4.2.2008 | 23:03
Stjórnendur Sjómenntunar beita Sjómannafélagi Íslands valdníðslu.
Það eru ekki góð tíðindi sem félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands búa við í dag eftir úrsögn sína úr Sjómannasamband Íslands ekki eru þeir hættir enn að reyna að kljúfa félagið niður, eins og þeir hafa gert og beitt sér fyrir að undanförnu. Það allar nýjasta er að greiðslur til sjómanna sem vilja afla sér menntunar eru nú stöðvaðar af stjórn Sjómenntunar. Markmið sjóðsins er ''að treysta stöðu sjómanna á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýa þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breitt verkefni.'' Sjómenn geta sótt um styrki úr sjóðnum til náms hver á sínu sviði í tengslum við sitt starf. Samkvæmt starfsreglum sjóðsins eiga félagsmenn sem unnið hafa í a.m.k. 12 mánuði samkvæmt, kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins rétt á þessu greiðslum úr sjóðnum. Starfsemi sjóðsins er fjármögnuð af opinberu fé, þar með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingarsjóði. Hver skildi vera yfirmaður sjóðsins? það er nefnilega Framsóknarmaðurinn Gissur Pétursson formaður Vinnumálastofnunar sem tekur þátt í þessum illræmda leik sem engum datt í hug að hann væri einskonar vampíra.
Hverjir skildu nú vera í stjórn Sjómenntunar ?. Stjórnin er skipuð 5 mönnum
Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands, Hólmgeir Jónsson framkvæmdarstjóri, og fulltrúar LÍÚ og annar þeirra er löglærður sem eru stjórnarmenn. Ekki má gleyma Framsóknarmanninum Gissuri Péturssyni, sem er formaður nefndarinnar. Þetta eru mennirnir sem beita Sjómannafélagi Íslands valdníðslu.
Strax í kjölfar úrsagnar Sjómannafélags Íslands úr Sjómannasambandinu ákvað stjórn Sjómenntar að hafna umsóknum félagsmanna Sjómannafélags Íslands um styrki úr sjóðnum á þeim grundvelli að Sjómannafélag Íslands hefði sagt sig úr Sjómannasambandinu og ættu ekki lengur rétt á greiðslum úr sjóðnum. Það er með ólíkindum þegar peningar sem koma úr Ríkisjóði, að menn skulu taka sér umráðasvið sem stjórnvöld hafa skapað leikreglur um sem þeim ber að fara eftir.
Markmið Sjómenntar er eins og fyrr greinir er að efla menntun sjómanna, ekki ætlað sem tæki fyrir Sjómannasambands Íslands til að þvinga einstök sjómannafélög til þess að eiga aðild að sambandinu, ella missa félagsmenn viðkomandi félags rétt á styrkjum til starfsmenntunar, nema þeir skipi um stéttarfélag.
Ég veit til þess að Sjómannafélag Íslands mun nú leita réttar sín eins og lög kveða á um. Varandi lögmæti ákvörðunar stjórnar Sjómenntar, að hafna greiðslum úr sjóðnum til félagsmanna Sjómannafélags Íslands. Nú skulum við sjá hvort stjórn Sjómenntunar sjái að sér.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Athugasemdir
Já það er furðulegt hvernig sumir menn"skríða"upp þjóðfélagsstigan á baki alþýðunnar ef svo má að orði komast.Þeir hafa verið iðnir við þann"kolan"frammararnir.Hvað hafa menn eins og Gissur Pétursson og t.d AlfreðÞorsteinsson já og fl úr þessum flokki að gera í stofnanir tengdar sjávarútvegi eða farmennsku.Ég þekki ekki nógu vel til þessarar úrsagnar Sjómannafélagsins úr Sjómannasambandinu.En af reynslu treysti ég á dómgreind stjórnar félagsins.Ef minnið er ekki að bregðast mér man ég ekki betur en forusta þess félags hafi verið 1sta stéttarfélag hér til að ná 100,000 kr lágmarkslaunum fyrir sitt fólk á sínum tíma.Ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 8.2.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.