30.3.2008 | 23:50
Við skuldum börnunum betri aðbúnað.
Grunnskólinn var á sínum tíma fluttur yfir til sveitafélaganna eins og allir vita. Ábyrðin á grunnskólanum er sem sagt sveitafélaganna og í okkar tilviki borgarinnar. þegar ég tala um ábyrgð á ég ekki aðeins við ábyrgð á uppbyggingu skólahúsnæðis heldur líka á innra starfi skólanna og í íþrótta og æskulýðstarfi. Þótt námskrá grunnskólans sé á ábyrgð Alþingis og menntamálaráðherra þá eiga borgaryfirvöld að láta sig innra starf skólans varða.
það er enginn sem getur bannað borgaryfirvöldum að bjóða uppá meiri tungumálakennslu en námskrá gera ráð fyrir. það er enginn sem getur bannað fræðsluyfirvöldum í Reykjavík að bjóða börnunum borgarinnar upp á meiri þjálfun í stærðfræði en námskrár gera ráð fyrir. það er ekkert nema framtakleysi borgaryfirvalda sem kemur í veg fyrir að okkar börnum sé boðið uppá meira en það lámark sem námskrár skyldur þau til að læra. við skuldum börnunum okkar betri framtíð sem byggist á fjölbreyttu námi og undirbúningi fyrir sjálft lífið.
Sama er að segja um tómstundir barna og íþróttir. það er samdóma álit allra þeirra sem vilja sjá að þol og þreki grunnskólabarna og unglinga fer hrakandi. Ástæðan er innivera, fábreitt tómstundastarf og minnkandi kröfur um árangur í íþróttum. Hér er það skylda þess sem ber ábyrgð á grunnskólastarfi að grípa inn og beina börnunum af þessari braut. Við verðum að gera þá kröfu til borgaryfirvalda að þau tryggi börnunum betri aðbúnað til íþróttaiðkunar en bíði ekki alltaf eftir að aðrir geri það. ÍSÍ eða KSÍ eða íþróttafélögin. Það er skylda borgaryfirvalda að taka frumkvæðið og verða sá hvati í skóla og íþróttastarfi sem þarf til að bæta innra starf skólana og íþróttamenninguna í tengslum við þá. Við eigum ekki að láta það viðgangast að sjá börnin okkar fitna og þyngjast ár frá ári án þess að grípa þar inní. Í skóla og íþróttamálum eigum við að berjast fyrir að börnin stökkvi lengra, hærra, og hlaupi hraðar en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. Við skuldum börnunum það veganesti.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.