Hvar eru Alþingismenn og Borgarfulltrúar Reykjavíkur.!

30 janúar 2008 birtist mjög góð grein í Fréttablaðinu eftir Birgir Hólm Björgvinsson framkvæmdarstjóra Sjómannafélags Íslands. " Skagamenn þögðu þegar þeir fengu kvóta Sandgerðinga. Skagamenn hafa hins vegar hátt þegar þeir missa. Sandgerði verður aldrei samt eftir sameininguna Miðnes og Haraldur Böðvarssonar. Skagamenn verjast núna, en þeir verða að gá að því, að það sem þeir vilja til sín kemur ekki, nema það verði frá öðrum tekið. Þegar Skagamenn fengu nokkur skip og kvóta, þá misstu Sandgerðingar. Ég man ekki að þeir hafi haft uppi vorkunn þá. Nú vilja Skagamenn fá frá okkur Reykvíkingum.

Íbúar Reykjavíkur þurfa að búa við það að hafa ekki málsvara. þegar blikur eru í lofti á Akranesi koma allir þingmenn landshlutana saman og leggja þeim lið. Þegar ráðist er að atvinnu Reykvíkinga segir enginn neitt. Þingmönnum Reykjavíkur er alveg sama þótt atvinna tapist. Sama er að segja með borgarfulltrúana. Kvótakerfið er þannig uppbyggt að við því má búast að stjórnendur fyrirtækja leiti ráða til að hagræða í rekstri. Þetta hafi margir vitað lengi. Þar á meðal þingmenn Vestlendinga sem nú býsnast yfir stöðunni. Krafa Skagamanna um að fiskurinn verði unninn hjá þeim er krafa um að störf á Akranesi verði metin merkilegri en störf í Reykjavík.

Í sjálfum sér er hægt að skilja varnavinnu Skagamanna. En þeir verða samt að muna hvernig þeir hafa komið fram við aðra. þeir fá nú að kynnast dökku hliðinni. Öll verðum við að sætta okkur við afleiðingunum þess kerfis sem við búum við og þá staðreynd að þorskurinn er í lágmarki. Reykvíkingar hafa misst mörg störf og skip síðustu ár. Það er ekkert betra að vera atvinnulaus í Reykjavík en á Akranesi. Þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar verða að standa undir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sóst eftir. Það gera kjörnir fulltrúar Skagamanna. Segja má að hafin sé aðför að Reykjavík og engar varnir uppi. Það er rétt hjá Skagamönnum að útgerð HB á sér langa sögu. Sama er að segja um Granda í Reykjavík, sem í stofninn er Bæjarútgerð reykjavíkur. Reykjavík hefur um langan aldur verið ein helsta verðstöð á Íslandi, skapað mikla atvinnu og miklar tekjur. Þegar höggvið er í okkur verðum við að verjast eða sveigja undan. Við tökum því ekki þegjandi og hljóðlaust. Segir framkvæmdarstjóri Sjómannafélags íslands Birgir Hólm Björgvinsson í grein sinni.

Síðan hefur Morgunblaðið fjallað um þessi mál dag eftir dag og hefur ekki einu sinni áhuga á að fjalla um stöðu farmanna sem eru í útrýmingar hættu. Síðan að Gísli Gíslason var ráðinn til Faxaflóa hafna hefur hann ásamt vini sínu Gunnari Sigurðssyni unnið að því lengi að færa öll fyrirtæki upp á Akranes og þar með atvinnutækifæri. Nú síðast var viðtal við Gísla Gíslason þar segir hann að Faxaflóahafnir sé tilbúnir til viðræðna við HB Granda um framtíð fyrirtækisins á Akranesi. Það sama var uppi í fyrra þegar sama fyrirtæki óskaði eftir lóð á landfyllingu á Akranesi og Faxaflóahafnir ættu að standa undir kostnaði. Björn Ingi Harfnsson stöðvaði þessa umsögn vegna þess að Grandi ætlaði að selja húseign sína á hundriði miljóna króna og hagnast þar með. Enn nú er komin nýr formaður Faxaflóahafna Júlíus Vífill Ingvarsson sem ætlar að taka undir með  Granda um að flytja fyrirtækið upp á Akranes og þar með atvinnutækifærin sem ég mun ekki sætti mig við sem Sjálfstæðismaður og fyrrverandi varamaður i stjórn Faxaflóahafna. Það er mín skoðun að oddviti Sjálfstæðismanna Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson verði að stöðva þessa framgöngu Júlíusar Vífils sem er ekki í takt við skoðun íbúa í Reykjavík sem hafa sína atvinnu og lifibrauð að afla sér tekna í Reykjavík.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jóhann!Menn höggva alltaf í þann knérunn sem er þeim fjærstur.Bretar og fl eru að setja sig á háanhest vegna hvalveiða íslendinga.Svo er t.d.refurinn í útrýmingarhættu hjá þeim.Ég hugsa að allar þessar andhvalveiðiþjóðir séu með dýr í útrýmingarhættu en stoppa þó ekki veiðar á þeim(minnir nú samt að bretar séu búnir að setja einhverjar skorður á refaveiðarnar)Er það ekki líka rétt hjá mér þegar þið hjá Sjómannafélaginu vildu fá ASI í lið með ykkur í sambandi við erlenda menn á skipunum,Vildu þeir nokkuð hlusta á ykkur.Eru þeir ekki núna að súpa seyðið af einhverju álíka.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 3.2.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Þetta er rétt hjá þér sem þú bendir á. Enn þegar Alþingismenn eða borgarfulltrúar eru kosnir til að verja og gæta hagsmuna fólksins í landinu þá finnst mér sumir ekki hugsa um það að gæta þess. Enn það er stutt að kosið verður aftur þá getur fólk tjáð sig með því að kjósa þá einstaklinga ekki aftur. það tel ég vera góðan kost sem kjósendur þurfa að nýta sér.

Varandi ASÍ það er rétt hjá þér þessi samtök fyrirlíta Sjómannafélag Íslands og eru virkilega hræddir um að fleiri félög gangi hreinlega úr þessum samtökum eins og Sjómannafélagið gerði og er eitt og óstutt í sinni baráttu. Enn nú er vá fyrir dyrum farmanna stéttin er að deyja út við höfum engan þingmann sem talar okkar máli það má líka segja sjómönnum hefur fækkað og þekking er að hverfa vegna fækkunar á skipum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.2.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband