Hvar eru borgafulltrúar Reykjavíkur ?.

Veggjakrot í Reykjavík hefur stór aukist frá árinu 2006 í dag hefur þetta gengið svo langt að nú verður að taka til hendinni og stöðva þetta veggjakrot tafarlaust með öllum tiltækum ráðum. það verður ekki gert nema að borgayfirvöld leggi fé í málið og hafi samband við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra til að fá hann til liðs við borgaryfirvöld til að upprædda þessa skemmdavarga sem vinna þennan verknað í skjóli nætur. Nú er svo komið að verslunareigendur við Laugaveg blöskrar skilningsleysi og aðgerðaleysi borgarfulltrúa Reykjavíkur sem virðast vera sama hvernig þetta er að þróast. Ég átti nefnilega leið niður Laugaveg í gær ég verð að segja að mér blöskraði að sjá þetta veggjakrot víðsvegar á leið minni niður Laugaveg og hvernig þetta er að þróast. Það sem stakk mig mest að þeir sem gera þennan verknað merkja sér sitt svæði með sínum nöfnum og veigra sér ekkert undan því.

Síðan geta menn gengið upp Hverfisgötu á miðri leið beint á móti Ríkey þar er búið að krota á vegginn allskonar krot  það fer ekki framhjá neinum sem ganga eða keyra upp Hverfisgötu þetta blasir við manni. Þeir sem hafa krotað hljóta haft mikið fyrir því. Hvernig komast menn þarna upp án þess að fólk sem þarna býr verði þess vart ? Hvers vegna gera borgaryfirvöld ekkert í málinu? þetta eru stórar spurningar sem verður að svara sem fyrst. Ég tel að eigendur húsa verði að sjá sóma sinn að mála yfir þetta krot sem fyrst. Og borgaryfirvöld sjái til þess að að þetta verði gert.  Við getum ekki látið Laugaveginn líta út eins og Harðlem til þess verður lögreglan að vera sýnileg og borgaryfirvöld verða að taka á mannlausum húseignum sem standa auð og í niðurníðslu og eigendur húsanna gera ekkert til að fegra umhverfið. Stað þess eru þau látin grotna niður til þess að verktakar og kaupsýslumenn geta keypt þau og rifið þau síðan. 

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gleðilega páska og kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Villi ætlaði á sínum tíma að taka á þessum málum en ekkert hefur verið gert enn,borgarfulltrúar eru of uppteknir í öðrum málum eins og flugvellinum í Reykjavík.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann þetta er  góður og þarfur pistill hjá þér , þetta krot alstaðar fer í tauarnar á flestum hugsandi mönnum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl  María.

Gleðilega páska elskulega María ég geri mér grein fyrir stöðu mála hjá þér og þinni fjölskyldu. Sorg og ástvinna missir tekur á líf manna. Enn ég veit að þú og þín fjölskylda eruð sem klettur vonandi gengur þetta yfir. Guð veri með ykkur.

Jóhann Páll Símonarson, 25.3.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég tek undir þín orð. Enn hvar eru þessir borgarfulltrúar sem voru í framboði fyrir flokkana mér virðist þeir hafa misskilið hlutverk sitt. Þeim er sama hvernig Reykjavíkurborg er að verða eins og harðlem. Fólk ætti að ganga um Reykjavíkborg og kynna sér stöðu mála.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 25.3.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Gleðilega páska. Tek undir með þér varandi þetta krot. það mín skoðun krotið hefur aldrei verið eins mikið og það er í dag. Eftir að ég bloggaði um þetta hefur komið skriður á þetta mál í fjölmiðlum. Enn það virðist gleymt í huga borgarfulltrúa þeir virðast tíndir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.3.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband