5.3.2008 | 22:32
Samkeppni í siglingum.
Alþjóðleg samkeppni í skipaútgerð er komin á algerar villigötur þegar hún í vaxandi mæli látin velta á því að miða kostnað við lægstu öryggiskröfur og þrælalaun erfiðismanna í fátæktarlöndum. Slíka þróun ber að stöðva áður en hún nær því stigi sem allt stefnir að. Hér er um málefni að ræða sem taka verður upp sem alþjóðlegt samstarfsverkefni, enda ættu þegar að vera fyrir hendi alþjóðarsamtök og stofnanir sem getu hafa til að taka þessi mál föstum tökum, ef vilji er til.?
Siglingar um heimshöfin verður að setja undir sterka stjórn, sem byggist á alþjóðlegum reglum sem fullt eftirlit er haft með og sé hlítt. Að sjálfsögu eru til einfaldar lámarksreglur sem um þetta gilda og ekki verður undan komist að virða hvernig sem búnaði og öryggistækjum er annars fyrir komið. Á því er allur gangur sem ræðst af vanaþroska viðskiptasiðferði alþjóðlegra útgerðafyrirtækja og þau látin komast upp með, þótt svo eigi að heita að þau séu látin sæta ábyrgð, ef gróflega ber útaf í slysum og tjónum, sem rekja má til trassaskapar í útgerð og skipstjórn.
Ef það telst að vera nauðsyn að setja fyllstu kröfur um öryggi sjófarenda í einu landi, þá er það ekki síður nauðsynlegt í öðrum löndum. Á því getur enginn munur verið. Það er á þeim viðhorfum sem alþjóðasamkeppni í siglingum á að byggjast á ekki eltingarleik við undirmálsstaðla ófullburða réttar ríkja og sultakjör réttindalausar sjómannastéttar sem naumast skilur það tungumál sem talað er á stjórnpall eða taka leiðbeiningum þegar eitthvað ber út af.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.