Kristján Loftsson hættir hvalveiðum.

þetta er hörmuleg tíðindi sem berast þjóðinni þegar einn af okkar mestu dugnaðarforkum þjóðarinnar sem hefur einn og óstuddur barist til tugi ára með hvalveiðum okkar íslendinga. Nú þorir sjávarútvegsráðherra Einar Guðfinnsson ekki að taka afstöðu með hvalveiðum og lætur frekar öfgahópa og Samfylkinguna komast upp með mótmæli á hendur okkur. Kristján Loftsson hefur í áratugi rekið skip og verksmiðju í Hvalfirði og verið með fólk í start stöðu að byrja mætti að veiða hval sem fyrst eftir áratuga stopp. Eins og allir vita hefur hvölum hér við land fjölgað það mikið að hvalurinn er farinn að éta ýmsar tegundir af fiski sér til matar þar á meðal þorsk sem við erum að takmarka veiðar á. það talar enginn um það. Enn þegar kemur að uppsögnum á fiskverkunarfólki þá ætlar allt vitlaust að verða fréttastofur landsmanna fjalla um þetta dag eftir dag. Enn minnast ekki einu orði á hvalveiðar og hvað er framundan í þeim málum. Meira að segja Einar Guðfinnsson þegir um málið og þorir ekki að taka afstöðu með hvalveiðum.

Samkvæmt heimildum mínum mun Kristján Loftsson hætta útgerð á veiðum á hval ef veiðar verða ekki leifðar að nýu. Þá mun í leiðinni leggjast af hvalveiðar íslendinga og sigur öfgahópa sem munu hrópa og kalla sigur. Þá spyr ég hvað verður næst botnvörpuveiðar? Ég tel þessa þróun mála vera mjög alvarlega ef þjóðin ætlar að láta Samfylkinguna og öfgahópa komast upp með að taka af okkur lífbjörgina sem hefur framleitt okkur í gegnum lífið.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann Páll ég tek undir hvert orð sem þú skrifar hér, Okkur vantar tilfinnalega menn í stjórnmálin sem hafa bein í nefinu og eru tilbúnir að berjast fyrir fjöldan en ekki fámennar klíkur.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.1.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Kristinn.

Ég tek undir hvert einasta orð þitt. þrátt fyrir að við höfum mótmælt hefur ekkert gerst í málinu. Enn mér hefur fundist Ríkistjórnir sem hafa verið við völd ekkert þorað að taka á þessum málum.

Heldur hafa Ríkistjórnir sem hafa verið við völd látið öfgasamtök og útflutningsaðilar sem hafa vælt í gegnum tíðina. Að það sé verið að eyðileggja markaði og markaðir séu í stórhættu vegna veiðar á hvali. Hverjir muna ekki eftir þessu?

Við veiðum hrefnu í vísindaskini nægur er markaðurinn fyrir kjötið sem ekki er hægt að anna eftirspurn sem dæmi. Þess vegna skil ég ekki stjórnvöld hvers vegna er ekki meiri áhugi fyrir þessum veiðum á hval sem myndi jafna lífskilyrði í sjónum.

Það er rétt hjá þér hvernig væri að fara með málið fyrir dómsstóla og Hæstarétt þá held ég að Kristján Loftsson þyrfti að stefna Sjávarútvegráðherra fyrir óbilgirni og brot á lögum um að taka af okkur lífsbjörgina enda höfum við lifað að þessum veiðum um aldir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 30.1.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Ég tek undir með þér það vantar alvöru þingmenn sem hafa kjark og þor að taka á þessum málum. Enn því miður virðist fólkið ekki hafa áhuga á því. Ég nefni dæmi ef menn bjóða sig fram þá virðist ákveðinn klíka eins og þú bendir réttilega á sem tekur sig saman og vinnur á móti þessum aðila undir það tek ég.

Til að geta boðið sig fram verða menn að hafa fé til að getað spilað úr því nóg er af hagsmunasamtökum sem eru tilbúinn að greiða götur sinna manna. Það er mín skoðun að menn sem eru tilbúnir að fórna sér í málstað fyrir réttlæddi fyrir fólkið væru tilbúnir þá er ég handviss að slík samtök með góðu fólki myndi skila sér.

Okkar ágætti heiðursmaður Kristinn Pétursson fyrrverandi alþingismaður hefur skrifað lengi um óréttlátt kvótakerfi og ekki má gleyma Hafrannsóknarstofnun enn fréttastofur og fréttamenn hafa ekki áhuga á þessu kerfi þrátt fyrir góðar og réttlátar ábendingar frá Kristinni sem hefur látið sín taka á þessum vetfangi. Mér hefur fundist í gegnum tíðina að menn verði að fara að bretta upp ermar og láta í sér heyra. Enn til þess verða menn að hjálpa til og skrifa frá sínu hjarta.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 30.1.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með þér Jóhann að þetta eru ekki góð tíðindi en ekki er lokum fyrir það skotið að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæti bölið með markvissum mótvægisaðgerðum.

Sigurjón Þórðarson, 31.1.2008 kl. 07:47

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurjón, það var mjög slæmt að missa þig af þingi, vonandi ertu ekki hættur í þeim slag að komast þangað aftur, því þar áttu virkilega heima.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.1.2008 kl. 21:43

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Ég er virkilega ósáttur við Einar Guðfinnsson sem þorir ekki að taka afstöðu á veiðum á hval. Síðan er það Samfylkingin sem er á móti öllu í dag og er farið að minna mig á afturhaldsflokk fyrir 40 árum síðan.

Því miður Sigurjón

Kristján Loftsson á ekki endalaust af peningum í verkefni þar með talið viðhald á húsnæði og skipum. Nú er stutt að hann tekur ákvörðun um að loka öllu fyrir fullt og allt þar með missa fjölda manns atvinnu sína. Enn ákvörðun og ábyrgð er á höndum Sjávarútvegsráðherra Einari Guðfinnssyni og Samfylkingarráðherrum hvort ríkistjórinn heimili hvalveiðar ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar sem fyrst.

Það má aldrei ske að öfgahópar stjórni veiðum og atvinnumöguleikum íslendinga þjóðin þar að standa saman í þeim málum og öðrum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 1.2.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Ég tek undir með þér Sigurjón var duglegur og fylginn sér í ýmsum málum. Það er skortur á duglegum þingmönnum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 1.2.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Þrymur.

það er nægur markaður fyrir hvalkjöt. Enn Kristján Loftsson hefur einn og óstuddur séð um sig og sína án þess að vera með upphrópunar merki um málefni sem varðar hvalveiðar. Hann er tilbúinn að veiða hval sjórinn er fullur af hval og við verðum að veiða þetta dýr áður enn við verðum étin út á gaddinn.

þetta mál er stórmál fyrir íslenska þjóð við lifum á fiski það höfum við gert svo lengi sem menn muna. þess vegna megum við ekki láta öfgasamtök taka okkur. Það er búið að vera lengi menn að reyna að tala við þessi samtök enn ekkert hefur gengið i þeim málum. Vandinn er Sjávarútvegsráðherra og Samfylking standa ekki með Kristjáni Loftsyni, um að hefja hvalveiðar sem fyrst tíminn er stuttur.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 3.2.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband