Ákvörðun sem íbúar vilja ekki.

Það er undarlegt til þess að vita að nú ætlar Vegagerð Ríkisins að þröngva þessari hugmynd upp á íbúa í Vestmanneyjum og hafið kynningu á frummatsskýrslu sem lögð hefur verið fram fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar. það má spyrja af hverju var þessi skýrsla ekki lög fram fyrir löngu til þess að íbúar gætu kynnt sér þetta betur og komið með hugmyndir sem gætu komið að góðum notum. Maður spyr sig líka af hverju er verið að framkvæma verk sem er gegn vilja flestra sem búa í Vestmanneyjum  enda sýndu undirskriftir það fyrir stuttu. Samgönguráðherra Samfylkingar Kristján Möller  var afhentur þessi mótmælalisti enn hann sagði fullum fetum það væri búið að ákveða þessa leið og hún skildi byggð hvað sem það kostaði. Ég tel þessi ummæli háttvirts ráðherra sína hroka og valdníðslu og hlusta ekki á skoðanir fólks sem hefur aðrar hugmyndir sem gætu nýst í þessu máli.

Það vill svo vel til að ég var í stórum hópi manna úr Vestmanneyjum fyrir stuttu þá kom einmitt þetta mál upp á borðið og menn voru ekki sammála Samgönguráðherra varandi Bakkafjöru þeir sögðu það væri hægt að byggja þetta á öðrum stað sem ekki hefði verið kannaður aðeins vestar sögðu þeir. Ég hef líka spurt skipstjóra sömu spurningar þeir segja sjálfir þetta mun ekki ganga upp. Því þegar skipið siglir inn og öldurótið sé mikið geti það kastað skipinu til og það orðið stjórnlaust í þessari rennu. það hljóta allir að sjá hvað myndi ske ef skipið væri með mikið af farþegum og ekki væri hægt að stjórna skipi á ferð. Enda sýndi myndband sem nýlega var tekið af lóðsinum þegar hann var í prufutúr það vantaði ekki mikið að þessi stóri og sterki bátur myndi fara þarna upp. enda fékk báturinn á sig tvö brot þessi sjón var ekki fögur.

Síðan kemur kostnaður og öll uppbygging hafnarmannvirkja og vega sem nemur hundriði miljóna króna úr vösum skattborgara. Það er mín skoðun það væri betra að kaupa notað skip strax sem myndi henta íbúum í Vestmanneyjum í stað þess að henda peningum út í loftið. Samgönguráherra væri nær að kynna sér málið betur áður enn hann gefur út skipun að verkið getur hafist. Gegn vilja íbúa og aðra sem þurfa að nýta þér þessa þjónustu.

Jóhann Páll Símonarson.

 


mbl.is Frummatsskýrsla lögð fram og kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Sæll Jóhann Páll 

 Það er reyndar ekki rétt að íbúar vilji ekki þessa ákvörðun, þó svo hávær minnihlutahópur sé á þeirri skoðun.  Miklar umræður hafa orðið um þetta mál og er langt frá því að meirihluti Eyjamanna séu á móti framkvæmdinni.  Þvert á móti eru flestir sem fagna þessari framkvæmd og horfa björtum augum til framtíðarinnar. 

Að líkja Lóðsinum sem sést í ölduróti á því myndbandi sem talað er um, við þá ferju sem sigla mun í Bakkafjöru er langt út úr öllum veruleika.  Það sem lítur út sem brot á myndbandinu er ekki nema skvetta sem hefur engin áhrif á siglingu skipsins.

Það er ekki verið að þröngva neinu upp á okkur hér í Eyjum, við erum afskaplega þakklát fyrir að fá þessa miklu samgöngubót þó svo flestir hefðu nú viljað sjá göng hér á milli.  Það hefur legið fyrir um langan tíma hjá bæjarstjórn að kostur sem við sjáum númer 1. eru göng og kostur nr.2 er ferjulægi í Bakkafjöru.  Úr því að kostnaðaráætlanir sýna að ekki er fýsilegur kostur að grafa hér göng þá fögnum við því að næst besti kosturinn varð fyrir valinu.  Nýr Herjólfur í Þorlákshöfn breytir afskaplega litlu varðandi samgöngur milli lands og Eyja, hvað þá nýr notaður Herjólfur.

Með kærri kveðju. 

Jarl Sigurgeirsson, 22.4.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, það er nú þannig að við eigum að búa við lýðræði, en það er ekki svo, þetta mál sannar það og mér finnst sjálfstæðismenn styðja þann verknað mikið og greinilega samfylkingarmenn lika.  Auðvita átti að spyrja okkur hvaða samgönguleið við vildum,en við vorum ekki spurð, það er bara út af því að skipafélöginn voru búinn að ákveða höfn þarna í Bakkafjöru, skýrsla stýrihóps samgönguráðherra sýnir það á svart og hvítu og líka það að þeir rannsökuðu fjörunna í Vík í Mýrdal jafn oft og Bakkafjöru, Skipafélöginn ætluðu alltaf að byggja höfn á suðurströndinni, það er alveg ljóst.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.4.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæl Jarl.

Þó að þú hafir þessa skoðun Þá er fjöldi frá Vestmanneyjum á móti þessari framkvæmd. Mér finnst þú taka stórt upp í þig þegar þú talar um minnihluta hópa. Ekki er ég sammála þér þar ég er ansi hræddur um fjölda íbúa sem eru ekki sammála. þótt þú sjálfur sér hlynntur þessari framkvæmd. Er ekkert að marka undirskriftir fjölda íbúa sem Magnús Kristinsson afhenti Kristjáni Möller.

Umræður hafa verið miklar undir það tek ég og skyldi engum undra það að fólk vilji betri samgöngur og vilji hafa áhrif.

Varandi sem þú talar um skvettu sem lóðsinn fékk. Mikið er ég undrandi á svona fullyrðingum og þau hafi engin áhrif á siglingu skipsins. það er eins með það. Sem sjómaður áttir þú að kynna þér það betur áður enn þú sjálfur heldur þessu fram.

Það er mjög gott ef þú ert þakklátur með að Samgönguráðherra hafi beitt sér að bættum samgöngum í Bakkafjöru. Að grafa göng það held ég komi síðar varla á meðal ég verð lifandi.

Þú gerir lítið úr Herjólfi og segir það breyta litlu.

Því til að svara þetta snýst um peninga og til þess verða menn að afla þeirra. Besti kosturinn og ódýrast hefði verið hægt að kaupa notaða ferju sem hefði gott vélaraf og gengi vel og siglt til Þorlákshafnar og innsiglingin væri löguð þar.

Stað þess að byggja nýja ferjuhöfn í Bakkafjöru og vegi til og frá og nýtt skip. Þetta myndi kosta þúsundir miljóna króna. Frá mínu sjónamiði er þetta bull.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.4.2008 kl. 03:18

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

þetta mál snýst ekkert um Sjálfstæðismenn Það sem mér finnst verst af þessu öllu af hverju voru íbúar ekki með í ráðum skrítið?. Nú á að fara kynna skýrslu sem er fyrir löngu til sem mér finnst ekki verjandi að Samgönguráherra skuli ekki tala við íbúa fyrir en of seint..

Varandi skipafélöginn þegar ég fer að hugsa til baka þá tek ég undir með þér. Þá aðallega þegar gosið var þá kom þessi hugmynd upp sem þú nefnir og opna innsiglinguna fyrir ennið. Síðan gleymist þegar Herjólfur var smíðaður þá var þetta skip stytt um 12 metra sem er ekki svo lítið. samkvæmt því sem ég hef kynnt mér er gamli Herjólfur lista skip með mikla vélaorku og gott að leggja honum að bryggju. Enn þið þurfið nýrra skip það má vera notað og gengi meira ca 22-26 mílur þá væri þetta í fínu lagi.

Mér finnst það lámarks krafa að íbúar sé hafir með í ráðum þegar eru hafðar framkvæmdir og ekki síst þegar um tugi miljóna er um að ræða.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.4.2008 kl. 03:36

5 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Sæll Jóhann

Undirskriftir sem afhentar voru samgönguráðherra eftir einhverja mestu undirskriftasmölun sem ég hef orðið vitni af þar sem rangfærslum var skipulega beitt til að fá fólk til fylgilags náðu því ekki að innihalda meirihluta bæjarbúa eins og stefnt var að.  Að sjálfsögðu er að marka þessar undirskriftir en sá fjöldi sem þarna skrifaði undir er ekki sá að ætla megi að meirihluti Eyjamanns sé andvígur þessari framkvæmd.  Þvert á móti sýnir listinn eftir þessa miklu atkvæðasmölun að Eyjamenn vilja Bakkafjöru.

Ég hef skoðað þetta myndband vel sem þú minnist á.  Ég sé ekki annað en skvettu sem kemur á Lóðsinn þarna í flæðarmálinu, ekkert ólíka fjölmörgum skvettum sem ég hef upplifað í gegn um tíðna.  Auðvitað lítur þetta ekki vel út á mindbandinu enda er Lóðsinn u.þ.b. 50x minni en sú ferja sem áætlað er að sigla muni í Bakkafjöru.  Ef þú vilt kynna þér stærðarmuninn þá er það lítið mál fyrir þig.  Þær upplýsingar liggja fyrir.

Að segja að ég geri lítið úr Herjólfi er útúrsnúningur og þvættingur.  Herjólfur er okkar eina trygga samgöngutæki í dag.  Hann er kominn til ára sinna en hefur þjónað okkur vel í gegn um tíðina.  Nýr Herjólfur myndi líklega gera þessa tæplega þriggja tíma leið milli lands og Eyja eitthvað örlítið styttri kannski næðum við að komast á milli á 2 tímum og korteri til hálftíma.  Það finnst mér afskaplega litlu breyta varðandi samgöngur milli lands og Eyja.

Þú segir að besti kosturinn hefði verið að kaupa notaða ferju með meira vélarafl.  Þannig er að við kærum okkur ekki um samgöngubætur til langframa í formi gamallar ferju.  Við höfum eina slíka núna.  Hvort hún ferðast hér á 15 mílna ferð eða 18 mílna hraða skiptir sáralitlu fyrir okkur.  Við þurfum framtíðarlausn í samgöngumálum.  Nú loks eftir langa, langa bið hillir undir mestur samgöngubætur frá því Herjólfur hóf siglingar í Þorlákshöfn.  Ég skal alveg viðurkenna að þetta er ekki sá kostur sem ég vonaði að yrði fyrir valinu.  Göng eru kostur nr. 1 í mínum huga.  Göng eru bara of dýr fyrir þjóðarbúið samkvæmt þeim athugunum sem gerðar hafa verið og því er ég ánægður með að ráðist skuli strax í að koma næst besta kostinum í framkvæmd.

Varðandi það sem Helgi nefnir að við höfum ekki verið spurð hvaða leiðir við vildum þá er rétt að bend á að Bæjarstjórn setti fyrir löngu fram þá skoðun að Göng væru kostur númer 1, ferjulægi í Bakkafjöru nr. 2 og nýr Herjólfur nr.3.  Það er síðan ekki fyrr en þegar opna á tilboðin frá rekstraraðilum að menn sjá ástæðu til að fara af stað með undirskriftarsöfnun gegn þessari samgöngubót.  Það má þá spinna alls kyns samsæriskenningar út frá því og verður honum Helga félaga mínum vísast til ekki skotaskuld úr því.

Kær kveðja.

Jarl Sigurgeirsson, 23.4.2008 kl. 07:50

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Summer

Gleðilegt sumar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.4.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Helga Guðrún.

Kærar þakkir til þín. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Megi allt ganga þér í haginn á komandi sumri.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.4.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, mig langar að koma því að hérna úr því að Jarl skrifaði hér að ofan, það er hafnsögumaður hér í Eyjum sem sagði mér núna í vikunni frá því hvernig þetta myndband kom til, og hann sagði líka að þeir hefðu fengið fleiri brot á sig, bæði á undan og daginn eftir sem voru miklu verri en það sem náðist á video, svo annað að ég hef séð hvernig stjórnkerfið hefur virkað hér á landi, mér finnst þingmenn og ráðherrar ráða litlu, það er peningarnir sem ráða, og hverjir eiga skipafélöginn? Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 21:57

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Jarl.

Gleðilegt sumar og takk fyrri veturinn.

Þú talar um undirskriftasmölun og rangfærslur hafi verið viðhafðar.

Ekki er ég sammála þér þar. íbúar sem skrifuðu undir á mótmælalistann rituðu nafn sitt af frjálsum og fúsum vilja. Ég mun ekki trúa því að fólk hafi verið í hlekkjum þegar það ákvað að setja nafn sitt við listann.

þetta er ekkert nema uppspuni sem þú sjálfur heldur fram. Þetta er fjöldi fólks sem er á móti höfn í Bakkafjöru á því liggur enginn vafi hvort þér líkar það vel eða illa. Þannig virkar lýðræðið sem best. Enn í bannalýðveldum fær fólk ekki að hafa skoðun á hlutunum mér virðist þú hugsa svona.

Varandi lóðsinn. Ég þarf ekkert að vera að kynna mér þetta, ég sé það í hendi minni og reynslu minnar til sjós að þetta muni ekki ganga upp enda segja það skipstjóra sem hafa fært fyrir því rök. Mér finnst eins og þú vinnir í landi og hafir ekkert verið til sjós sem getur. 

Síðan segir þú það skipta litlu hvað skipið sé lengi á leiðarenda. Mér finnst svona málflutningur ekki boðlegur. Það hlýtur að vera hagur íbúa að komast á stystum tíma á milli það sjá það allir nema þú.

Helgi er ekkert með neinar samsæriskenningar hann hefur skoðun á hlutunum og þannig á það að vera. Helgi hefur fullt og ótakmarkað leyfi til að tjá sig án þess að spyrja neinn um leyfi. Og það sama á við þig hvort sem þér líkar það vel eða illa.

Það sem vekur undrun mína af hverju voru ekki íbúar með í ráðum. Hunsaði Vegagerðin og bæjarstjórn Vestmanneyja þetta veiga mikla mál í samgöngumálum Vestmanneyja skildi svo vera eftir allt.? þessari spurningu hefur ekki verið svarað enn.

Varðandi nýjan Herjólf.

Við eigum að kaupa strax notað skip ca 3 - 4 ára gamalt það er engin spurning. Sem fyrst síðan gætum við hugsað lengra hvort eyðið væri opnað þá gætu opnast stórir og miklir möguleikar fyrir Vestmanneyjar að vera með einum af bestu höfnum á íslandi.

Bryggjuhöfn í Bakkafjöru er hreint út sagt bull. það væri nær að leggja þetta fé að opna eyðið og gera þar stóra höfn sem gæti skapað atvinnutækifæri fyrir íbúa Vestmanneyja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.4.2008 kl. 22:15

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Já ég tek undir með þér eftir að hafa skoðað þetta myndband þá gerði ég mér grein hvað var að gerast satt að segja þá leyst mér ekkert á þetta. Síðan kemur Jarl og segir að þetta séu skvettur. Þvílík bull sem ekki er svara vert.

Ekki er ég sammála þér að þingmenn eða ráðherrar ráði litlu.

 Þeir ráða þessu alfarið. Síðan geta skipafélöginn komið með ábendingar og stundum er farið að þeirra vilja og stundum ekki.

Myndbandið stendur fyrir sínu það er rök í þessu bullu að byggja höfn í Bakkafjöru vonandi hættir KRISTJÁN Möller við þessa framkvæmd og lætur peningana fara fyrst að opna eyðið og byggja þar stórskipahöfn til hagsbóta fyrir suðuhafseyjaskeggja. sem þurfa úrbætur í sínum málum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.4.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Heill og sæll Jóhann.

Gleðilegt sumar. Og takk fyrir veturinn.

Hef haft nóg að gera og sá ekki fyrr en nú að þú hafðir sent mér einhverjar línur.

Sé þú ávarpar mig sem kvenmann í upphafsorðunum en tek því bara sem hverri annarri innsláttarvillu, en ekki sem ásetningi þínum að kvengera mig.  Enda svosem ekkert að því að vera kvenmaður.

Við erum ekki sömu skoðunar um gerð ferjulægis í Bakkafjöru.  Ég er eindreginn stuðningsmaður þessarar framkvæmdar og til lítils fyrir okkur að þrátta um það.  Hvað varðar mig persónulega þá var ég í 20 ár til sjós og mestann hluta þess tíma sem stýrimaður og einnig sem skipsstjóri.  Svona úr því þú varst að velta því fyrir þér.  Ég hef unnið í landi núna síðustu tvö árin og líkar það bara vel.

Hvort þessi 20 ár hafi gert mig að einhverjum sérfræðingi um gerð hafnarmannvirkja almennt tel ég vafamál.  Hitt er annað að ég veit vel um muninn á sjóhæfi skipa samfara stærð.  Og það er alveg kristaltært í mínum huga að sú alda sem sést á umræddu myndbandi er ekki annað en skvetta á þá ferju sem fyrirhugað er að sigli í Bakkafjöru.  Ég myndi gjarna vilja benda þér á mynd sem tekin var af Lóðsinum þar sem hann liggur utan á núverandi Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn.  Þar sést þessi stærðarmunur afskaplega vel.  Þá hafa einnig verið sýndar myndir þar sem "brotið" úr umræddu myndbandi er teiknað inn á útlínur Lóðsins annar vegar og nýrrar ferju hins vegar.(líklega hefur þú séð þessar myndir)

Það er mér hins vegar ánægjuefni að almenningur skuli sýna samgöngum milli lands og Eyja jafn mikinnn áhuga og raun ber vitni.  Ég hef þá bjargföstu trú að ferjulægi í Bakkafjöru muni reynast okkur mikið framfara skref hér í Eyjum og verða lyftistöng fyrir samfélagið okkar.  Ég veit vel að ekki hafa allir þessa skoðun, en þetta er sú leið sem valin hefur verið og væri öllum til hagsbóta að snúa nú kröftunum að því að sem best verði staðið að málum við gerð mannvirkja, ferju og rekstri nýs Herjólfs sem siglir í Bakkafjöru.

Varðandi hugmynd þína um að opna eiðið inn í höfnina þá hafa menn sem til þekkja bent á að það geti reynst höfninni okkar illa.  Þá vitna menn til þeirra tíma er eiðið náði ekki alla leið að Heimakletti.  Ekki kann ég að útskýra nánar í hverju hættan felst en þar er um að ræða streymi sjávar í gegn um eiðið.

Hins vegar líst mér afskaplega vel á hugmyndir um byggingu stórskipahafnar utan við eiðið án þess að sú umræða sé spyrt saman við framfarir í samgöngumálum okkar.  Tel ég að slík höfn yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið hér í Eyjum og í raun nauðsynleg framkvæmd til það hér getum við haldið áfram að stunda sjávarútveg með þeim hætti sem við gerum í dag. 

Líklega getum við orðið sammála um mikilvægi stórskipahafnar fyrir Eyjamenn og reyndar alla Íslendinga í leiðinni og verða allar hendur sem vinna að því að róa í þá átt velkomnar í bát okkar Eyjamanna.

Með kærri kveðju.

Jarl Sigurgeirsson, 28.4.2008 kl. 02:38

12 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jarl.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ég bið þig afsökunar á minni prent villu. það er ekki mín ætlun að gera lítið úr þér.

Ekki ætla ég að vera að standa í stælum við neinn hér. það er lýðræðið að fólk sem hefur skoðanir á hlutunum komið þeim á framfæri og það er til hagsbóta fyrir alla.

Varðandi nýja lóðsinn þá er ég búinn að vera í kringum hann síðan að hann kom til Vestmanneyja og veit allt um hans hagi. Enda er ég búinn að koma við hjá ykkur á leið til erlenda hafna. Þess vegna veit ég töluvert um þessi mál og geri mér fullkomna grein fyrir þessu.

Samgöngumál hlýtur að vera hagsmunamál allra íslendinga sem þurfa að fara og koma til Vestmanneyja. Eins og ég hef oft sagt áður við eigum að vanda það sem gert er það er ekki nóg að vera með tilögur ár eftir ár. Við verðum að framkvæma hlutina og spyrja fólkið á staðnum og leyfa þeim að vera með í tilögum um þessa hluti.

Ég veit og geri mér grein við eru ekki sammála um Bakkafjöru ég tel þetta bull. Enn þú er stuðningsmaður um þessa byggingu. Við því er ekkert hægt að gera.

Varðandi að opna eyðið. Þessi hugmynd var uppi í gosinu og hlaut meirihluta atkvæða á þeim tíma. Ég tel vera alltof mikið sog í Vestmanneyja höfn í dag og ekki gott fyrir skip að liggja þar í dag. Hér á árum áður var ekki viðlegukantur við nýju bryggjuna þar sem Eimskip hefur aðstöðu í dag. Hefði það svæði fengið að vera í friði eða bryggjan byggð á stöplum er ég hræddur um að viðlegan væri betri en hún er í dag. Hitt er svo annað mál eftir að innsiglingin þrengdist hefur hafnar skilyrði versnað

Að lokum íbúar í Vestmanneyjum verða að bæta hafnarskilyrði til þess að stór farþegaskip með þúsundir farþega komist og skoði suðurhafseyjar eins og ég kalla þær. Því erlendir farþegar þrá að komast þar í land og kynna sér búsetu skilyrði íbúa. Þess vegna eiga ráða menn og ekki síst þessir alþingismenn sem eru kjörnir að sinna ykkar þörfum. Eiga að tryggja það sem fyrst að stórskipahöfn verði byggð og slippnum tryggð aðstaða til skipaviðgerða sem fyrst.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 28.4.2008 kl. 18:29

13 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég er sko sammála þér núna, kær kveðja frá suðurhafseyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 23:17

14 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Amen.

Nú erum við að tala saman.

Kær kveðja.

Jarl Sigurgeirsson, 28.4.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband