Tenerife

Ég og kona mín höfum dvalið að undanförnu í fríi á Tenerife sem er yndislegur staður til að dvelja á. hita stigið á þessum þremur vikum hefur hitinn verið frá 19 stigum til 23 gráður allan tímann. Við höfum aðeins fengið 4 rigningardaga þótt hitastigið hafi verið 19 gráður. Sem er gott í Febrúar mánuði. Þegar við flugum heim á miðvikudagskvöld var snjókoma í Reykjavík og gekk á með éljum og frostið var 2 stig. Þetta voru mikill viðbrigði að koma úr sól í snjókomu

Við hjónin bjuggum á Best Hótel mjög gott hótel á vegum Sumarferða stutt frá Playa De Las Américas ströndinni sem er í göngufæri við aðal verslunarhverfi er hjá Parque Santiago sem íslendingar kalla Laugaveginn þar er mikið um veitingarstaði, leikhús, skemmtistaði, matvöruverslanir, kaffihús, verslanir, apótek sem er kallað á spænsku Farmacia og margt fleira. Síðan eru þarna stutt frá góðir golfvellir og dýragarður með sýningu fyrir börnin. Ef fólk vill fara með strætisvagni til Costa til Adeje, Los Cristianos, eða til Playa De Las Americas þá ganga strætisvagnar þar á milli og einnig til Santa Cruz sem er höfuðborgin ef menn vilja. Síðan er leigubílar sem ganga á milli þeir eru merktir með grænu ljósi sem dæmi kostar leigubíll frá Best Hótel sem við vorum út á flugvöll 24 evrur. Eins er mjög fallegt að ganga með ströndinni sem er yndislegt.

Það sem fólk þarf að varast eru verslanir sem Indverjar reka á Laugaveginum og víða. Það hafa komið upp dæmi að þeir hafa platað fólk sem hefur verið að versla myndavélar sem eru í mörgum tilfellum eftirlíkingar. Síðan er framvísað greiðslu korti sem greiðslu þeir skrifa hærri upphæð enn varan kostar og menn skrifa undir og samþykkja upphæðina. Síðan vaknar fólk upp við að upphæðin er hærri enn um var talað. Síðan er kvartað ekkert er hægt að gera vegna þess að álagninginn er frjáls. Einn af þessum aðilum er búð sem margir Íslendingar koma inn er merkt Plasa Electronics með rauðu merki fyrir utan og þar eru þrír afgreiðslumenn og eigandinn Indverji þeir hafa stundað að blekkja fólk frá öllum löndum með ýmsum brögðum. Nýlega var ég vitni að hjón frá Danmörku og Svíþjóð voru svikin af þessum aðilum. Þessi staður er þegar fólk fer við verslunarmiðstöðina Safarí þar sem vatnsorgelið er. Endilega varist þessa staði og aðra sem Indverjar eru.

Ég mæli með einum matsölu stað þar eru góðar steikur þessi staður heitir Bianco sem er ítalskur staður hann er staðsettur uppi hjá gosbrunninum þar er gengið upp tröppur við hliðina er japanskur staður sem er eldað fyrir framan ykkur. Síðan veit ég um góðan veitingarstað sem vina fólk mitt fór á og gaf honum bestu meðmæli hann heitir El Molino Blanco Hvíta Millan sem er á öðrum stað og þarf að taka leigubifreið, þar er góð tónlist föstudaga og laugadaga mjög góður veitingarstaður að þeirra sögn enn muna að panta. Ég hvet fólk að kynna sér þetta hjá Sumarferðum þar sem er mjög gott viðmót fólks sem tekur á móti manni og ekki síst fararstjórar sem veita manni alla þjónustu sem er í boði. þakka Sumarferðum og Icelandair fyrir frábæra þjónustu.  

Jóhann Páll Símonarson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jóhannsdóttir

vonandi hafðiru það gott elsku pabbi minn...

eru þið ekki brún? mikið ofunda ég ykkur.. maður verður að reyna skella sér eitthvað í sólina með fjolskylduna..

hafðu það gott elskann..

áhvað að kíkja á kallinn.. er á næturvakt og var hugsað til þín.. þykir svakalega vænt um þig elsku pabbi..

Þín dóttir

Helga Jóhannsdóttir, 1.3.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Velkomin heim,það er alveg nauðsynlegt að láta sig hvera á þessum tíma frá Íslandi því veturinn er erfiður hér.

Indverjar geta verið dálítið þreytandi,þeir eru svo ýtnir og ég tala ekki um ef þeir eru að svindla á fólki það er skammarlegt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Elsku dóttir mín.

Þakka hlýlegar kveðjur verðum í bandi, bið að heilsa öllum.

Þinn faðir.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 4.3.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Þetta var frábær tími og mjög gott að taka lífinu með ró. Þakka þér fyrir hlýjar kveðjur.

Varandi þessa Indverja það mál er ekki búið. Ég ætla síðar að skrifa meira um þá og birta mynd af þeim. það er ekki hægt að líða það þegar illa er farið með fólk.

Með bestu kveðju.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.3.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband