Glæsilegur árangur á Laugavegi.

Fyrir einum mánuði síðan bloggaði ég um veggjakrot á Laugavegi og Hverfisgötu. Ég og konan mín fórum gangandi niður Laugaveginn í dag viti menn sjón okkar var allt öðruvísi enn fyrir einum mánuði. Nú hafa verslunareigendur og borgaryfirvöld tekið höndum saman og fært Laugaveginn í annan búning að hætti síðara manna búið var að mála og þrífa hús og verslunareigandi var með fjölskyldu sína að mála og hlúa að sinni eign. Eins tókum við eftir það var búið að loka húsum á snyrtilegan hátt sem biðu eftir að verða rifin. Þetta er stórkostlegt framtak sem sýnir hvað er hægt að gera ef vilji er fyrir hendi.

Það sem kom mér í opna skjöldu hvað var mikið af brotnu gleri og tyggjó klessum eftir nætulífið á Laugaveginum. Sem sýnir í raun að fólkið sjálft ber enga virðingu hvorki fyrir sér né öðrum og  eigum annarra. Þá spyr maður sig hvað er til ráða? Væri hægt að fjölga sýnilegum lögreglumönnum niður Laugaveg um helgar og láta þá sem bera ábyrgð á þessum óþrifnaði sæta sektum sem væru verulegar hár og síðan skyldaðir í þegnskildu vinnu að hreina eftir sig. Þetta gæti verið lausn á málinu ef menn væru staðnir að verki. Þessar hugmyndir er vert að skoða til þess að koma í veg fyrir óþrifnað af mannavöldum.

Það sem ber af í þessum umræðum er hvað verslunareigendur, borgayfirvöld, formaður borgarstjórnar, og borgarstjóri hafa verið dugleg að koma þessu í lag. Það er allt annar bragur á þessu í dag enn var fyrir einum mánuði síðan. Þið öll hafið mínar bestu þakkir fyrir ykkar framlag eftir því verður tekið þegar fólk á leið niður Laugaveginn á því liggur engin vafi. 

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband