Nýr meirihluti Sjálfstæðismanna og Frjálslyndaflokksins taka við í dag.

Mörg mál höfðu komist í gegn á fyrstu 16 mánuðum kjörtímabilsins og borgarstjórnarhópur sjálfstæðismanna hafði skýra sýn hver næstu skref í borgarmálum ættu að vera. Flokkurinn var því skýr valkostur við hliðina á fjögra flokka meirihluta sem tók við og gat á þremur mánuðum ekki komið sér saman um málefnasamning. Þá liggur fyrir að oddvitum flokkana fjögra tókst ekki að halda meirihlutasamstarfi sínu saman lengur en rúmlega 102 daga þá gekk þetta ekki lengur.

Sjálfstæðisflokkurinn er málefnalega skýr kostur.  Oddvitar fráfarandi meirihluta hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að ekkert sérstakt tilefni eða ágreinismál hafði verið uppi sem réttlætti að borgafulltrúi Frjálslynda flokksins myndi nýjan meirihluta. það má líta á þessar fullyrðingar frá hinni hliðinni líka. Meirihluti fjögra flokka sem var svo ósamstæður að hann náði illa að koma sér saman um ákvarðanir og var því lítið um að vera hjá þessum aðilum enda furða menn sér hvað þetta hélt sökum vandræðagang og andstöðu gagnvart þeim sjálfum.

Varandi mál húsanna tveggja á Laugavegi 4 - 6. Málum var frestað og forðast að taka ákvarðanir, líkt og sást í málunum tveggja. Koma síðan og undrast að Ólafur F. Magnússon hafi komist að þeirri  niðurstöðu að hann myndi frekar koma baráttumálum sínum í gegn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en bræðingi fjögra flokka þar sem erfitt var að ná saman um nokkurn hlut. Þetta kom skýrt fram í því að nýr málefnasamningur var klár strax við myndun hins nýja meirihluta. Í október var nýr meirihluti myndaður án málefnasamnings og var við völd í aðeins 3 mánuði án slíks samnings.

Með nýjum meirihluta sem tekur við í dag  gefst sjálfstæðismönnum tækifæri til að halda áfram með þau jákvæðu skref sem stigin höfðu verið að ábyrgri fjármálastjórn með lækkun skatta á borgarbúa. Í málefnaáherslum flokkana kemur fram að fasteigna skattar verða lækkaðir og tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli og örorkulífeyrisþega verður hækkuð verulega. Ennfremur komast mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar aftur á dagskrá

Mótherjar Sjálfstæðisflokksins í borgini hafa látið ýmis stóryrði falla og sjá stöðuna í öðru ljósi en áður. Á vef Samfylkingar er fjallað um meirihlutaskiptin og þau kölluð afskræming á lýðræðinu- þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndisflokkurinn hafi fengið saman lagt 52% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og hafi skýran meirihluta borgarbúa á bak við sig.

Að lokum langar mig að fjalla um ósmekkleg ummæli um heilsufar Ólafs F. Magnússonar sem hafa verið á vöru andstæðinga sem hafa reynt með níðingshætti að sverta og reynt að koma höggi á Ólaf. Þeir hafa gengið svo langt að nýta sér það í pólitískum tilgangi. Mig langar að benda á vef Samfylkingarinnar. " Síðast enn ekki síst verður ekki hjá því komist að nefna sagnir um viðkvæm heilsufar hins nýja borgarstjóra, en þær auka ekki trú á getu hans til að sinna þessu vandasama hlutverki." tilvitnun líkur. Dæmi hver fyrir sig.

Þessi sjónarmið eru athyglisverð fyrir þær sakir að flokkarnir þrír virtust ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þegar þeir mynduðu meirihlutann með Ólafi á sínum tíma. Furðuleg rök Samfylkingarmanna að mínu áliti. Hvernig væri það að þeir sem komu þessum óþverraskap á stað myndu biðja Ólaf F Magnússon afsökunar á orðum sínum það myndi ég segja vera meiri menn ef þeir myndu gera það. Ég óska Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra og Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna til hamingju með daginn megi ykkur öllum takast vel að bæta hag borgarbúa.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband