Starfsmenn frá Bónus rannsaka verð í verslun Krónunar

Það voru mér vonbrigði þegar ég sá í dag 2 menn frá Bónus verslunum. Sem voru voru með tæki sem þeir settu á vörur sem þeir höfðu áhuga á til að senda upplýsingar. Ég varð virkilega reiður þegar ég sá þessa menn og spurði hvað gengi á og hvers vegna þeir væru að þessu. Þá svaraði annar þetta er bara könnun enn við eru alltaf ódýrastir sagði hann, ég gerði athugasemd og sagði það væri ekki vandi því þeir vissu hvað verð væri hjá hinum aðilanum. Síðan kom maður frá Krónunni hann sagði blessaður maður þetta er búið að ganga í allan vetur bónus menn væru hjá Krónunni og Krónumenn hjá Bónus.

Ef þetta er ekki verð samráð þá veit ég ekki betur. Það undarlegasta er að þetta er gert rétt fyrir að fólk fer að kaup sér í helgarmatinn. Ég er búinn að hafa samband við  Samkeppniseftirlitið þeir sögðu að þeir vissu þetta og væri búið að vera við líði í mörg ár. Enn þeir gætu ekki farið út fyrir laga ramman. Ennfremur væru þeir búnir að fá fullt af ábendingum. Ég segi hvernig stendur að Krónumenn leyfa Bónusmönnum að vera inn á gafli hjá sér og segja ekki auka tekið orð?

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það er engin samkeppni á matvörumarkaði og er það aðalástæðan fyrir háu matvælaverði hér á landi.

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég hef séð þetta í Krónunni í langan tíma,stundum hef ég þurft að spyrja um eitthvað og spurt þessa menn,þá segjast þeir vera starfsmenn frá Bónus.Það er engin samkeppni,það er ekkert mark tekið á fólkinu í landinu hvorki í þessum málum né öðru.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Halla Rut.

Fyrirgefðu hvað ég svara þér seint. Ég er búinn að vera með flensu skýt.

Ég tek undir með þér það er engin samkeppni hér á matvörumarkaði. Ég trúði ekki þessu hélt að þetta þekktist ekki hér að landi.

Enn þetta er staðreynd það er mín skoðun að fólk láti þetta ekki fram hjá sér fara. Það versta er að Samkeppnisstofnun virðist ekkert hafa áhuga á þessu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 28.1.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Fyrirgefðu hvað ég svara þér seint Ég er búinn að vara með flensu skýt.

Tek undir með þér þetta er stór undarlegt mál öllum virðist sama hvernig kaupmenn haga sér. Eins og þú bendir á að þú hafir séð þetta lengi. Ég tel þetta alvarlegt mál og vert að skoða betur.

Jóhann Páll Símonarson, 28.1.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband