Frábært framtak hjá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni.


Ég tek undir með Vilhjálmi þ Vilhjálmssyni að taka til hendinni og koma á skipulagi hvernig menn eiga að bera virðingu fyrir eigum annarra. Til þess þurfa borgaryfirvöld ekki að greiða úr vösum skattborgara til að koma þessum hlutum í lag. Enn að þrífa götur og gangstéttir það er sameiginlegt mál okkar allra borgarbúa að greiða. Enn skemmdavargar og þeir sem halda ekki sínum húsum við ber að standa undir kostnaði á sínum eignum og skemmdum. Ef borgaryfirvöld þurfa að koma að málum. Það er svo annað mál að það þurfi að blogga um hlutina til þess að fjölmiðlar taki við sér og kjörnir borgarfulltrúar vakni af værum blundi eftir mikla umræðu að undanförnu í fjölmiðlum.

Þess vegna fagna ég því að formaður borgaráðs Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson hefur tekið málið í sínar hendur og komið málinu af stað því ber að fagna. Hitt er svo umhugsunarefni hvers vegna oddviti Framsóknarmanna Óskar Bergsson hefur ekki látið þetta tiltekna mál til sína varða. það sama á við oddvita Samfylkingar Dag B Eggertsson. og oddvita vinstri græna Svandísar Svavarsdóttir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að vera sama hvernig sóðaskapur og veggja krot er að þróast með ótrúlegum hætti án þess að þessir aðilar hafi áhuga að koma þessum málum í lag eins og nýleg dæmi sanna. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson þú átt mitt hrós fyrir þitt framtak.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 

 

 


mbl.is Átak gegn niðurníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha.. Villi með framtak ??? ertu ekki að grínast ?  maðurinn er gersamlega ósýnilegur síðan hann hrifsaði til sín völdin og laug síðan upp í opið geðið á alþjóð í kastljósi..

Óskar Þorkelsson, 27.3.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Ég er ekki að grínast með þessi skrif. Ennfremur er ég ekki sammála þér varðandi að Vilhjálmur sé ósýnilegur og hann hafi hrifsað til sín völd.

Það rétta er í þessu máli er að borgarfulltrúar sem voru kosnir í prófkjörum af félögum í Sjálfstæðisflokknum hafa verið aðallega að vinna að öðrum verkefnum heldur enn að sinna málefnum sem snúa að íbúum Reykjavíkurborgar.

Varandi að það sem þú segir að Vilhjálmur hafi logið upp í geðið á alþjóð í kastljósi.

Því til að svara. þetta er þitt álit sem þú segir Enn Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er okkar reyndasti borgarfulltrúi sem við borgarbúar eigum og hefur ætíð unnið að heilindum fyrir okkur borgarbúa.

Eins og þú veist sjálfur hefur orrahríðinni á honum og fleirrum í þessu þjóðfélagi gengið honum nærri. Vilhjálmur er tilfinningarmaður þess vegna er misjafn hvernig menn eru sterkir eftir þvílík mótlæddi sem Vilhjálmur hefur gengið í gegnum að undanförnu.

Enn eftir stendur persónan Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sem menn eru á móti eins og þú sjálfur og ég virði þína skoðun.

Enn Vilhjálmur hefur ætíð staðið sem klettur við íbúa Reykjavíkur hvað sem á dynur. Enn því miður eru kveðjurnar niðrandi og allt gleymd sem Vilhjálmur hefur gert vel. Stað þess eru menn sæmdir þeim orðum sem sæmir ekki nokkrum einasta manni þótt hann sé ekki sáttur við lífið og tilveruna. Enn ég virði þína skoðun.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 28.3.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband