega eru þetta upplýsingar sem við fengum á þessum kynningarfundum. 

Kleppsvegur 86 - 96 6 metrar hár veggur við þetta hús. Sæviðarsund 2 - 8   4- 5 metra hár veggur. Við Drekavog og Njörvasund 2 - 4 metra hár veggur. Barðavogur 17 - 24  3-5 metra hár veggur. Snekkjuvog 17 - 24  3 - 5 metra hár veggur. Eikjuvog 21 - 23 4 - 5 metra hár veggur.

Með fram Hallsvegi 4-5 metra hár veggur. 2 metra hljóðveggur á lóðamörkum húsa í Hamrahverfi. Leiðhamrar no.  22. 24. 44. 46.  Neshamrar no 12, 16, 18,  þetta er gert til að halda hljóðstigi undir viðmundunarmörkum reglugerðar nr. 933/ 1999 um hávaða.

Framkvæmdaraðilar kynna ákveðnar lausnir á þeim umferðahávaða sem af framkvæmdinni muni leiða niður fyrir það viðmunnar gildi að bæta varnir fyrir hljóðstig sem er 50 db og eftir því sem hljóðstig hækkar fjórfaldast hávaðinn. Hvað með efri hæðir húsa þar endurkastast hljóðið í allar áttir. Enda er þessi málatilbúnaður framkvæmdaraðila mjög handahófskenndur og ótraustvekjandi og efast ég um að framkvæmdaraðili geti í raun uppfyllt skilyrði um hljóðvist við heimili fólks við Kleppsveg og annarra hluteigandi aðila samkvæmt reglugerð um hávaða nr. 933/ 1999.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Reisa veggi til að bæta hljóðvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Foreldrar mínir búa við Kleppsveg,þar er búið að setja upp hjólmúra sem eru meiri háttar ljótir,og ég er efins um að þeir einangri hljóðið frá götunni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Gleðilegt ár megi guð og gæfa vera með þér og fjölskyldu þinni. það er gaman að sjá þig aftur hér á blogginu.

Varðandi þessa hljóðmúra þá á ég ekki orð yfir þessum aðgerðum Borgaryfirvalda og Vegagerðarinnar og segja ekki rétt frá er annar hlutur. Hinsvegar hefur það tíðkast á  undan förnum árum hefur á fjölförnum akstursleiðum eru beint inn í miðja borg til að reyna að minka hávaða eru moldarhaugar settir í staðin fyrir framan útsýnis gluggann ég get nefnt lítið dæmi nýlega rétt við Borgaspítala þar er kominn ein af þessum haugum sem eru ekki er fallegur og ekki held ég að fólkið sé sátt við þetta.

Eftir því sem hljóðmön er hærri þá endurkastast hljóðið og veldur hávaða á efri hæðum húsa. Síðan gæti komið til greina að hafa þykkara gler sem veldur auka kostnaði.

Anna ég tek undir með þér að reka stálþil þarna niður er ekki í takt við tíman. Og forljót eins og þú bendir réttilega á.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.1.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband