3.4.2008 | 23:09
Stjórnendur Tollgæslunar í Reykjavík beita sjómönnum valdníðslu.
Þetta eru ekki fögur orð sem stendur hér í fyrirsögn. Á sama tíma og tollverðir á Keflavíkurflugvelli þar sem nær miljón farþegar fara í gegnum við komu til landsins. Þeirra árangur að gera upptækt fíkniefna smygl er hreint út sagt frábært ásamt fleiru og eiga þeir þakkir skilið fyrir sín vökuleg augu. Það sama á ekki við alla tollverði í Reykjavík. það sem vakti áhuga míns á þessu máli er að við komu skipa til landsins þurfa áhafnarmeðlimir nú að fylla út toll lista við komu til landsins hvað menn eru með. það sem alvarlegasta er í þessu máli er, til þess að áhafnarmeðlimir geti farið í land.beita tollgæslumenn óvenjulegu aðferðum ómerktum lista á honum stendur fylgisskjal með skipverjalista. þar þurfa skipsverjar að skrifa stöðu manna, vörulýsingu, og vermæti samkvæmt reikn.Tollverðir hafa í hótunum við áhafnir ef menn skrifi ekki á ómerkta lista og verði samvinnu þýðir, þá muni tollverðir tefja fyrir afgreiðslu skipa ef áhafnir hlýða ekki fyrirmælum tollgæslumanna. Ég tel þennan lista persónunjósnir og sjómenn séu ekki jafnir fyrir lögunum eins og hin almenni borgari sem kemur til landsins. Þið getið rétt ímyndað ykkur stöðuna ef tollverðir frá Reykjavík myndu beita sömu aðferðum á Keflavíkurflugvelli við komu farþega erlendis frá.
Ég veit til þess að þetta mál er komið í hendur Persónuverndar sem mun fjalla um málið, hvort sjómenn séu jafnir fyrir lögunum. Það er svo undarlegt með unga menn eins og Rúnar Gunnarsson heitinn söng fyrir þjóðina hér á árum áður. Ég segi þetta vegna þess að nú eru ráðnir tollverðir sem hafa litla þekkingu eða vita ekki hvað er að vera tollvörður heldur eru ráðnir óharðnaðir unglingar sem eru jafnvel blautir á bak við eyrun og rignir upp í nefið á þeim. Vegna þess að þeir eru opinberir starfsmenn sem kunna ekki með sitt vald að fara. Já þetta er ekki gott og á sama tíma og tollverðir á Keflavíkurflugvelli taka hvern mann á eftir öðrum sem reyna að koma ólöglega með fíkniefni undir belti því þar vinna fagmenn sem kunna til verka enda sýna tölur það. Ég tel að starfsaðfarir tollgæslunnar í Reykjavík verða að breytast eins og gerist erlendis við þurfum ekki lengra að fara til Færeyja til að innleiða aðra starfshætti. Við eigum ekki að láta misvitra stjórnendur og starfsmenn eyðileggja starf tollgæslunnar að elta ólar við tittlingaskít sem skiptir ekki máli. Við eigum í staðinn að efla tollgæsluna með ýtarlegri leit að fíkniefnum og leit í gámum sem fara til viðskiptamanna þar eigum við að eyða kröftum tollgæslunnar í stað þess að beita sjómönnum ólöglegum þvingunum.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Jóhann!Tek undir með þér.Láttu mig þekkja þennan:"þegi þú góði hér er það ég sem ræð"hugsunarhátt.Sumir ofmetnast við að klæðast einkennisbúningi.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 7.4.2008 kl. 12:32
Heill og sæll Ólafur.
Ég verð að segja þér mér blöskrar starfsaðferðir tollgæslunnar í Reykjavík. Ég tel þetta mál vera stjórnendavandamál sem þykjast vera að finna upp hjólið. Beita síðan óhrörnuðum unglingum á áhafnir skipa. Þeim væri nær að snúa sér að gáma innflutningi og skoða þau mál. Heldur enn að vera elta 2-4 bjórdósir sem menn geyma sér til þæginda fyrir sína vini. Eins og allir vita þá kostar bjór dós ekki mikið.
Síðan eru þessir menn með athugasemdir um tittlingaskít sem skiptir ekki máli. Eitt get ég sagt þér það var munur á reyndum tollgæslumönnum hér áður fyrr þeir kunnu að fara með sitt vald. Enn í dag eru þetta megnið af þessum tollverðir sem eru unglingar sem rignir upp í nefið á þeim. það má vel vera að þeim sé kennt svona framkoma í tollgæsluskólanum enn alla vega er svona framkoma ekki líðandi.
Við sem þjóð og skattborgarar þessa lands eigum að nýtta okkar fé betra í aðra hluti sem skipa máli. Heldur enn að eltast við sjómenn sem stoppa mjög stutt í heimahöfn um 24 stundir. Það hlýtur að vera meira að gera í öðrum verkefnum tollgæslunnar því þeir kvarta yfir mannaleysi. Ég tel að þeir ættu að kynna sér vönduð vinnubrögð annarstaðar sem dæmi á Keflavíkurflugvelli þar sem er stjórnað af fagmennsku.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 8.4.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.