23.1.2008 | 11:17
Einstæður Atburður.
Mig langar að minnst þessa daga fyrir 35 árum síðan þegar ég var 22 ára farmaður sem háseti á m/s Dettifossi vorum ný komnir frá Hamborg í Þýskalandi þegar skipstjórinn hringdi í mig um nóttina og sagði mér að flýta mér eins og ég gæti því gos væri hafið í Vestmanneyjum. Ég var hálf ruglaður ný sofnaður og ég átti ekki von á þessu enn ég mann þegar ég sagði við skipstjórann eigum við að fara að lesta skipið já svara hann um leið, ýtrekaði flýttu þér. Enn ég var ekkert pæla í því það þurfti nefnilega að losa skipið fyrst áður enn við færum að lesta. Enn öll áhöfnin var komin saman á mjög skömmum tíma. Til samanburðar lá m/s Reykjafoss á ytrihöfninni við ankeri með alla áhöfnina í viðbragðstöðu vegna þess að þeir máttu ekki fara inn vegna sprengiefna hættu sem var í gámum um borð. Ekki voru þeir eins fljótir að gera sig kláran og áhöfnin á m/s Dettifossi sem lá við Faxaskála og allir áhafnameðlimir í fasta svefni heima hjá sér þegar Neyðarkallið kom. Menn voru ekki lengi að koma sér af stað og skipið hélt úr höfn landfestar leystar og stefnan tekinn á Vestmanneyjar. Og skipstjórinn fyrirskipaði að sett yrði eins mikinn afl á vélina og hægt væri. Allir um borð undir bjuggu að taka á móti fólki enda var sagan ekki glæsileg sem við fengum. Allur floti Eimskipafélagsins sem var í landi var á leið til Vestmanneyja. Þegar Dettifoss nálgaðist Reykjanesvita var öllum skipum snúið við og þar á meðal vorum við og okkur sagt að ekki yrði þörf fyrir hjálp að sinni vegna þess að allir bátar sem voru inni hefðu bjargað fólki og ekki stæði hætt lengur af þessu gosi.
Enn ekki var þess lengi að bíða þegar við á m/s Dettifossi vorum á útleið á föstudagmorgun um hádegisbil þegar almannavarnanefnt tók skipið yfir og stefnu breytt og síðan siglt inn til Vestmanneyja til að hjálpa fólki og koma verðmætum burtu sem fyrst. Gísli Hafliðason yfirvélstjóri fyrirskipaði að öll net yrðu sett fyrir alla vélablásara netið fengum við úr hurðum á göngum skipsins var það sett fyrir blásara skipsins. Mér er það minnisstætt þegar Dettifoss sigldi inn í hafnarminnið þá sá ég eldglæringar frá Helgafelli og grjótið sem fór yfir skipið. Þegar í höfn var komið var hafist handa við að lesta skipið tómir gámar voru hífðir í land til að fylla þá aftur af búslóðum fólks sem ekki hafði misst allt sitt. Sumir höfðu misst allt og áttu ekki neitt. Skipið var opið öllum sem vildu þiggja veitingar og hlýu með brytan í fararbroddi Anton Líndal sem nú er látin og hans fólk sem sá til þess að enginn var svangur sem fór frá borði.Veitingarnar voru í boði Eimskipafélagsins og Erlendar Jónssonar skipstjóra. Enda var stöðugur straumur af björgunarmönnum og íbúum Vestmanneyja sem þáðu boðið enda björgunarmenn óvinda úr þreytu.
Mér er það efst í huga mínum þegar eigandi sem átti slippinn í Vestmanneyjum þegar hann hafði samband við mig og bað mig að fara vandlega og kanna hvort hurðarnar á bílnum sínum væru lokaðar ég sagði lokaðar já svaraði hann. Ég sagði við hann þungur er bíllin já þetta er það eina sem ég á eftir. Mér var brugðið þegar ég heyrði hann segja þetta. Við tókum öll faratæki sem við gátum brytinn um borð sá um að spúlaði alla bíla með sjó til þess að askan færi af þeim. Síðan vorum við í þessum ferðum í heila viku með fullt skip af fólki sem svaf á göngum og fjölmennt var í herbergjum hjá áhöfninni á meðan ferðinni stóð síðan var húsbúnaður og bílar sett inn í vöruskemmu í Sundahöfn og þar gátu eigendur nálgast sína hluti.
Skipstjórinn minn Erlendur Jónsson sem nú er látin stóð sig með einsdæmum vel hlúði vel af fólki sem átti um sárt að binda á þessum tíma. þetta voru erfiðir tímar sem þetta fólk bjó við það átti hvergi heima og þurftu síðan að leita til vinar og ættingja að fá húsaskjól. Eitt get ég satt þetta eru tímar sem ég gleymi aldrei. Fólkið stóð sig með einsdæmum vel enda eru Vestmanneyingar þekktir fyrir dugnað það mun aldrei verða tekið frá þeim.
Jóhann Páll Símonarson.
35 ár frá gosinu í Heimaey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann, þakka þér fyrir hlýleg orð í garð okkar Eyjamanna, það vita fáir hvernig það er að lenda í svona nauð en best vita þeir sem upplifa það.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 23:33
Heill og sæll Helgi.
Ég tek undir með þér þetta er lífraun sem ég mun aldrei gleyma því það var ömurlegt að sjá hvernig þetta var. Ég held að menn geti ekki ímynda sér þvílíkar hörmungar að missa heimilin sín og þurfa síðan að flýja upp á land.
Enda kom þetta vel fram í kvöld í kastljós þætti.
Mikið var gaman að sjá hjónin sem voru ást fanginn upp fyrir haus yndislegt
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 24.1.2008 kl. 00:50
Sæll Jóhann Páll, ég sá að þú kvittaðir hjá Sigmari vini okkar um kirkjugarðinn, ég get frætt þig um það að ég og nokkrir vinir mínir unnum í sjálfboðavinnu 11 ára gamlir við að moka vikri í hjólbörum í ágúst 1973. Það væri gaman að fá ykkur bloggara sem búið á særstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum í heimsókn á goslokum í sumar, og svo er stórhríð að verstan í kvöld þannig að glansinn er farin af suðurhafseyjum í bili, það verður fínt veður 3 júlí. Kær þakkagjörðarkveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 23:23
Heill og sæll Helgi.
Ég tek undir með þér það væri gaman að vera 3 júlí á þessu ári og aldrei að vita hvað maður geri ég þekki mikið af góðu fólki.
Þetta er stórmerkilegt þegar menn fara að rifja upp þá komast menn að því að menn geta miðlað upplýsingum til þeirra sem þekkja ekki til.
Ég er kominn á þá skoðun að þetta verði fært til bókar. Enn fremur væri hægt að gefa út bók til fróðleiks fyrir þá sem þekkja ekki til sögunar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 25.1.2008 kl. 15:50
Heill og sæll Jóhann þakka þér fyrir þennann pistil. ég hef haft mikið að gera nú síðustu viku og ekki haft tíma til að lesa síður bloggvina. Já það komu margir að þessum björgunaraðgerðum og maður fann greinilega hvað fólk var tilbúið að gera allt til að hjálpa okkur. Alla vega vorum við heppin með að fá húsnæði, vorum reyndar á þremur stöðum á einu ári, en alltaf hjá frábæru fólki. Á þessum tíma fann maður vel hvað íslendingar standa vel saman þegar eithvað bjátar á hjá fólki. Þessi eyjapistill þinn er enn einn kaflinn í þessari sögu sem vonandi verður einhverntíma skráð í heild sinni.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.1.2008 kl. 22:57
Heill og sæll Sigmar.
Ég þakka þér og Helga fyrir hlýleg orð í minn garð. Þessi skrif gætu verið lengri enn ég á margar minningar frá þessum tíma.
það er rétt hjá þér það vantaði ekki hlý hug allra íslendinga sem voru tilbúnir að hjálpa til og leggja sig fram að hjálpa fólki.
Tek undir með þér endilega að koma þessu á framfæri meðan menn hafa tíma og geta rifjað upp minningar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 30.1.2008 kl. 00:56
Sæll Jóhann ég hugsa að þú vitir það sjálfur að þú er meir en velkominn.Þú ert innilega velkomin til Eyja.Lát verða af þessu í sumar.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 2.2.2008 kl. 01:53
Heill og sæll Ólafur.
þakka þér hlýlegt boð. Er að hugsa málið enn hef áhuga að hitta fólk og ræða mál sem hafa verið uppi á þeim tíma.
Enn Ólafur ég tel eins og ég hef oft sagt áður. Það verður að fá bókaútgefenda að gefa út rit um gosið í Vestmanneyjum sem er undur veraldar undan því verður ekki komist.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 2.2.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.